Íþróttablaðið - 01.12.1969, Page 21

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Page 21
til að hreyfa sig. íþróttakennar- arnir eru sarna sinnis. Þeir leið- beina fólki um iðkun íþróttanna. Aukin menntun þeirra gerir þá hæfari til að gegna starfi sínu og á að tryggja betur en áður að íþróttir verði alltaf iðkaðar af þekkingu og skynsemi og á það jafnt við um íþróttir afreks- mannsins og þeirra manna, sem ekki iðka íþróttir með keppni fyrir augum. Hverjar telur þú helztu breyt- ingarnar, sem gera þarf á skól- anum? í stuttu máli sagt, þarf að lengja skólann og gera hann að tveggja ára skóla. Þá verður hægt að stórauka kennslu í þeim náms- greinum, sem þegar eru kennd- ar og taka upp kennslu í nýj- Þórir Þorgeirsson um greinum. — Valgreínakerfí þarf að taka upp, en þá velja nemendur sér eina íþróttagrein, sem þeir leggja sérstaka rækt við og öðlast rneiri þekkingu í en almennt er tilskilið. — Kennara- liðið þarf að auka, en stefnt verð- ur að því að hver kennari við skólann sérhæfi sig í kennslu ákveðinna námsgreina. Hefur slík breyting ekki í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóð? Að sjálfsögðu, en tæplega ættu þau að geta haft nokkra úrslita- þýðingu fyrir þennan skóla. Kostnaðurinn verður ekki eins mikill og menn álíta í fljótu bragði, vegna þess að fyrirhugað er að taka upp sérstaka hagræð- ingu við íþróttanámið í ríkis- Stúlkurnar í leikfimi. IÞROTTABLAÐIÐ 77

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.