Íþróttablaðið - 01.12.1969, Page 14

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Page 14
og starfsfólk fara í skrúðgöngu inn á leikvanginn, sem verður í 'hátíðarbúningi. Erlendir skíðamenn — Þú minntist á það, að eng- ir erlendir skautamenn yrðu þátttakendur, en er von á er- lendum skíðamönnum? — Skíðaíþróttir, sem fram fara í Hlíðarfjalli, verða stór hluti á hátíðinni. Keppt verður í alpa- og norrænum greinum, í karla-, kvenna- og unglinga- flokkum. Þá munu koma 5—6 keppendur í þessum greinum frá Noregi, Svíþjóð og Finn- landi. Skíðaráð Akureyrar sér um þessa hlið hátíðarinnar. Sögusýning — Það verður efnt til sögu- sýningar? — Sögusýning, þar sem sýnd- ir verða munír, skíði, skautar o. fl. frá gömlum tíma verður opin meðan á hátíðinni stend- ur, og mun fyrir hátíðina verða gefið út rit, sem greinir frá í stórum dráttum sögu vetrar- íþrótta á íslandi. Utgáfu ritsins og sögusýningu hefur Haraldur Sigurðsson, bankagjaldkeri, for- göngu um. Ég vil nota tækifærið til að hvetja alia þá, sem hafa undir höndum gamla muni, sem til- heyra skíða- og skautaíþróttinni, að hafa samband við okkur. Skrifstofa Vetraríþróttahá- tíðarnefndar er í Hafnarstræti 100, Akureyri - Sími 12722 - Pósthólf 128 og 546. Skrifstof- an verður opin alla virka daga milli kl. 5 og 7. Gestir eiga margra kosta völ — Nú má búast við mörgum gestum. Verður gert eitthvað sérstakt fyrir þá? Hagsýnír vetja Skoda Shoda er sparneytínn Skoda eródýr Benzíneyðsla; 7 l.á 100 km. Verð: tæpar kr. 212.000.oo tæpar kr. 142.000.oo til öryrkja TÉKKNESKA BIFREIÐAU M BOÐIÐ Á ÍSLANDI H.E 70 ÍÞRÓTTABLABIÐ

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.