Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 8
verið þar i bæ. Á þeim stað þar sem
grasvöllurinn er nú, byggðu íþrótta-
menn á Akranesi fyrst malarvöll, sem
tekinn var í notkun árið 1935 en árið
1958, var hann tyrfður og mun það
vera í fyrsta skipti hér á landi, sem
slík aðferð var notuð við grasvallar-
gerð. Nú er unnið að gerð hlaupabrauta
og annarra mannvirkja fyrir frjáls-
íþróttafólk við völlinn, þar sem þar á
að halda Landsmót UMFÍ á næsta ári.
— En átak íþróttáfólks á Akranesi við
vallargerð í sjálfböðavinnu, er ekki Það
eina sem eftir það liggur I íþróttamann-
virkjagerð í bænum. Árið 1944 hóf Það
framkvæmdir við byggingu íþróttahúss,
sem á þeim tíma var hið stærsta í land-
inu. Nákvæmlega 5 mánuðum eftir að
framkvæmdir hófust við húsið var það
tekið í notkun Allar götur síðan hefur
þetta hús verið í notkun og er enn í dag
eina íþróttahúsið í bænum og eins og gef-
ur að skilja þjónar Það ekki lengur til-
gangi sínum, þar sem það er orðið alltof
lítið og ásetið enda hefur íbúafjöldinn
á Akranesi margfaldast síðan það var
reist, svo og eru allar aðrar kröfur gerð-
ar i dag varðandi slíkar byggingar. Nú
er í smíðum glæsilegt íþróttahús, sem
væntanlega verður tekið í notkun eftir
tvö til þrjú ár, þar sem ekki verður
einungis séð fyrir þörfum íþróttafólks
við æfingar, heldur er húsinu ætlað að
leysa félagsiega aðstöðu íþróttafélag-
anna.
Fyrstu samskipti íþróttafólks frá Akra
nesi við aðra bæi munu hafa verið í
knattspyrnu, Þar sem árið 1935 léku
Akurnesingar við Víking i Reykjavík í
1. og 3. flokki en töpuðu báðum leikj-
unum. Þetta voru fyrstu knattspyrnu-
leikir Akurnesinga í Reykjavik. Árið
1943 taka Akurnesingar í fyrsta skipti
þátt i landsmóti í knattspyrnu. en það
var í 1. fl., sem þá var úrsláttarkeppni,
þannig að það lið er tapaði tveim leikj-
um, varð úr leik. Akurnesingar töpuðu
báðum leikjum sínum fyrir KR og Fram
með eins marks mun. Síðan hafa Akur-
nesingar tekið þátt í íslandsmótum í
knattspyrnu og fyrst árið 1946 eru þeir
með í Islandsmóti meistaraflokks og það
ár tóku Akureyringar einnig þátt í mót-
inu í fyrsta sinn. Akurnesingar töpuðu
fyrir Val, KR og Fram, en gerðu jafn-
tefli við Víking og Akureyringa. Þess
má geta að þetta sama ár, 1946, tóku
Akurnesingar einnig þátt í landsmóti 2.
flokks og unnu þar sigur, en mótið var
'háð á Akranesi. Var þetta fyrsti Islands-
meistaratitillinn í knattspyrnu sem Ak-
urnesingar unnu og jafnframt fyrsta
Islandsmótið í knattspyrnu, sem þar
var haldið.
Með sigrinum í landsmóti 2. flokks ár-
ið 1946 var lagður grundvöllurinn að
þeim sigrum, sem unnust á árunum eft-
ir 1950 í meistaraflokki, þar sem strák-
arnir í 2. flokks liðinu frá 1946, þeir
Ríkharður, Dagbjartur, Þórður Þórðar-
son, Guðjón Finnbogason, Pétur Georgs-
son, Sveinn Teitsson o. fl. mynduðu
kjarna þess liðs.
ÍSLANDSBIKARINN
TIL AKRANESS
Árið 1951 var merkisár í sögu íþrótt-
anna á Akranesi og Þá sérstaklega knatt-
spyrnunnar, því þá unnu Akurnesing-
ar í fyrsta skipti íslandsmeistaratitilinn
i knattspyrnu og urðu fyrstir liða utan
Reykjavikur til þess. Ríkharður Jóns-
son, sem ungur lagði stund á knatt-
spyrnu á Akranesi, flutti til Reykjavík-
ur aðeins 16 ára gamall til náms og lék
með Fram, en flutti aftur heim haustið
1950. Tók hann við þjálfun liðsins. —
Var æft af kappi allan veturinn og í
fyrsta leik liðsins gegn KR, sem fram
fór á Melavellinum 12. júní 1951 var
ekki um að villast hver væri sterkasti
aðilinn, því staðan í hálfleik var 5—0 fyr-
ir Akranes. KR-ingum tókst að skora
tvö mörk í síðari hálfleik, þannig að
leiknum lauk með 5—2 sigri lA. Næst
kom jafnteflisleikur við Fram, síðan sig-
8