Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 35
SAKAMÁL 3513. mars 2020 sem þeim virtist vera Paul og sannfærðust þeir enn frekar um það þegar þeir sáu að hann gekk að bíl eins og Paul átti, samkvæmt upplýsingum frá Lee Ann. Ralph lét til skarar skríða og skaut manninn til bana. Myrtur fyrir mistök Víkur nú sögunni aftur að Alex- ander Algeri, því maðurinn sem lá andvana á götunni var ekki Paul. Þar var um að ræða Alex- ander, besta vin Pauls og með- eiganda að líkamsræktarstöðinni og þeir vinirnir áttu eins bíl – því miður fyrir Alexander. Hvort Ralph og Scott voru meðvitaðir um mistökin þegar þeir óku aftur til Flórída liggur ekki fyrir, en þeir hafa án efa kom- ist að því fljótlega að Paul var enn sprelllifandi. Hvað sem því öllu líður þá hafði morðið enga eftirmála fyrir þá fyrr en ári síðar og gott betur. Scott handtekinn Rúmu ári eftir morðið var Scott Paget handtekinn. Þegar hann var yfirheyrður kjaftaði á honum hver tuska og hann upplýsti að Ralph hefði skotið Alexander. Þá fyrst varð ljóst að Alexander hafði verið myrtur í misgripum fyrir Paul, því Scott sagði lögreglunni alla söguna; frá ástarsambandi Ralphs og Lee Ann og fyrirætlun- um þeirra. Lee Ann og Ralph voru um- svifalaust handtekin og ákærð fyrir morð. „Ég vil að hann verði drepinn“ Við réttarhöldin sór Lee Ann og sárt við lagði að hún hefði ekkert haft með morðið að gera og væri alsaklaus. Á meðal vitna ákæru- valdsins var eiturlyfjasali að nafni Michael Paglianti og hann sagðist hafa verið viðstaddur þegar Lee Ann lét Ralph fá ljósmyndina af Paul. Michael sagði að Lee Ann hefði þá sagt við Ralph: „Ég vil að hann verði drepinn.“ Tvennum sögum fer af frá- sögnum Lee Ann og Ralphs við réttarhöldin. Annars vegar seg- ir að Ralph hafi aldrei bendlað ástkonu sína við ódæðið og hins vegar að þau hafi reynt að skella skuldinni á hvort annað. Þegar upp var staðið fengu skötuhjúin lífstíðardóm og Scott Paget fékk átján ára dóm. n www.gilbert.is VERÐ frá: 29.900,- arc-tic Retro GÆÐA ÚR Á GÓÐU VERÐI Svissnesk quartz gangverk ÍSLENSK HÖNNUN MYRTUR FYRIR MISTÖK n Lee Ann vildi eiginmann sinn feigan n Ástmaður hennar tók að sér verkið n Ráðabruggið endaði á annan veg en þau ætluðu „Þar hafði hún kynnst karli nokkrum, Ralph Salierno, vitgrönnu vöðva- búnti sem sá sér farborða með handrukkun. Lee Ann Reidel Lagði á ráðin ásamt ástmanni sínum. Ástmaðurinn Ralph Salierno var að sögn vitgrannt vöðvabúnt. Hjálparhellan Scott Paget samþykkti að aðstoða Ralph gegn greiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.