Íþróttablaðið - 01.12.1969, Síða 15
— Hátíðargestir eiga kost á
margvíslegri skemmtan, alla
daga vetrarhátíðarinnar.
Skíðaferðir í Hlíðarfjall,
skautaiðkun. Efnt verður til
keppni og ferðalaga fyrir gesti.
Samkomur og mót verða í
kvöldskrá. Skákmót, bridgemót,
leiksýningar, kabarett, dansleik-
ir fyrir unglinga og fuliorðna,
kvikmyndasýningar o. m. fl.
Yfirumsjón með þessum lið há-
tíðahaldanna hafa þeir Ólafur
Stefánsson og Þórarinn B. Jóns-
son.
Yfir hátíðina verður gefið út
dagblað, sem inniheldur m. a.
viðtöl við tvo forystumenn
íþróttamála o. fl. fréttir af há-
tíðinni og úrslit móta. Harald-
ur M. Sigurðsson íþróttakenn-
ari og Svavar Ottesen prentari
hafa þar útgáfustjórn á hendi.
Paradís skíðamanna
Eftir að hafa veitt þessar upp-
lýsingar, bauð Jens fréttamanni
fþróttablaðsins að skoða sig um
í Hlíðarfjalli, þar sem aðalhluti
hátíðarinnar fer fram. Snjórinn
er óvenju snemma á ferð á
Norðurlandi í ár — og akur-
eyrskt skíðafólk notfærir sér
það. Veður er fagurt og stillt.
Og það er unun að horfa á
gamla og unga bruna niður
brekkumar. Þegar niður er
komið, flytur skíðalyftan skíða-
fólkið jafnóðum upp. Steinsnar
frá er Skíðahótelið, reisuleg
bygging og snyrtileg. Öðru
hverju er gott að bregða sér
þangað inn og fá sér heitan
kaffibolla. — Hlíðarfjall hefur
oft verið nefnt Paradís íslenzkra
skíðamanna. Það eru orð að
sönnu. Og íslenzkt skíðafólk
bíður -eftirvæntingarfullt eftir
vetraríþróttahátíðinni, sem þar
verður haldin í febrúar og marz.
f
ÍÞRÓTTAMENN!
Mótorinn missir kraft og endist skemur, fái hann ekki
rétt eldsneyti og olíur — Það gerið ÞIÐ líka.
Auk orkuefna, er gnægð vítamína og steinefna ykkur NAUÐSYN.
Kynnið ykkur álit og reynslu heimskunnra íþróttamanna.
Gangið sjálfir úr skugga um það.
Gerið tilraun og hlaðið ykkur af vítamínum, en kastið fjandans
sígarettunni, sem veldur þreytu og dregur úr þreki og þoli.
EKKERT HÁLFKÁK.
Reynið tvöfaldan skammt POLLITABS í mánaðartíma,
og síðan normalskammt daglega, auk vítamína — og
ÞJÁLFIÐ.
Þið finnið mun á fyrsta mánuði.
E L M A R O
Fyrsta sérverzlun landsins í innflutningi hollustuefna.
Sími 23444 — Reykjavík
Sendum um allt land.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
71