Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 37
DV 8. MAÍ 2020 E lsku krúttlegi, fljótandi Fiskurinn, Tinni okkar Íslendinga, hann Gísli Marteinn Baldursson, fær spá að þessu sinni. Lúna Fírenza, spákona og tarotmeistari DV, lagði spilin fyrir hann. Fiskurinn á marga vini enda á hann samleið með mörgum. Hann er með þægilega nærveru og er afslappaður, skemmtilegur, góður og aðlagast að- stæðum vel. Hans helsti ókostur er að finnast hann vera fórnarlamb aðstæðna, eða að treysta fólki sem er ekki treystandi, enda vilja Fiskarnir sjá það góða í öllum. Ás í mynt Lykilorð: Nýr fjárhags- eða atvinnumöguleiki, birtingarmynd, gnægð Ferskur blær fylgir fyrsta spilinu þínu og er í takt við þetta fallega vor sem okkur berst í ár. Þú mátt gera ráð fyrir því að ná markmiðum þínum. Til að nýta þessa orku sem best skalt þú vera skipulagður og nákvæmur í áætlunum þínum. Stríðsvagninn Lykilorð: Stjórn, viljastyrkur, velgengni, fram- kvæmdir, ákveðni Þetta spil helst vel í hendur við spilið hér á undan og er lýsandi fyrir viljastyrk þinn til að sigrast á hindr- unum. Þessi einstaklingur sem birtist hér er einhver sem ætlar sér að halda ótrauður áfram, alveg sama hvað. Þú dregur vagninn áfram og ert ekki hræddur við að erfiða. Tía í bikurum Lykilorð: Kærleikur, friður, jafnvægi, farsæl sambönd Friðardúfan flýgur inn í spilin þín í dag. Mér finnst eins og þetta spil standi fyrir farsælu ástarsambandi. Eins og ástin blómstri sem aldrei fyrr og þið finnið fyrir nýrri nánd í ykkar núverandi sambandi. Einhver frjó- semi eða fæðing er í vændum en það getur líka verið tilfinningalega. Skilaboð frá spákonunni Þetta er svo falleg spá hjá þér að það eina sem ég get sagt við þig að þessu sinni er að þakka fyrir það sem þú hefur og þau tækifæri sem lífið hefur gefið þér og það jafnvel í formlegu bréfi. Þakklætið er svo mikilvægt og ætti að vera mantra manns á morgni hverjum. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Gísli Marteinn Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Elsku Hrúturinn deyr ekki ráða- laus og virðist laða að sér fólk sem vill fá álit hjá honum, jafnvel fá hann með sér í einhvers konar samstarf. Farðu inn í vikuna og gerðu strangar kröfur því þú ert með eftirsóknarverða hæfileika. Naut 20.04. – 20.05. Núna hafa öldurnar róast. Þú finnur það með hverjum deginum hvað þú ert að verða aftur þú sjálf/ur. Allt virðist falla hægt og rólega í réttan farveg. Nú máttu sofna á verðinum. Þessi vika er góður tími til þess að slaka vel á. Tvíburar 21.05. – 21.06. Þetta er vikan þegar þú færð innblástur til að starta þessu hliðarverkefni sem kosmósið er visst um að muni fylla vasa þína. Finndu alla vega nafn á hug- myndina eða komdu heimasíðu á laggirnar. Það er ágætis byrjun fyrir þessa viku. Krabbi 22.06. – 22.07. Krabbinn er vinsæll félagsskapur þessa vikuna. Síminn stoppar ekki. Allir vilja koma út að leika! Farðu út og leiktu þér eins og enginn sé morgundagurinn. Þessir gömlu góðu leikir eins og „yfir“ og „snúsnú“ eru alltaf ávísun á gleði. Ljón 23.07. – 22.08. Hæ, móðir Teresa! Þú finnur mikla löngun til að gefa til baka og gleðja einhvern. Þú hugsar oft um það en lætur aldrei verða af því, en þessa vikuna gerir þú það. Þú ert einn stór gleðigjafi. Farðu og dreifðu þessu konfettíi á allt og alla (umhverfisvænu konfettíi að sjálfsögðu). Meyja 23.08. – 22.09. Það reynir á diplómatíska hæfileika þína þessa vikuna. Það stefnir allt í mögulegar fjölskylduerjur sem þú nennir engan veginn að taka þátt í eða hafa í kringum þig. Dragðu djúpt andann og hafðu í huga að þetta fer vel ef þú sprittar spilin þín rétt. Vog 23.09. – 22.10. Elsku Vog. Þú ert sveimhugi og ávallt með stjörnur í augunum. Þú færð mikinn innblástur þessa vikuna. Skrifaðu niður draumana þína. Einnig færðu tækifæri til að vera stærri manneskjan í ákveðnu máli sem þú munt verða mjög stolt/ ur af. „Take the high road, baby!