Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 34
34 13. mars 2020 SAKAMÁL Ó hætt er að segja að Banda- ríkjamaðurinn Alexander Algeri hafi verið óheppinn með eindæmum því hann var myrtur 17. janúar, árið 2001, fyrir mistök. Þannig var mál með vexti að kona að nafni Lee Ann hafði alltaf verið veik fyrir vöðvabúntum. Hún taldi sig því himin hönd- um hafa tekið þegar hún kynnt- ist Paul Reidel. Paul átti líkams- ræktarstöð og uppfyllti allar þær kröfur sem Lee Ann gerði til karl- manna og þau gengu í hnapp- helduna árið 1998, þegar Lee Ann var 31 árs. Lukkunnar velstand um sinn Vinir Lee Ann virtust ánægðir fyr- ir hennar hönd, töldu enda að hún og Paul væru nánast sköp- uð fyrir hvort annað. Sjálf var Lee Ann ánægð með ráðahaginn, þrátt fyrir að Paul væri kannski ekki massaður engill í manns- mynd, því hann hafði setið í fang- elsi í sex mánuði vegna fíkniefna- brota. Um skeið gekk allt eins og í sögu hjá hjónakornunum en síð- an kom í ljós að einn galli var á gjöf Njarðar; Paul fannst krakk- -kókaín helvíti gott, svo gott reyndar að hann neytti þess meira en góðu hófi gegndi – eða þannig. Aðskilnaður og forræðisdeila Nú, í júlí árið 2000 var Lee Ann nóg boðið, tók barnungan son þeirra hjóna og fór heim til móð- ur sinnar, en hún bjó í Flórída. Sagan segir að Lee Ann hafi ekki aðeins tekið son þeirra með sér heldur 120.000 dali sem strangt tiltekið tilheyrðu Paul, sem varð eftir í New York. Þannig var stað- an í um hálft ár. Paul sat reyndar ekki með hendur í skauti því hann réð lög- fræðing með það fyrir augum á fá forræði yfir syni þeirra. Lög- fræðingnum tókst að neyða Lee Ann til að koma til New York með son þeirra og þar skyldu þau vera þar til niðurstaða fengist í for- ræðisdeiluna. Vitgrannt vöðvabúnt Nú voru góð ráð dýr og Lee Ann velti fyrir sér þeim kostum sem voru í stöðunni. Þannig var mál með vexti að hún hafði ekki held- ur setið með hendur í skauti þann tíma sem hún dvaldi í Flórída. Þar hafði hún kynnst karli nokkrum, Ralph Salierno, vit- grönnu vöðvabúnti sem sá sér farborða með handrukkun. Lee Ann varð ástfangin af Ralph og með þeim tókust góð kynni sem enduðu sem ástarsamband. Að sögn lögðu Lee Ann, Ralph, móðir Lee Ann og ástkona henn- ar á ráðin um að „letja“ Paul til aðgerða í forræðisdeilunni og „tuska hann til“ svo hann yrði ekki til vandræða yfirhöfuð. Ill áform Áform Lee Ann og Ralphs áttu síðan eftir að taka miklum breytingum. Skötuhjúin komust að þeirri niðurstöðu að best væri að fyrirbyggja með öllu að hann væri hangandi yfir þeim til fram- tíðar litið og að Lee Ann kæm- ist yfir fé hans og hluta hans í líkamsræktar stöðinni án þess að standa í sóðalegum skilnaði. Með þetta í huga hafði Ralph samband við kunningja sinn Scott Paget sem samþykkti að hjálpa Ralph við að koma Paul fyrir kattarnef. Scott þessi, sem var hvort tveggja forfallið líkams- ræktarbuff og fíkniefnaneyt- andi, fékk 3.000 dali fyrir að keyra Ralph frá Flórída til New York og til baka. Fyrirsát á Long Island Félagarnir lögðu síðan land undir fót. Í farteskinu höfðu þeir mynd af Paul Reidel sem Lee Ann hafði fengið þeim ásamt leiðbeining- um um hvar hann væri að finna. Ralph og Scott komu til Long Island 17. janúar 2001, og lögðu bílnum í grennd við líkamsrækt- arstöð Pauls. Þar sáu þeir mann MYRTUR FYRIR MISTÖK n Lee Ann vildi eiginmann sinn feigan n Ástmaður hennar tók að sér verkið n Ráðabruggið endaði á annan veg en þau ætluðu „Ég vil að hann verði drepinn Fórnarlambið Alexander Algeri var rangur maður á réttum stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.