Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11DV 8. MAÍ 2020 þess nokkurn tíma að snerta það.“ Skórnir læstir inni Hún segist fyrst og fremst hafa verið beitt andlegu of- beldi og hún hafi aldrei kært það, aldrei einu sinni dottið það í hug. „Mér fannst ofbeldið aldr- ei vera nógu alvarlegt. Það er einmitt mjög algengt að þolendur talið ofbeldið niður. Andlegt ofbeldi er svakalega lúmskt, það getur tekið smá- tíma fyrir geranda að koma þér á ákveðinn stað, en þegar þangað er komið er auðvelt að halda þér þar. Það eru líka uppi miklar ranghugmyndir um andlegt ofbeldi, eins og fólk eigi bara að svara á móti og rífa sig upp úr þessu.“ Elísabet á fjögur börn og þau elstu, tveir drengir, voru tveggja og tólf ára þegar hún fór með þá í Kvennaathvarfið. Fyrir þetta viðtal lét hún öll börnin sín vita og segir þau sátt við að mamma sín deili þessari reynslu opinberlega. „Fyrir tuttugu og fimm árum gekk ég á vegg í mínu ofbeldissambandi og það end- aði með því að amma mín, sem ég er skírð í höfuðið á, kom og sótti mig og börnin og fór með okkur í Kvennaathvarfið. Ég var þarna með ofboðs- lega áfallastreituröskun sem hafði ekki verið meðhöndluð og margt á þessum árum hreinlega í móðu út af henni. Þegar amma kom og sótti okkur var búið að læsa alla skó inni því ég mátti ekki fara neitt út. Við vorum í um tvo mánuði í Kvennaathvarfinu. Það var haldið rosalega vel utan um mig og börnin. Ég var í miklu uppnámi þegar ég kom þangað en náði fljótt að verða róleg. Ég man síðan að sama kvöld og við komum kíkti ég út um gluggann og sá hann þá í bíl fyrir utan. Ég fékk þá svaka- legt hræðslukast, í raun áfall.“ Hún virðist pollróleg þegar hún segir mér frá þessu en ég sé að hún er farin að gera eitt- hvað til hliðar við tölvuskjáinn og segir síðan: „Fyrirgefðu. Ég er bara aðeins að vinna. Það hjálpar mér að slaka á.“ Einstök orka í Kvennaathvarfinu Kvennaathvarfið var á þessum tíma á Öldugötu, en almennt er ekki gefið upp hvar það er til húsa og er það á öðrum stað í dag. „Þetta var mjög þægilegt samfélag og það var alltaf rólegt. Þarna voru auðvitað bara konur, sumar af erlend- um uppruna, og flestar með börn. Þarna vorum við allar í sátt og samlyndi, elduðum saman, svæfðum börnin okk- ar. Þarna myndaðist einhver einstök orka, ég kynntist fullt af flottum konum og ég á enn vinkonur sem ég eignaðist þarna.“ Hún segir synina líka hafa notið sín þarna. „Fyrir utan var körfuboltaspjald og alls konar fleira spennandi fyrir börn. Sá yngri var auðvitað svo lítill, en ég talaði bara um hlutina eins og þeir voru við þann eldri. Hann segist bara eiga góðar minningar úr athvarfinu. Honum fannst spennandi að fá að horfa á Stöð 2, sofa í koju og síðan fékk hann gefins Juventus fótboltatreyju með mynd af Þú ert veik, já, en þú ert veik af ofbeldi. Elísabet segir að heimilið eigi að vera friðhelgur staður og það sé áfall fyrir alla að búa á heimili þar sem það sé ekki virt, sérstaklega fyrir börn. MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.