Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 21
FÓKUS 21DV 8. MAÍ 2020
MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR FRÉTTASTJÓRI DÆGURMÁLA HJÁ MBL
FÉLAGSSKAPURINN MIKILVÆGASTUR
Við maðurinn minn ætluðum á Rammstein-tónleika í Frakk-landi í sumar ásamt vinum
okkar, en vegna aðstæðna er búið
að fresta þeirri ferð,“ segir Marta
María Jónasdóttir, frét tastjóri
dægurmála hjá mbl.is.
„Ég geri ráð fyrir að við verðum
töluvert uppi á fjöllum, í hjóla-
ferðum og göngutúrum. Planið er
að fara í Heydal við Ísafjarðardjúp
en það er alger paradís á jörð. Við
fórum þangað síðasta sumar og
heilluðumst af fallegri náttúru,
góðri stemningu á hótelinu og sér-
lega ljúffengum mat.
Fyrir tveimur árum fórum við
á Strandirnar og gistum á Hótel
Djúpavík. Mig langar aftur þangað
og svo getur meira en vel verið að
við kaupum okkur hótelpakka og
eltum góða veðrið. Ég er ekki enn
þá komin þangað að finnast gaman
að gista í tjaldi í rigningu en ég læri
það kannski einhvern daginn.“
Marta segist vera spenntust fyrir
Austfjörðum. „Ég hef bara komið
þangað í mýflugumynd og langar
að kynnast þeim stað betur. Mér
skilst að þar séu framúrskarandi
gönguleiðir og mikið fjör.”
Marta á marga uppáhaldsstaði á
Íslandi og nefnir til að mynda Snæ-
fellsnes og Akureyri. „Svo finnst
mér dagsferðir sniðugar. Það er
til dæmis mjög gaman að fara í
sjósund í Guðlaugu á Akranesi,
fara til Hveragerðis og labba upp í
Reykjadal og rúnta um Stokkseyri
og Eyrarbakka og fara á kajak.
Annars finnst mér áfangastaður-
inn ekki vera stóra málið heldur fé-
lagsskapurinn. Ef maðurinn minn og
börnin mín eru með í för leiðist mér
aldrei.“
FELIX BERGSSON ÚTVARPSMAÐUR OG LEIKARI
FALDAR PERLUR Á AUSTFJÖRÐUM
Felix Bergsson, útvarpsmaður og leikari, og eiginmaður hans Baldur Þórhallsson stjórn-
málafræðingur eiga von á tveimur
barnabörnum í heiminn í sumar.
Felix sér fram á ljúfar stundir heima
við.
„Planið er bara að vera heima.
Við eigum von á tvöfaldri fjölgun í
fjölskyldunni í júní og ætlum því að
einbeita okkur að því að taka vel á
móti þeim nýju fjölskyldumeðlimum
og sitja og horfa á þau sem allra,
allra mest. Svo kannski drekkum
við kaffið úti á palli eða grillum.“
Felix langar mikið að kanna há-
lendi Íslands betur og heimsækja
til dæmis Veiðivötn. „Ég hef líka
aldrei skoðað mig almennilega um
í Þjórsárdal en þar munu til dæmis
vera fossar sem maður á alls ekki
að láta fara fram hjá sér.“
Aðspurður um eftirlætisstað á
Íslandi nefnir Felix firðina, bæði
í vestri og austri. „Ef fólk hefur
aldrei farið á Hornstrandir mæli ég
eindregið með því og að sama skapi
mæli ég með heimsókn á Austfirði.
Þar eru magnaðar gönguleiðir og
ýmsar faldar perlur. Ég nefni sem
dæmi Stórurð undir hinum stór-
kostlegu Dyrfjöllum.
Svo er alltaf gaman að heim-
sækja Suðurlandið og við fjölskyld-
an erum stolt af því að hafa opnað
nýjan möguleika með Hellunum við
Hellu sem eru bara klukkutíma frá
Reykjavík og eru algjörlega magn-
aðir.“
SIRRÝ ARNAR DÓTTIR STJÓRNENDAÞJÁLFARI, RITHÖFUNDUR OG FYRRVERANDI FJÖLMIÐLAKONA
VERÐUR AÐ HEIMSÆKJA ÞINGVELLI NOKKRUM SINNUM Á ÁRI
Sumarið hefst á því að ég kenni masterklass í Framsækni – ör-uggri tjáningu við Háskólann á
Bifröst í júní og mun nota náttúruna
og umhverfið þar í kennslu. Það er
tilhlökkunarefni,“ segir Sirrý Arnar-
dóttir stjórnendaþjálfari, rithöf-
undur og fyrrverandi fjölmiðlakona.
„Það stóð til að fara loksins á
þjóðlagahátíðina á Siglufirði í byrjun
júlí en við hjónin höfum lengi ætlað
en alltaf verið bókuð á öðrum stað
þegar hátíðin er haldin og svo var
henni frestað um ár. Svo ekkert
verður af því að sinni.“
Sirrý segir Suðureyri á Vest-
fjörðum vera í miklu uppáhaldi, og
hyggur á ferðalag þangað í ágúst.
„En ég á að vera með upplestra
úr bæði barna- og fullorðinsbókum
mínum og fyrirlestur á einleikja-
hátíðinni Act alone á Suðureyri í
byrjun ágúst og hlakka mikið til að
fara þangað. Bæði að fylgjast með
allri dagskránni og líka að koma
þangað.
Við Kristján Franklín fórum nefni-
lega fyrir stuttu síðan um Vestfirði
en slepptum Suðureyri af einhverri
furðulegri ástæðu og sáum eftir því.
Nú er stefnan tekin aftur vestur og
sérstaklega á Suðureyri.
Og svo ætla ég að fara í mun
styttri ferð en það er að heimsækja
Friðheima á Suðurlandi og borða
frægu tómatsúpuna og skoða rækt-
unina hjá þessu heiðursfólki, sem ég
hef reyndar tekið viðtöl við en ekki
farið og skoðað staðinn. Ég hef alltaf
verið á leiðinni en ekki farið þangað
– nú er tími til þess á næstunni.“
Sirrý bendir á að það megi ekki
gleyma stöðum sem eru stutt frá
Reykjavík en eru algjör paradís
eins og til dæmis. Hótel Glymur
í Hvalfirði. „Ég hef verið bæði á
hótelinu og í litlu villunum sem til-
heyra hótelinu og þar er útsýni úr
heita pottinum yfir Hvalfjörðinn og
Saurbæjarkirkju. Fossinn og fallegar
gönguleiðir í nágrenninu. Þetta er
perla rétt við borgina sem ég mæli
með.
Svo er frábær gönguleið í Borgar-
firði beint á móti golfvellinum á
Hamri – þessi staður heitir Einkunnir
og er skógur, vatn, hamrar og algjör
draumur sem of fáir virðast vita um.
Þetta sést ekkert frá veginum en er
alveg meiriháttar útivistarsvæði.
Stutt að fara til dæmis fyrir borgar-
búa.
Ég verð að heimsækja Þingvelli
nokkrum sinnum á ári og það er á
dagskrá. Svo langar mig aftur að
ganga Fimmvörðuháls við tækifæri.
Svo er ég komin með gróðurhús í
garðinum svo ég hlakka líka til að
vera heima, með græna fingur.“
Svo kannski
drekkum við
kaffið úti á
palli.
Heydalur við
Ísafjarðar-
djúp er alger
paradís á
jörð.
MYND/HEIÐA
MYND/ERNIR
MYND/STEFÁN
MYND/STEFÁN