Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Blaðsíða 34
LINDA PÉTURSDÓTTIR
Árið 1988 var Linda Péturs
kjörin ungfrú Austurland,
ungfrú Ísland og að lokum
ungfrú heimur. Eftir að Linda
setti kórónuna upp í hillu sneri
hún sér að heilsugeiranum og
stofnaði líkamsræktarstöð fyrir
konur undir nafninu Baðhúsið.
Seinna meir stækkaði hún
veldið ásamt Sævari bróður
sínum og við bættust Þrekhúsið
og Sporthúsið. Haustið 2018
tók Linda við stjórn Miss World
á Íslandi. Í dag starfar hún sem
lífsstíls- og megrunarráðgjafi á
lindape.com þar sem hún selur
einnig fatnað og silkigrímur
sem hún hannar.
BRYNDÍS SCHRAM
Bryndís Schram var kjörin fegurðardrottning
Íslands árið 1957. Þá var hún aðeins nítján ára
gömul og stundaði nám við Menntaskólann í
Reykjavík. Síðan þá hefur Bryndís Schram
verið umsjónarkona Stundarinnar okkar,
leikkona og iðin í leikhúsgagnrýni.
HRAFNHILDUR HAFSTEINSDÓTTIR
Hrafnhildur Hafsteins var nítján
ára þegar hún var valin ungfrú
Ísland árið 1995. Hrafnhildur er
hæfileikarík og hefur unnið hin
ýmsu störf svo sem verið fram-
kvæmdastjóri Félags kvenna í
atvinnulífinu (FKA) í þrjú ár. Í
dag er hún markaðs- og gæða-
stjóri hjá Hjallastefnunni. Hrafn-
hildur er gift tónlistarmanninum
Bubba Morthens og saman eiga
þau alls sex börn.
ÞESSAR KEPPTU LÍKA
Magnaðar og metnaðarfullar konur sem
þú vissir ekki að kepptu í Ungfrú Ísland:
Sigríður Margrét Oddsdóttir,
fyrrverandi forstjóri SkjásEins, já
og nú framkvæmdastjóri Lyfju.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir,
ritstjóri Stundarinnar.
Andrea Róbertsdóttir,
athafnakona og femínisti.
Alexía Björg Jóhannesdóttir,
leikkona.
Bryndís Ásmundsdóttir,
leik- og söngkona.
Fegurðardrottningar
sem leituðu á önnur mið
Margar íslenskar fegurðardrottn-
ingar hafa kosið að vera áfram í
sviðsljósinu og notað keppnirnar
sem stökkpall á annan vettvang.
F yrsta fegurðarsamkeppnin var haldin á íslandi árið 1950 þegar
myndhöggvarinn Kolbrún
Jónsdóttir var valin ungfrú
Ísland. Stúlkan sem er valin
fegurst hverju sinni fer og
keppir í keppnum erlendis,
eins og Ungfrú heimi og Ung
frú alheimi.
Hér má líta nokkrar fegurð
ar drottningar sem hafa verið
áberandi í íslensku þjóðfélagi
fyrir meira en aðeins fegurð
ina. n
MYND/AÐ
SEN
D
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
SKJÁSKOT/TÍMARIT.IS SKJÁSKOT/TÍMARIT.IS
SKJÁSKOT/TÍMARIT.IS
34 STJÖRNUFRÉTTIR 8. MAÍ 2020 DV