Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 29
Iðnaður um allt land13. mars 2020 KYNNINGARBLAÐ Rafiðnað rblaðið27. september 2019 RAFMENN: Fyrirmyndarfyrirtæki með fjölbreytt verkefni Rafmenn ehf. er rótgróið fyrirtæki sem hefur aðsetur á Akureyri. Eftir rúmlega 20 ár í rekstri hefur það rækilega fest sig í sessi, og telur nú um 40 starfsmenn sem sinna ýmsum störfum. Rafmenn leggja höfuðáherslu á skjóta og góða þjónustu, heiðarleg vinnubrögð, sanngjarnt verð og snyrtimennsku. Kirkjur, jarðgöng og allt þar á milli Verkefni Rafmanna eru jafnt stór sem smá. Samheldinn hópur karla og kvenna vinnur glaður að hvaða verkefni sem er. Hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki, skrifstofuhúsnæði, veitingahús, íbúðabyggingar, menningarhús, virkjanir, kirkjur, skólar og hótel eru allt verkefni sem fyrirtækið hefur unnið að og skilað vel af sér. Þá hefur fyrirtækið komið að eða séð alfarið um raflagnir í stórum hluta jarðganga á Íslandi til þessa, en það eru Múla-, Almannaskarðs-, Héðinsfjarðar-, Norðfjarðar- og Vaðlaheiðargöng. Meðal annarra stórframkvæmda sem fyrirtækið hefur komið að eru Kárahnjúkavirkjun, Alcoa Fjarðaál, Þeistareykir, Krafla og Bakki. Þá sinnir fyrirtækið einnig öllum rafstöðvum fyrir Mílu, Neyðarlínuna, Sýn og RÚV um allt land. Fyrirmyndar fyrirtæki og lof í Hofi Árið 2012 hlutu Rafmenn viðurkenningu fyrir vinnu sína við Menningarhúsið Hof á Akureyri. Starfsmönnum fyrirtækisins þykir að sögn sérlega vænt um þá viðurkenningu. Nýverið komust Rafmenn síðan á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, sem árlega er tekinn saman af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Einungis 2,7,% fyrirtækja á Íslandi eru fyrirmyndarfyrirtæki samkvæmt skilyrðum listans. Ekkert verkefni of stórt eða of lítið Rafmenn taka að sér alhliða þjónustu í heimilis- og fyrirtækjalögnum, öryggis-, síma- og tölvulögnum. Einnig þjónustar fyrirtækið rafbúnað í hinum ýmsu tækjum og tólum fyrir fjöldann allan af fyrirtækjum. Hvort sem um er að ræða stór verkefni eða smá eru starfsmenn fyrirtækisins tilbúnir að finna leið til að leysa þau. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins, rafmenn.is eða í síma 460- 6000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.