Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 26
Iðnaður um allt land 13. mars 2020KYNNINGARBLAÐ HVELLUR-REIÐHJÓLAÞJÓNUSTA ALLT ÁRIÐ: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð Hvellur er orðið gamalt og reynt fyrirtæki í hjólreiðabransanum og eitt af fáum sem rekur alvöru reiðhjólaverkstæði,“ segir Guðmundur Tómasson. Hvellur var stofnað á Grenivík, en Guðmundur og fjölskylda hans hafa rekið fyrirtækið frá árinu 2004 og á Smiðjuvegi frá árinu 2007. Hjá Hvelli fást hjól fyrir alla, allan aldur og hvort sem fólk vill hjól til daglegra nota eða keppni. „Við byrjuðum snemma að flytja inn reiðhjól og erum eitt af elstu fyrirtækjum landsins í þessum bransa. Við erum með fjölbreytt úrval reiðhjóla fyrir alla aldurshópa. Við erum einnig með mikið af aukahlutum, dekkjum, slöngum og öllu því sem þarf til reksturs hjóla. Hybrid-hjólin, sem eru blanda af götu- og fjallahjóli, og barnahjólin, eru vinsælust,“ segir Guðmundur. Hjólreiðar eru ekki lengur bundnar við árstíma Hjólreiðar hafa aukist mikið síðustu ár og þá helst þannig að þær eru stundaðar allt árið í stað hluta árs eins og tíðkaðist áður. Keppnishjólreiðar hafa einnig aukist mikið. „Það er alltaf aukning og mikið um fólk, sem ekki hefur hjólað mikið áður, jafnvel eldra fólk, sem vill fara að hjóla og hreyfa sig meira.“ Hvellur hóf innflutning á Fuji- hjólum árið 2006, en þau eiga sér langa sögu sem einn elsti hjólaframleiðandi heims, en fyrirtækið byrjaði um 1900 að framleiða hjól. Fyrirtækið var áður japanskt, en er nú bandarískt og er á toppnum þar í gæðum og leiðandi í hönnun keppnisreiðhjóla. Hvellur selur einnig hjól frá Puky, sem er þýskt gæðamerki í barnahjólum, þríhjólum, sem eru aðalsöluvaran, jafnvægishjólum og hlaupahjólum. „Fyrirtækið er einkafyrirtæki og það er áhugavert að geta þess að fyrirtækið er verndaður vinnustaður,“ segir Guðmundur. „Rafmagnshjólin frá Fuji og Breezer eru framleidd í Póllandi, gæði og ending rafhlaðna er í hámarki. Rafmagnshjólin eru í seinni þróun hérlendis, miðað við önnur Evrópulönd, eins og til dæmis Holland þar sem þau eru að fara fram úr venjulegum hjólum í sölu.“ Hvellur flytur einnig inn margar gerðir reiðhjólahjálma frá KED, hjálmarnir eru framleiddir í Þýskalandi og eru einstaklega vandaðir og til í öllum stærðum. Ungbarnahjálmarnir eru framleiddir í sömu stöðlum og hjálmarnir fyrir unglinga og fullorðna. Alhliða reiðhjólaviðgerðir Hvellur hefur boðið upp á alhliða reiðhjólaviðgerðir frá upphafi, þar sem boðið er upp á allar viðgerðir, fyrir hvaða hjól sem er. Hjá Hvelli fást hins vegar ýmsar vinsælar sumarvörur eins og körfuboltaspjöld. Á veturna taka vetrarvörur við, samhliða reiðhjólunum, en Hvellur er langstærsti aðilinn hér á landi í innflutningi á snjókeðjum fyrir allar gerðir farartækja og eru keðjuviðgerðir einnig stór hluti af rekstrinum. Hvellur hefur gert nýja samninga við birgja um snjókeðjur þannig að verðið hefur lækkað og gæði og fjölbreytni aukist. Fólksbíla- og jeppakeðjurnar hafa slegið í gegn ásamt snjókeðjum fyrir dráttarvélar, allar gerðir vinnuvéla og flutningabíla. Hvellur er á Smiðjuvegi 30, Kópavogi. Heimasíða: hvellur.com. Opnunartími verslunar og verkstæðis er kl. 9–18 virka daga. Á sumrin er einnig opið í verslun á laugardögum frá kl. 13–16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.