Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 17
Nú, það er Cuðjón sem dæmir... Eitthvað á þessa leið heyrðist oft sagt hér áður fyrr. Guðjón Einarsson var okkar fremsti knattspyrnudómari um langt árabil og dæmdi fleiri stórleiki en nokkur annar á tímabilinu 1926—1960, og hann er okkar fyrsti milliríkjadómari, viðurkenndur af F.I.F.A. alþjóða knatt- spyrnusambandinu. Iþróttablaðið hitti Guðjón að máli fyrir skömmu og bað hann að segja lesendum sitt af hverju frá liðnum dög- um, en auk þess að vera okkar fremsti dómari var Guðjón virkur þátttakandi í íþróttahreyfingunni, sat m.a. í fjölda ára í stjórn 1 S.I. og var varaforseti sam- bandalagsins um langt árabii. Guðjón Einarsson er Skaftfellingur að ætt en fluttist til Reykjavíkur aðeins 6 ára gamall. FYRSTA IÞRÓTTARAUNIN Ég hef líklega verið 8 eða 9 ára þeg- ar frændi minn fór með mig í Sund- laugarnar. Það var mikill dagur. Hann synti með mig yfir laugina, fram og til baka, en þegar við koraum upp úr laug- inni, lá við að ég færi að gráta, ekki kannski af hræðslu, en þetta var allt svo mikið fyrir mig, lítinn drenginn. En í þessu kemur til mín sá mæti maður, Páll Erlingsson sundkennari og segir: ,,Þú skalt koma aftur á morgun, vinur minn, og byrja að læra að synda". Þetta voru mín fyrstu kynni af íþróttum. Páll Erlingsson var einstakur maður, held- ur Guðjón áfram. Við drengirnir virt- um hann mikils. Það var stórkostlegur dagur þegar Páll sagði við okkur einu sinni að lokinni kennslustund. „Þegar þið komið heim, skuluð þið segja for- eldrum ykkar, að Þau séu hjartanlega velkdmin hingað í Sundlaugarnar á sunnudaginn kemur. Þá ætlum við að hafa sundsýningu". Þið getið rétt imynd- að ykkur hve mikla eftirvæntingu það skapaði hjá okkur að eiga i vændum að synda í fyrsta sinn með foreldra sína sem áhorfendur. GuSjón Einarsson aO heimili sínu er viS ræddum viS hann. Á KNATTSPYRNUVELLINUM Sem ungur drengur byrjaði Guðjón að æfa knattspyrnu í Víking og þykir hon- um greinilega vænt um það félag og minnist með hlýju fjölmargra vina og félaga úr röðum Víkinga. Hann þurfti þó, eins og títt var um stráka á þeim tíma, að fara úr bænum á vorin þegar skóiatímanum lauk og á sumrin var hann við ýmiskonar sveitastörf að Lax- nesi í Mosfellssveit hjá nafna sínum Guðjóni Helgasyni. Af þessum sökum ílengdist hann ekki á vellinum sem knattspyrnuiðkandi um skeið, en varð síðar keppandi i öllum aldurflokkum Víkings um árabil. Síðar gaf hann sig mun meir að dómarastörf- um og var eins og að framan greinir, sá dómari okkar, er dæmdi þýðingar- mestu og erfiðustu leikina um langt árabil. HVAÐA KNATTSPYRNULEIKI FANNST ÞÉR ERFIÐAST AÐ DÆMA? Ja, ég skal segja ykkur, að vandasöm- ustu leikirnir sem knattspyrnudómari dæmir, eru leikir yngri flokkanna. Þessi litlu skinn taka allt mjög alvarlega sem þeir eru að gera og þess vegna eru þeir svo viðkvæmir fyrir úrskurðum og dóm- um. Það er óskaplega þýðingarmikið að taka fullt tillit til þeirrar staðreyndar, því að mistök í þessum leikjum geta haft varanleg áhrif á hina ungu og óhörðn- uðu drengi. ERU EINHVERJIR SÉRSTAKIR LEIKIR MINNISSTÆÐIR? Það er nú af svo mörgu að taka, seg- ir Guðjón, en mér er minnisstæður lands- leikurinn Island — Svíþjóð 1951 á Mela- vellinum. Svíar höfðu orðið Olympíu- meistarar 1948 í London, svo að það voru engir smákarlar sem okkar strák- ar þurftu að etja kappi við. En það ó- trúlega skeði, Island vann 4:3. Ríkharð- ur Jónsson, sem þá var upp á sitt besta, gerði öll mörkin. Hann naut auðvitað góðrar aðstoðar meðspilara sinna, en þetta var stórkostlegur leikur og frábær frammistaða hjá Ríkharði. Þetta var Framhald á bls. 32 17

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.