Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 48
13. mars 2020 11. tölublað 111. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ekki snerta mig! Landlæknir og ráðherra M ikið hefur mætt á Ölmu Dagbjörtu Möller landlækni síð- ustu daga í COVID-19 storminum. Alma var skip- uð landlæknir árið 2018 og varð þar með fyrsta konan til að gegna embættinu. Alma er yngst af sex börnum Jóhanns G. Möller heitins, verka- lýðsleiðtoga og bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins á Siglufirði, og Helenu Sigtryggsdóttur. Einn af eldri bræðrum Ölmu er Kristján L. Möller, fyrrver- andi alþingismaður fyrir Sam- fylkinguna sem og fyrrverandi samgönguráðherra og sam- göngu- og sveitarstjórnarráð- herra. Lítt þekkt ættartengsl Snertiflötum gesta fækkað í kvikmyndahúsum Á kveðið hefur verið að selja aðeins í annað hvert sæti í Smárabíói og Háskólabíói, sjálf- virkni verður aukin og snerti- flötum gesta fækkað. Þessar aðgerðir verða að fullu komn- ar til framkvæmda frá og með næsta mánudegi, en þegar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða vegna stöðunnar og tillit tekið til ráðlegginga yfir- valda og sóttvarnarlækn- is. Nú hefur verið ákveðið að taka næsta skref. Nú verður selt í annað hvert sæti í öllum almennum bíósölum til að hver gestur fái aukið rými, en þeir sem koma saman, til að mynda pör, vinir og fjölskyld- ur, geta svo fært sig saman, en á sama tíma haft nóg pláss á milli sín og næsta hóps. Óbreytt fyrirkomulag á Stockfish K vikmyndahátíðin Stockfish hefur engin áform um að fresta neinni samkomu, en hátíðin var opnuð við mikinn fögn- uð í gær, fimmtudag, og stendur til 22. mars. Þrátt fyrir að Almannavarnir hafi lýst yfir neyðarstigi og mörgum mannamótum hafi þegar aflýst mun dagskráin halda sinni göngu þótt smávægilegar raskanir hafi orðið á skipulagi hátíðarinnar. Leikarinn Udo Kier mun til að mynda ekki láta sjá sig eins og áætlað var, hann er orðinn 75 ára og var ráðlagt að halda kyrru fyrir. Aðstandendur hátíðarinnar hafa þó biðlað til hátíðargesta að forðast handaband, faðmlög og fleira þess eðlis. Jafnframt eru við- komandi beðnir um að halda sig heima finni þeir fyrir smávægilegum veikindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.