Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 24
Iðnaður um allt land 13. mars 2020KYNNINGARBLAÐSérblað 03. janúar 2020I LOFTSTOKKAHREINSUNIN K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg Loftstokkahreinsunin K2 ehf. sérhæfir sig í hreinsun og sótthreinsun loftræstikerfa og hefur yfir áratuga reynslu af hreinsun loftræstikerfa á Íslandi. Magnús Ásmundsson, verkefnastjóri K2, segir fyrirtækið sinna einstaklingum sem og fyrirtækjum og það sé nóg að gera enda gríðarlega mikilvægt að hreinsa loftræstikerfi reglulega áður en þau skaða heilsu fólks. Stundum er ekki þörf á hreinsun – þetta getið þið gert sjálf Það kemur stundum fyrir að starfsmaður K2 mætir til að skoða loftræstingu, til dæmis í baðherbergi í fjölbýlishúsi, og þá kemur í ljós að ekki er þörf á hreinsun. Stundum þarf bara að skrúfa túðuna úr og þrífa. En þetta geta allir gert sjálfir. Þegar þörf er á hreinsun – hvernig fer hún fram? „Loftræsting í fjölbýlishúsum er í flestum tilfellum á gluggalausum baðherbergjum og geymslum. Það er mjög mikilvægt að loftræstingin nái að losa raka og hita sem safnast upp því þegar loftstokkar eru skítugir og ná ekki að loftræsta rýmið þá er hætta á að raki þéttist í herberginu sem býður svo upp á skemmdir og jafnvel myglu. Hreinsun fer þannig fram að starfsmenn K2 mæta og fara annaðhvort upp á þak eða á lagnaloft sé það til staðar, þaðan eru loftræstistokkar hreinsaðir frá þaki niður í hverja íbúð fyrir sig og í sumum tilfellum sótthreinsaðir. Einnig er blásari hreinsaður sé hann til staðar. Að því loknu þarf að fara inn í allar íbúðir í húsinu sem tengjast loftræstingunni og þar er lofttúðan tekin úr og þrifin, og restin af loftstokk hreinsuð. Það er lítið ónæði fyrir íbúa hússins við svona hreinsun og yfirleitt tekur ekki meira en 10–15 mínútur að klára hverja íbúð eftir að búið er að hreinsa lagnir og blásara frá þaki. Æskilegt er að hreinsa útsogskerfi frá baðherbergjum á 3–5 ára fresti.“ Magnús bætir við að K2 bjóði upp á ástandsskoðun loftræstikerfa og mat á því hvort tími sé kominn á hreinsun; ekkert er rukkað fyrir þá þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustusíminn hjá Loftstokkahreinsun K2 ehf. er 775-7770 og 557-7000. Heimasíðan er: http://k2.is/ Þessi aðgerð er framkvæmd í þremur skrefum: 1. Þú byrjar á því að skrúfa miðjuna úr 2. Síðan snýrðu túðunni til að losa hana frá 3. Loks skolar þú túðuna og skrúfar hana síðan aftur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.