Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 27
Þóra er ævintýragjörn í eðli sínu enda hefur hún breytt hreysi í höll, rekið veitingastað í tjaldi og búið á Bahamaeyjum, svo fátt eitt sé nefnt. Aðspurð um hvað hún myndi aldrei borða svarar hún: „heiladingul, augu og eistu… og bara innmat al- mennt. Annars er ég fremur opin fyrir flestu. Nema skor- dýrum. Þó ég hafi meira að segja borðað beltisdýr.“ Matarblæti Þóru eru einfalt, sykrað og heiðarlegt. „Köku- deig og -krem. Svo virðist sem bakaraofnar séu algjört aukaatriði í mínu lífi. Ég lagaði meira að segja marengs um daginn og át deigið – segir maður deig? Það var sóttkví og ég átti engin sætindi. Smá- kökudeig er líka stórkostlegt. Ég veit ekki hvort þetta er vandamál en þetta þykir stór- furðulegt á sumum bæjum. Mér finnst þetta eðlilegt og ég geri alltaf aukadeig fyrir mig. Svona smá alla vega.“ Er satt að þú stefnir á að keppa í fitness? „Það var planið. Mig grunar samt að matarást mín hafi töluvert hamlandi áhrif á frammistöðu mína en það er gott að hafa plan í lífinu og stórar áskoranir. Þegar ég ákvað að byrja loksins að stunda líkamsrækt af alvöru var eins gott að setja mark- miðið hátt þannig að fitness varð fyrir valinu, enda veit ég fátt fallegra en vel mótaðan og vöðvamikinn líkama. Ég væri alveg til í að keppa – þó það væri bara öldungamót í litlu héraði í Wales. Skiptir ekki öllu en myndin af mér í bikiníinu með brúnkukremið færi innrömmuð upp á vegg.“ En getur Þóra lagt smjör- kreminu og tekið upp græn- kálið? „Ég hef reynt en hef tak- markaðan sjálfsaga í mat- aræði. Ég er samt búin að taka töflufundinn með einkakokk- inum og það er búið að setja saman matseðil samkvæmt fyrirmælum einkaþjálfarans. Þannig að þegar sá gállinn er á mér þá gæti ég tekið mataræð- ið alla leið og það yrði algjör veisla.“ Þú stýrir stærsta matarvef landsins en hefur sagt að þú sért enginn spes kokkur. Hvernig gengur það? „Það gengur bara stórkost- lega enda elska ég mat og að borða hann. Segja frá honum og öllu sem honum tengist. Ég hef átt og rekið veitinga- staði og flestir af bestu vinum mínum eru kokkar. Svo bý ég svo vel að þurfa aldrei að elda heima hjá mér. Ég geri hins vegar frábærar pítsur og yfir- liðsvaldandi bearnaisesósu. Ég masteraði þetta tvennt og hef haldið mig við það. Það má því segja að ég sé með mjög mikla sérhæfingu í matar- gerð. Nánast eins og skurð- læknir sem sérhæfir sig í að- gerðum á ökkla.“ n Brúnkukrem og smjörkrem Matseðill Þóru Morgunmatur Ég bý við þann mikla munað að vera gift matreiðslumanni sem elskar að elda. Ég er því vakin með ferskum grænmetissafa sem ég drekk meðan verið er að laga kaffið. Við erum að tala um pressukönnukaffi með 36% rjóma sem búið er að hrista nokkuð duglega. Bollinn hitaður upp – allt útpælt. Með þessu borða ég ristaða súrdeigsbrauð- sneið sem er löðrandi í smjöri og umami-salti. Hádegi Salat eða súpa. Eitthvað létt. Kvöldmatur Kvöldmat borðum við fjölskyldan alltaf saman og þar erum við í fremur einföldum fjölskyldumat sem allir í fjölskyldunni geta borðað. Pítur eru í miklu uppá- haldi þessa dagana en að öðru leyti erum við fremur hefðbundin þegar kemur að þessu. Ég held að þessi uppskrif t komi upphaflega frá vini mínum Sigurði Gíslasyni sem vill svo skemmtilega til að er kokkur. Hér erum við með kolagrillað lamb sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta indverska tvist er skemmtilegt. Kolagrillað lambainnralæri með indversku kryddi og fylltu naanbrauði 800 g lambainnralæri 3 smásaxaðir laukar 3 smásaxaðir hvítlauksgeirar ½ smásaxaður rauður chili 2 msk. smásaxað ferskt engifer 100 ml kókosolía 1 tsk. masalakrydd 1 tsk. malað broddkúmen (cumin) ½ tsk. cayennepipar 2 tsk. salt 1 tsk. svartur pipar Svitaðu lauk, hvítlauk, engifer og chili í kókosolíu á pönnu í 5 mín. Bættu öllu kryddinu út í, eldaðu í 2 mín. og kældu. Skerðu u.þ.b. 1 cm rifur á 10 stöðum í innralærisvöðvanum, nuddaðu kryddblöndunni duglega í sárin og láttu liggja í 30-60 mín. Grillaðu lambið í u.þ.b. 20 mín. í heildina. Snúðu á um 2-3 mínútna fresti og gættu þess að hafa ekki of mikinn hita. Eftir grillun er mikilvægt að láta kjötið hvíla í 5 mínútur áður en það er skorið. Naanbrauð, fyllt með þurrkuðum ávöxtum og hnetum 3 bollar hveiti 1 bolli volgt vatn 2 tsk. ger 1 tsk. sykur 1 tsk. salt 1 bolli hreint jógúrt eða sýrður rjómi Blandaðu vatni, geri, salti og sykri saman. Settu því næst jógúrt út í og hrærðu saman. Að síðustu er hveit- inu blandað saman við og deigið hnoðað. Skiptu deiginu í 4 parta, hnoðaðu kúlur og láttu hefast í hálf- tíma. Flettu deigið þunnt út. Fylling 150 g smásaxaðir þurrkaðir ávextir 30 g kókosflögur 50 g saxaðar pistasíuhnetur 50 g kasjúhnetur Kókosolía Flettu naandeigið út, settu fyllinguna ofan á og brjóttu deigið yfir. Rúllaðu aðeins yfir með kökukefli. Verði ykkur að góðu! Þóra Sigurðar- dóttir, ritstjóri Matarvefs Mbl. is og gleði- bomba, gerir allt með stæl. Hvort sem það er lambalæri eða fagurmót- aður líkami. Þóra ætlar að keppa í fitness áður en hún deyr, þá mun smjörkremið víkja fyrir brúnkukremi. MYND/AÐSEND . MYND/AÐSEND Þorbjörg Marínósdóttir tobba@dv.is MATUR 27DV 8. MAÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.