Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 8. MAÍ 2020 DV Ég hef aldrei farið leynt með að ég hafi farið í Kvennaathvarfið en ég skilgreini mig heldur ekki út frá því. Ég þurfti að bregðast við aðstæðum sem ég réði ekki við ein. Þarna fékk ég mjög góða aðstoð og mjög góðan grunn fyrir restina af lífinu. Það besta sem kom fyr- ir mig á þessum tíma var að fara þarna inn,“ segir Elísabet Ron aldsdóttir. Elísabetu þekkja flestir. Hún er ein fremsta kvikmynda- gerðarkona Íslendinga og hef- ur gert garðinn frægan sem klippari í Hollywood, nokkuð sem skekur þjóðarsálina mun meira en Elísabetu sjálfa. Hún er þekkt sem töffari af guðs náð og full visku enda búin að leita hennar markvisst. Árið 2016 var hún sæmd fálkaorðunni en skilaði henni tveimur árum síðar, fyrst ís- lenskra ríkisborgara, með orðunum: „Ég get ekki verið í riddara klúbbi með kyn- þáttahatara,“ eftir að Piu Kjærs gaard, forseta danska þjóð þingsins, var afhentur stór riddarakross frá Íslend- ingum. Elísabet er hinum megin á hnettinum – bókstaflega. Hún fór til Ástralíu í janúar til að vinna að stórmyndinni Shang- Chi and the Legend of the Ten Rings sem er framleidd af Marvel Studios. Og nú er hún föst í Ástralíu vegna CO- VID-19. Talað var um að hún stæði á hátindi ferils síns fyrir tveim- ur árum þegar hún klippti Marvel-myndina Deadpool 2 en það var greinilega mis- skilningur. Elísabet er enn á uppleið. Deadpool 2 klippti hún sam- hliða meðferð vegna fjórða stigs krabbameins og fannst ágætt að hafa eitthvað að hugsa um annað en krabba- meinið sem hún svo sigraðist á. Hún er orðin ansi skóluð í baráttunni fyrir sjálfri sér. Bauð aldrei upp í þennan dans Við tökum viðtalið gegnum myndsímaforritið Skype, þegar ég er nýlega vöknuð og Elísabet alveg að fara að sofa. Á tímum COVID-19 með tilheyrandi samkomubanni, hefur tilkynningum um heim- ilisofbeldi fjölgað um allan heim. Samkvæmt ríkislög- reglustjóra hefur útköllum vegna heimilisofbeldis hér á landi fjölgað um 10%. Snemma var varað við þess- ari ógn og fjölmiðlar hafa sinnt upplýsingagjöf. Tvö nýleg dauðsföll eru mögulega tengd heimilisofbeldi. En þrátt fyrir að það séu um tuttugu og fimm ár síðan Elísabet fór í Kvennathvarfið finnst henni umræðan ekki sérlega breytt. „Það sem helst hefur breyst síðan þá er að margar mjög merkilegar konur hafa stigið fram fyrir skjöldu og rætt þessi mál. En þetta hefur allt- af verið tabú. Heimilisofbeldi hefur alltaf verið sópað undir teppið sem einhvers konar einkamáli og talað um að það þurfi tvo til að dansa tangó, eins og það séu allir jafnvirkir þátttakendur í glæpnum, en ég bauð aldrei upp í þennan dans. Þetta elur á ranghugmyndum um að við séum sekar um að æsa við- komandi upp, stuða þá með því að haga okkur vitlaust eða segja eitthvað vitlaust. Enn er það síðan jafnmikill glæpur að segja frá opinber- lega eins og að fremja ofbeldið sjálft, því þá er verið að vega að heiðri einhvers. Þannig er mín saga í raun leyndarmál. Við sem samfélag þurfum að ræða að það er ekki tabú að leita sér aðstoðar eftir að verða fyrir heimilisofbeldi og það er ekki tabú að leita sér aðstoðar fyrir þá sem beita heimilisofbeldi,“ segir hún og bendir á að heimilisofbeldi sé alls konar: „Þetta geta verið börn að lemja foreldra sína, foreldrar að lemja börnin, karlar að lemja konur eða konur að lemja karla. Og ofbeldissam- band er ekkert bara kjafts- högg. Það er hægt að brjóta fólk alveg hræðilega niður án Ofbeldissamband er ekkert bara kjaftshögg Elísabet Ronaldsdóttir upplifði alvarlegt andlegt ofbeldi af hálfu sambýlismanns og leitaði að lokum eftir aðstoð hjá Kvennaathvarfinu, þar sem hún dvaldi vikum saman með tvo unga syni. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.