Íþróttablaðið - 01.12.1969, Page 3
Reynir í stórsvigsbraut. Myndin er tekin í Grenoble.
rískur þjálfari kom líka hing-
að. en lítið gagn \ar að honum,
því enginn skildi, hvað hann
sagði. Það er ekki nóg, að hafa
skíðakennara fyrir byrjendurna,
heldur þarf líka að hugsa um þá,
sem lengra eru komnir.
— Hafið þið nóg af kennur-
um fyrir byrjendur?
— Já, við þessir eldri höfurn
flestir réttindi. „Leiðbeinandi"
er það víst kallað. Við gæturn
haft nóg að gera, meðan skóla-
nemendurnir dveljast í Skíða-
munanna. Skíðasambandið er að
\ísu til, en við hérna höfum af-
skaplega lítið af því að segja, það
gerir ekkert í þessu máli. Ann-
ars eru skíðamenn á Akureyri
mjög samheldnir og við stjórn-
um og skipuleggjum okkar mál
sjálfir, en getum þó ekki staðið
í neinum stórframkvæmdum
vegna fjárskorts.
— Hvað viltu segja um að-
stöðu akureyrskra skíðamanna til
æfinga?
— Hún er vafalaust sti bezta
á landinu, að minnsta kosti fyr-
ir alpagreinar, en þó vantar vm-
islegt. sem mætti fá fyrir pen-
inga. Það sem þó er allra verst,
er þjálfaraskorturinn. Það eru
alls engir þjálfarar til! Hér eru
allir á skíðurn og unglingarnir
ná góðurn árangri fljótt. en
staðna svo um 17—18 ára, því
enginn er til að þjálfa þá. Eg
get ekki sagt, að við höfum not-
ið nokkurrar þjálfunar, nema
meðan Magnús Guðmundsson
var hjá okkur um tíma. Austur-
íþróttablaðið
59