Íþróttablaðið - 01.03.1948, Page 36

Íþróttablaðið - 01.03.1948, Page 36
26 ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ lllurk: Sundmót Hið árlega sundmót Glímufélagsins Ármanns fór fram i Sundhöll Reykja- vikur 12. nóv. 1947. Þetta er fyrsta mót- ið, sem Monte Carlo fararnir tóku þátt i eftir heimkomuna og settu þeir að sjálfsögðu sinn svip á mótið, m. a. með þvi að setja 3 af þeim 4 íslandsmetum, sem sett voru á mótinu. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. bringusund karla: 1. Sigurður Jónsson, KR, 1:17,2 mín. (nýtt met); 2. Ari Guðmundsson, Æ, 1:20,2 mín.; 3. Ingvar Jónass., Æ, 1:24,1 inin. (Ingvar synti í öðrum riðli). Ari var á undan fyrri helming leið- arinnar, en eftir það tók Sigurður að sér forustuna og sigraði örugglega á nýju íslandsmeti. Fyrra metið var 1:17,7. mín.,. sett af Sigurði Þingeying i keppni við Per Olof Olsson, fyrr á ár- inu. Þingeyingurinn tók ekki þátt i þessu sundi og urðu það mörgum von- brigði. 50 m. baksund drengja: 1. Theodór Diðriksson, Á, 38,4 sek.; 2. Helgi Jakobsson, ÍR, 42,3 sek. 3. Haukur Magnússon, KR, 45,8 sek. Tími Theodórs er mjög góður. Sigurður Jónsson, K.R. r Armanns 50 m. skriðsund kvenna: 1. Kolbrún Ólafsdóttir, Á, 34,8 sek. (nýtt met); 2. Sólrún Ingadóttir, ÍR 39,6 sek. Fleiri kepptu ekki. Loks var slegið met í kvennaskriðsundi, en það hefir ekki gerzt í 9 ár. Fyrra metið var 35,7 sek. sett af Minnie Ólafs- dóttur, Æ, 1938. Kolbrún er mjög efni- leg sundkona og ætti nú að leggja sér- staka rækt við 50 - 200 m. skriðsund, þó ekki væri nema til þess að hrifa aðrar með sér, því þátttakan er alltof lítil. 100 m. baksund karla: 1. Guðm. Ingólfsson, ÍR, 1:18,7 mín.; 2. Ólafur Guðmundsson, ÍR, 1:21,0 mín.; 3. Halldór Bachmann, Æ, 1:25,2 mín. Þetta er bezti tími, sem Guðm. hefir náð og skortir liann nú aðeins 2,5 sek. upp á metið. Vafalaust „hjálpar" Ólaf- ur honum eitthvað við mettilraunina, enda hafa þeir verið mjög jafnir á 50 og 100 m. baksundi upp á síðkastið. 50 m. bringusund (mettilraun): 1. Sig. Jónsson, HSÞ, 33,7 sek. (nýtt met) 2. Sigurður Jónsson, KR, 33,8 sek. Öllum á óvart var skotið inn í mótið mettilraun í 50 m. bringusundi, og þótt keppni nafnanna og met þeirra hafi út Kolbrún Ólafsdóttir, Á. af fyrir sig verið ánægjuleg, fæ ég ekki betur séð en svona keppnisfyrirkomu- lag samrýmist hvorki isl. né alþjóða- sundreglum. Þó er eins og þetta sé farið að komast upp í vana, því fá mót hafa verið haldin án „mettilraunar“ í 50 m. bringusundi, en nú er mér spurn: Hvað er þvi til fyrirstöðu að hægt sé að auglýsa opinbera keppni í þessu sundi sem öðrum sundum og prenta það i leik- skrána? — Keppni nafnanna var hörð og svo tví- sýn að vart mátti á milli sjá, enda var tímamunur aðeins 1/10 sek. Báðir syntu vel undir fyrra metinu, 34,3 sek., sem Hörður Jóhannesson, Á, setti 1948. Sig. KR-ingur var nýbúinn að synda 100 metrana og mun það vafalaust hafa haft áhrif á snerpu lians. 100 m. bringusund drengja: 1. Kristján Þórisson, Reykd. 1:25,1 mín.; 2. Þorkell Pálsson, Æ, 1:33,3 mín.; 3. Guðjón Þórarinsson, Á, 1:34,8 mín.; Kristján bar mjög af og náði ágætum tíma. 100 m. bringusund kvenna: 1. Þórdís Árnadóttir, Á, 1:36,2 mín.; 2. Lilja Auðunsdóttir, Á, 1:38,5 mín; 3. Kolbrún Ólafsdóttir, Á, 1:45,3 mín. Þetta er bezti tími, sem Þórdís og Lilja hafa náð, en allar eru stúlkur þess- ar í greinilegri framför. Methafinn, Anna Ólafsdóttir, keppti ekki en met hennar er 1:32,7 mín. Sigurður Jónsson, HSÞ.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.