“ Sporðdreki 23.10. – 21.11. Það birtir til hjá Sporðdrekanum og hann nær fókus á ný. Þú sérð allt miklu skýrara en síðustu vikur og auðvelt verður fyrir að taka erfiðar ákvarðanir því nú er þetta borðleggjandi. Þú veist hvað þú vilt! Bogmaður 22.11. – 21.12. Þú ert í rauðrófu rómans stuði og elskar allt og alla. Þú ert sérstak- lega þakklát/ur fyrir fólkið þitt. Bjóddu þínum/þinni heittelskaða/ uðu á stefnumót. Njóttu augna- bliksins. Steingeit 22.12. – 19.01. „I see dead people…“ Þetta er vikan sem þú kafar djúpt inn í yfir náttúrulega heiminn. Þú finnur mikla löngun til þess að byrja að hugleiða og finna þína innri rödd. Mögulega kikkar innsæið inn og þú færð skilaboð að handan í draumi. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Þvílíkur dugnaður alltaf í þér! Þú hefur unnið hörðum höndum og það jafnvel fyrir lítið. Núna er tími fyrir þig að uppskera það sem þú sáðir. Það getur verið bæði and- legt og veraldlegt en njóttu vel. Þú átt það skilið. Fiskur 19.02. – 20.03. Einfarinn þú hefðir ekkert móti því að það væri enn þá samgöngu- bann. Allavega eina viku í viðbót. Taktu þinn tíma. Þú þarft ekki að svara öllum viðburðum sem þér er boðið á þessa vikuna. Vertu bara áfram í þinni búbblu. Nægur tími til að vera félagslynd/ur seinna meir, það er hvort eð er bara glugga- veður. Hvað er að þessu fólki sem er að bjóða í grillveislur? Vikan 08.05. – 14.05. Þakklátur og gefst aldrei upp Stækka fjölskylduna MYND/STEFÁN stjörnurnarSPÁÐ Í Fegurðardrottningin og áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir og unnusti hennar Teitur Páll Reynisson eiga von á öðru barni sínu. DV lék forvitni á að vita hvernig þau passa saman ef litið er til stjörnumerkj- anna. Fanney er Vog og Teitur er Tvíburi. Vogin er kröfuhörð og daðurgjörn. Hún notar daður til að vera samþykkt og elskuð af öðru fólki. Það truflar ekki Tvíburann sem kann að meta frelsið sem það gefur honum í staðinn. Tvíburinn er framsækinn og félagslyndur. Bæði merkin eru mjög forvitin um annað fólk og eiga mjög auðvelt með samskipti. Þau elska að deila hugmyndum um allt og ekkert, fara á menningarlega viðburði og jafnvel vinna að einhverju verkefni saman. Ástfanginn Tvíburi vill koma þér til að hlæja eða sjá heiminn í öðru ljósi. Ástfangin Vog sættir sig ekki við hvað sem er og er mjög við- kvæm fyrir ímynd maka síns. Vogin elskar að bjóða í partí og Tvíburinn er félagsvera. Þau eru því par sem á mörg vina- pör. Það er gaman að vera í kringum þau, enda halda þau skemmtilegustu matarboðin. n Fanney Ingvarsdóttir 24. september 1991 Vog n Samviskusöm n Málamiðlari n Örlát n Sanngjörn n Óákveðin n Forðast átök Teitur Páll Reynisson 24. maí 1988 Tvíburi n Forvitinn n Mikil aðlögunarhæfni n Fljótur að læra n Skipulagður n Taugaóstyrkur n Ákvarðanafælinn MYND/SKJÁSKOT INSTAGRAM STJÖRNUFRÉTTIR 37

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.