Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 13. mars 2020 L eikarinn góðkunni, Hilmir Snær Guðnason, er fyrir löngu orðinn eitt af okkar allra þekktustu andlitum, en stjarna hans skaust hratt upp á himininn við útskrift frá Leiklistarskóla Ís- lands. Hann veitir þó sjaldan viðtal enda segist hann forðast það eins og heitan eldinn að vera sjálfur í framlínunni. Það kann að hljóma furðulega að starfa innan leiklistargeirans en vera á sama tíma svo fráhverfur sviðsljósinu. Spurður hvort mýtan um athyglissjúka leikarann sé byggð á sandi segist Hilmir frekar fara áfram á þörfinni til þess að skapa. „Ég sótti eflaust meira í athyglina þegar ég var yngri, en í dag hef ég enga þörf til þess að trana mér fram. Með aldrinum breytast áherslurnar og mér finnst dásamlegt að eldast. Mér líð- ur betur og tek árunum fagnandi. Maður er afslappaðri í eigin skinni og hefur meira vit fyrir sjálfum sér.“ Þrátt fyrir hógværðina stendur Hilmir í ströngu því hann leikur um þessar mundir í rússneska leikverkinu Vanja frænda ásamt því að leikstýra sýningunni Oléanna sem frumsýnt verður síðar í mánuðinum. „Það er merkilegt að segja frá því að þótt þetta sé rúmlega tuttugu ára gamalt leik- verk er eins og það hafi verið skrifað núna í kjölfar #metoo-byltingarinnar. Sagan fjall- ar um samskipti prófessors og nemanda og deilur þeirra um það hvort hann hafi áreitt hana eða á einhvern hátt farið yfir hennar mörk. Skiljanlega er þetta mjög eldfimt efni og við erum rúmlega hálfnuð á æfingar- tímabilinu. Fyrir mér er þetta hið dæmi- gerða „well made play“ og þá á ég við mik- ið textaleikhús marghlaðið frábærri sögu.“ Mistökin alltaf augljósari Aðspurður hvort vegi þyngra, starf leikar- Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Maður þarf ekki alltaf að vera aðal“ Hilmir Snær segir hroka ekki eiga heima í leikhúsinu - Varð svo kvíðinn að hann ældi næstum fyrir sýningar – Auðmýktin skilar manni lengst M Y N D IR : E Y Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.