Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1948, Qupperneq 36

Íþróttablaðið - 01.03.1948, Qupperneq 36
26 ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ lllurk: Sundmót Hið árlega sundmót Glímufélagsins Ármanns fór fram i Sundhöll Reykja- vikur 12. nóv. 1947. Þetta er fyrsta mót- ið, sem Monte Carlo fararnir tóku þátt i eftir heimkomuna og settu þeir að sjálfsögðu sinn svip á mótið, m. a. með þvi að setja 3 af þeim 4 íslandsmetum, sem sett voru á mótinu. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. bringusund karla: 1. Sigurður Jónsson, KR, 1:17,2 mín. (nýtt met); 2. Ari Guðmundsson, Æ, 1:20,2 mín.; 3. Ingvar Jónass., Æ, 1:24,1 inin. (Ingvar synti í öðrum riðli). Ari var á undan fyrri helming leið- arinnar, en eftir það tók Sigurður að sér forustuna og sigraði örugglega á nýju íslandsmeti. Fyrra metið var 1:17,7. mín.,. sett af Sigurði Þingeying i keppni við Per Olof Olsson, fyrr á ár- inu. Þingeyingurinn tók ekki þátt i þessu sundi og urðu það mörgum von- brigði. 50 m. baksund drengja: 1. Theodór Diðriksson, Á, 38,4 sek.; 2. Helgi Jakobsson, ÍR, 42,3 sek. 3. Haukur Magnússon, KR, 45,8 sek. Tími Theodórs er mjög góður. Sigurður Jónsson, K.R. r Armanns 50 m. skriðsund kvenna: 1. Kolbrún Ólafsdóttir, Á, 34,8 sek. (nýtt met); 2. Sólrún Ingadóttir, ÍR 39,6 sek. Fleiri kepptu ekki. Loks var slegið met í kvennaskriðsundi, en það hefir ekki gerzt í 9 ár. Fyrra metið var 35,7 sek. sett af Minnie Ólafs- dóttur, Æ, 1938. Kolbrún er mjög efni- leg sundkona og ætti nú að leggja sér- staka rækt við 50 - 200 m. skriðsund, þó ekki væri nema til þess að hrifa aðrar með sér, því þátttakan er alltof lítil. 100 m. baksund karla: 1. Guðm. Ingólfsson, ÍR, 1:18,7 mín.; 2. Ólafur Guðmundsson, ÍR, 1:21,0 mín.; 3. Halldór Bachmann, Æ, 1:25,2 mín. Þetta er bezti tími, sem Guðm. hefir náð og skortir liann nú aðeins 2,5 sek. upp á metið. Vafalaust „hjálpar" Ólaf- ur honum eitthvað við mettilraunina, enda hafa þeir verið mjög jafnir á 50 og 100 m. baksundi upp á síðkastið. 50 m. bringusund (mettilraun): 1. Sig. Jónsson, HSÞ, 33,7 sek. (nýtt met) 2. Sigurður Jónsson, KR, 33,8 sek. Öllum á óvart var skotið inn í mótið mettilraun í 50 m. bringusundi, og þótt keppni nafnanna og met þeirra hafi út Kolbrún Ólafsdóttir, Á. af fyrir sig verið ánægjuleg, fæ ég ekki betur séð en svona keppnisfyrirkomu- lag samrýmist hvorki isl. né alþjóða- sundreglum. Þó er eins og þetta sé farið að komast upp í vana, því fá mót hafa verið haldin án „mettilraunar“ í 50 m. bringusundi, en nú er mér spurn: Hvað er þvi til fyrirstöðu að hægt sé að auglýsa opinbera keppni í þessu sundi sem öðrum sundum og prenta það i leik- skrána? — Keppni nafnanna var hörð og svo tví- sýn að vart mátti á milli sjá, enda var tímamunur aðeins 1/10 sek. Báðir syntu vel undir fyrra metinu, 34,3 sek., sem Hörður Jóhannesson, Á, setti 1948. Sig. KR-ingur var nýbúinn að synda 100 metrana og mun það vafalaust hafa haft áhrif á snerpu lians. 100 m. bringusund drengja: 1. Kristján Þórisson, Reykd. 1:25,1 mín.; 2. Þorkell Pálsson, Æ, 1:33,3 mín.; 3. Guðjón Þórarinsson, Á, 1:34,8 mín.; Kristján bar mjög af og náði ágætum tíma. 100 m. bringusund kvenna: 1. Þórdís Árnadóttir, Á, 1:36,2 mín.; 2. Lilja Auðunsdóttir, Á, 1:38,5 mín; 3. Kolbrún Ólafsdóttir, Á, 1:45,3 mín. Þetta er bezti tími, sem Þórdís og Lilja hafa náð, en allar eru stúlkur þess- ar í greinilegri framför. Methafinn, Anna Ólafsdóttir, keppti ekki en met hennar er 1:32,7 mín. Sigurður Jónsson, HSÞ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.