Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 8. MAÍ 2020 DV Schillaci sem einhver hafði gefið Kvennaathvarfinu. Það var gott fyrir þá að komast á stað þar sem allir voru rólegir. Heimilið á að vera friðhelgur staður og það er ofboðslegt áfall fyrir alla að búa á heim- ili þar sem það er ekki virt, sérstaklega fyrir börn. Þarna gátum við slakað á án þess að hafa áhyggjur af því að þessi spenna myndaðist.“ Þá er hún sérlega ánægð með það faglega starf sem þarna var unnið. „Þarna fékk ég í fyrsta og eina skipti á ævinni skilvirka meðferð við áfalla- streituröskun og í langan tíma eftir að ég fór úr athvarfinu hélt ég áfram að koma í viðtöl. Sú þekking sem ég öðlaðist þarna hefur búið með mér alla ævi. Ég vildi óska að allir sem þess þurfa geti fengið tækifæri til að nýta sér svona þjónustu.“ Var mjög skotin í honum Elísabet segir sambandið hafa staðið yfir í fjögur ár. „Það byrjaði mjög vel en ég fann alltaf að það var eitt- hvað „off“. En ég er sú eina í fjölskyldunni minni sem var alltaf að byrja og hætta í samböndum þannig að mér fannst að ég ætti að taka mig á og láta þetta ganga. Ég var auðvitað mjög skotin í honum og maðurinn fríðari en flestir. Hann gat verið mjög ljúfur og við áttum margar góðar stundir saman. Þetta gekk þó svolítið brösótt. Eftir að við eignuðumst barn saman grípur hann mikil afbrýði- semi og þetta verður erfiðara og erfiðara. Ég hef oft lýst þessu þann- ig að maður er með einhverja grensu og síðan tekur fólk há- stökk yfir hana. Það tók mig þá langan tíma að átta sig á stöðunni, ég var bæði gáttuð og slegin.“ Hún rifjar upp atvik sem átti sér stað í fyrsta skiptið sem hún fór út með vinkonum sínum eftir að yngri sonurinn fæddist. „Ég var svakalega spennt og það var mjög gaman. Hann hringdi síðan í leikhúsið, ég hringdi til baka í hléinu en hann svaraði ekki. Ég varð þá óttaslegin, hélt að eitthvað hefði komið fyrir, og fór strax heim. Þegar ég kom heim voru öll ljósin slökkt, slökkt á sjón- varpinu og slökkt á útvarpinu, og hann sat í myrkrinu í stof- unni með drengina tvo. Þetta var mjög óhugnanlegt augnablik. Sérstaklega fyrir mig og eldri drenginn. Þetta er dæmi um þennan sálfræði- lega terrorisma. Ég óttaðist aldrei um líf mitt en ég óttað- ist um velferð okkar og sér í lagi barnanna.“ Eldri konur skildu hana illa Hún er vön því að fara sínar eigin leiðir og hefur ekki látið álit annarra stýra sér. „Ég velti aldrei fyrir mér hvort það væri eitthvað skrýt- ið eða kæmi illa við einhverja að ég leitaði til Kvennaat- hvarfsins. Það hentaði mér á þessum tíma, ég þurfti þessa aðstoð og hún var í boði. Ég varð þess síðan vör að viss hópur kvenna af eldri kynslóðinni, konur sem mér þótti vænt um, átti dálítið erfitt með þetta. Það tók þær ákveðinn tíma að átta sig á því að í annað skipti á ævinni ætlaði ég að ganga út úr sam- bandi með ungt barn, og að ég væri komin með börnin í Kvennaathvarfið. Þær áttu erfitt með að skilja mig en ég tel að þær hafi gert það að lokum. Mín tilfinning er að þær hafi sjálfar verið í hjónaböndum þar sem þær Það er hægt að brjóta fólk alveg hræðilega niður án þess nokkurn tíma að snerta það. Elísabet segist í upphafi hafa verið mjög skotin í manninum og þau átt margar góðar stundir saman. MYND/MATT ABSHER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.