Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 13. mars 2020 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Trump trompast Trump Bandaríkjaforseti ákvað að setja ferðabann frá Schengen-ríkja, Íslandi þar á meðal, út af COVID-19. Evrópubúar hafi brugðist hægt og illa við og séu bara smitaðir og skítugir og það sé þeim að kenna að Banda- ríkjamenn séu veikir. Á sama tíma greina Al- mannavarnir frá því að þrír einstak- lingar sem komu hingað FRÁ Banda- ríkjunum hafi greinst smitaðir. Hvort á maður að hlægja eða gráta? Einmitt það síðasta sem við þurftum Á meðan hundruð Íslendinga lágu í sóttkví á fimmtudag lék höfuðborgarsvæðið skyndi- lega á reiðiskjálfi. Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 á Richter. Að sjálfsögðu vaknaði sú spurn- ing að nýju, hvort væri að koma eldgos. Og auðvitað hlýtur að vera að koma eldgos því í kjölfar kórónuveiru, verk- falla, ógnar við stöðugleika, ferðabanns til Bandaríkjanna, blika í efnahagskerfinu – þá er eldgos það síðasta sem við þurfum. En þá hlýtur það líka óneitanlega að þýða að eld- gosið sé óumflýjanlegt. Því ef eitthvað getur farið úrskeiðis, þá mun það fara úrskeiðis. Spurning vikunnar Hver er ofmetnasta hryllingsmynd allra tíma? „Mér finnst Saw vera ofmetnasta hryllingsmynd allra tíma vegna þess að mér finnst myndin ekki vera með bestu sögulínuna og svo er líka brúðan í myndinni svo fyndin í útliti að ég get ekki annað en hlegið að henni.“ Bergþóra Sól Elliðadóttir „Ég myndi segja Blairwitch Project. Það var sniðug markaðssetning en myndin alls ekki góð.“ Björgvin Skúli Einarsson „Ég er alls enginn hryllingsmyndaaðdáandi, en sú sem stendur eiginlega upp úr sem áberandi verst var The Witch þegar hún varð fyrir vali í Halloween- partíi.“ Óliver Alí „100% Paranormal Activity.“ Þórgunnur Lára Gunnarsdóttir N afn og kennitölu, núna!“ Eitthvað á þessa leið voru ýmsar athugasemdir við fréttir um að Íslendingar væru að grípa til örþrifaráða til að losna við sóttkví. Að ég tali nú ekki um reiðina sem hefur bloss- að upp vegna fjölda heilbrigðis- starfsmanna sem hafa verið sett- ir í sóttkví og einangrun vegna COVID-19 faraldurs. Það er greinilega mikill skjálfti í þjóðfélaginu og fólk er hrætt. Þótt ég vilji ekki afsaka það að hugs- anlega séu smitaðir einstaklingar, sem hugsanlega vissu ekki af því, hugsanlega leið ekki illa, hugsan- lega höfðu annað á sinni könnu settir í gapastokk internetsins þá skil ég hræðsluna fullvel. Þegar fólk er hrætt þá hegðar það sér óskynsamlega, hugsar ekki rök- rétt og grípur til örþrifaráða. Ég skil vel að fólk viti ekkert í hvorn fótinn það eigi að stíga. Almennt séð hefur mér þótt það hughreystandi að upplýsinga- fundir landlæknis, almannavarna og sóttvarnarlæknis séu haldnir daglega. Þar er rætt af yfirvegun um heimsfaraldurinn og reynt að koma upplýsingum til fólks á skilmerkilegan hátt. Svo koma fréttir frá útlöndum. El Salvardor lokar landinu fyrir útlendingum. Danir aflýsa skólastarfi og senda meirihluta ríkisstarfsmanna heim. Svo var það stóri skellurinn frá Bandaríkjunum þegar Donald Trump bannaði komu fólks frá Schengen-löndum Evrópu inn í landið. Svona væri lengi hægt að telja upp áhrif COVID-19 á heimsbyggðina. Á litla Ísland. Þrátt fyrir að hafa náð í skottið á hræðslunni sem fylgdi AIDS- faraldrinum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, óttast að sogast inn í gatið á ósonlaginu sem ungmenni og verið kasólétt í miðjum svínaflensufaraldrinum 2009 þá verð ég að viðurkenna að COVID-hræðslan bítur meira á mig en fyrri ógnir. Sú hræðsla beinist hins vegar ekki að mér sjálfri og að ég verði veik, eða einhver í kringum mig. Það eru þau lamandi áhrif sem veiran hefur sem veldur mér áhyggjum. Öll fyrirtækin sem munu standa illa, jafnvel leggja upp laupana, þegar veiran kveður okkur. Að innviðir ráði ekki við eftirköst faraldursins. Atvinnuleysi, tekjutap fjölskyldna með öllum þeim hryllingi sem því fylgir. Íslendingar hafa vissulega reynslu af því að byggja hér upp þjóðfélag á rjúkandi rústum. Það er skuggalega stutt síðan síðast og margir súpa enn þá seyðið af þeim hörmungum. Ég býð ekki í að hugsa til þess ef við þurfum aftur að lyfta sama grettistaki. Ég óttast að enn fleirum hugnist ekki að búa hér, hafi hvorki efni á né þol til að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Ég óttast að dregið verði saman í alls kyns opinberri þjónustu. Þjónustu sem má ekki við meiri niðurskurði. Ég óttast að ástandið verði fegrað á pöllum Alþingis og spilltir haldi áfram að vera spilltir. Ég held nefnilega að við sem þjóð séum komin að þol- mörkum og að COVID-19 sé veir- an sem fyllir mælinn. En óttinn er órökrænn. Óskynsamlegur. Kannski er ég bara örvæntingarfull. Kannski. n Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík Kórónaveiran sem fyllir mælinn Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Skýr skilaboð Allra leiða er leitað til að hefta útbreislu COVID-19 kórónaveirunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.