Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 26
26 MATUR 8. MAÍ 2020 DV Una í eldhúsinu Kjúklingasalat með sumarlegum blæ Hérna er uppskrift að einstaklega góðu og sumarlegu salati sem ein- falt er að skella í eftir vinnu fyrir vinina, nú eða fjölskylduna alla, fullorðna jafnt sem börn. Með hækkandi sól og betra veðri er til- valið að skella kjúklingi á grillið og fá hið einstaka grillbragð, blandað saman við ferskt salat. 1 pakki kjúklingalundir 1 krukka af Stonewall kitchen sósunni Coconut Curry Simmer- ing Sauce Góð salatblanda ½ agúrka 2-3 tómatar Handfylli af kasjúhnetum ½ granatepli – innvolsið Nokkrir hvítlauks-brauðteningar – keyptir tilbúnir Parmesan-ostur til að strá yfir salatið í lokin Byrjið á að marínera lundirnar í Coconut Curry sósunni í að lág- marki 1 klst. Setjið lundirnar á grillið og eldið vel í gegn. Skerið niður tómatana og gúrkuna, takið innvolsið úr eplinu og saxið niður hneturnar. Blandið saman við salatið. Þegar kjúklingalundirnar eru til- búnar eru þær lagðar yfir salatið og svo er toppurinn að strá smá par- mesan-osti yfir og brauðteningum. Bruschetta Bruschetta er einfaldur og góður forréttur til að bera fram og mér þykir hann einstaklega sumar- legur. Frábært meðan beðið er eftir aðalréttinum á sólríkum degi. 1 snittubrauð skorið í þunnar sneiðar 3 hvítlauksrif 1 askja piccolo tómatar 1 poki mozzarella-perlur ½ búnt fersk basilíka Ólífuolía Parmesan-ostur Skerið snittubrauð niður í þunnar sneiðar og raðið í eldfast mót. Setjið góða ólífuolíu yfir sneið- arnar með skeið, sirka ½ tsk. og pressið hvítlauksrifin og setjið yfir sneiðarnar. Setjið í ofninn á 200 gráður í um 5-7 mínútur. Sneiðið tómatana og mozzarella- ostinn niður og leggið á hverja sneið að vild. Setjið sneiðarnar aftur í ofninn í um 4-5 mínútur. Takið úr ofninum og stráið parme- san-osti yfir ásamt ferskri basilíku. Granateplakaka Þessi ferska og góða kaka er mjög einföld og tilvalin sem eftirréttur þegar maður þarf að grípa í eitt- hvað fljótlegt og gott. Kakan inni- heldur aðeins 4 hráefni og slær alltaf í gegn. 5 Jonagold-epli 1 peli rjómi 1 pakki Lu-kanilkex 1-2 granatepli Byrjið á því að mylja Lu-kanilkex niður í form. Afhýðið eplin og rífið þau niður með rifjárni og leggið yfir kexmylsnuna. Þeytið rjóma og smyrjið yfir eplin. Hreinsið granateplakjarnana ( rauðu berin) úr kjarna granateplanna og stráið þeim yfir rjómann. Geymið í kæli yfir nótt eða í hið minnsta 4-5 klukkustundir til að kexið nái að blotna vel. Með hækkandi sól er tilvalið að eyða minni tíma í eldhúsinu og meiri tíma í að njóta. Hér koma skotheldar hugmyndir frá Unu Guðmundsdóttur, matgæðingi DV. MYNDIR/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.