Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 35
VIRKU ÍÞRÓTTAFÓLKI FJÖLGAÐI UM 12 ÞÚS. Iþróttaþingið var haldið.í húsakynnum Slysavarnarfélags Islands í Reykjavik, 7.—8 sept. s.l. og sóttu það 90 fulltrúar af 100 sem eiga rétt til þingsetu, auk nokkurra gesta. Þingforsetar voru kjörnir Úlfar Þórð- arson og Einar Sæmundsson en þingrit- arar Hannes Þ. Sigurðsson og Torfi Steinþórsson. 1 upphafi þings minntist forseti ISI Frimanns Helgasonar. Fór hann viður- kenningarorðum um mikið og gott fram- lag Frímanns til íþróttahreyfingarinn- ar, en hann var meðal þekktustu knatt- spyrnumanna landsins um langt árabil, sat í rnörg ár í stjórn ISÍ og var meðal þeirra fyrstu til að skrifa að staðaldri um íþróttir í dagblöð auk margra ann- arra ritstarfa er hann fékkst við. Þing- fulltrúar heiðruðu minningu Frímanns Helgasonar með því að rísa úr sætum. Gísli Halldórsson forseti Isl flutti ýt- ariega setningarræðu og rakti gang ýmissa mála frá síðasta íþróttaþingi. I ræðu hans kom m.a. fram eftirfar- andi: # Að á s.l. 2 árum hefði virkum iþrótta- iðkendum fjölgað um 12 þúsund og væru nú komnir yfir 50 þúsund. # Að þessa aukningu mætti einkum rekja til árangurs Trimmherferðar- innar undanfarin 3 ár og ötuls starfs íþróttahreyfingarinnar víðs vegar um landið. # Að unnið hefði verið þrotlaust að því að fá aukinn fjárstyrk opinberra aðiia til íþróttastarfsins. # Að menntamálaráðuneytið hefði sam- þykkt samkv. tillögu lSÍ, að skipa nefnd til að kanna fjárþörf og stöðu íþróttahreyfingarinnar í þjóðféiaginu. * Að eðlileg fjármögnun iþróttastarfsins gæti talist: 30% frá viðkomandi sveit- arfélagi, 30% frá ríkinu og 40% frá félagsmönnum sjálfum. * Að nú væri iokið að mestu stækkun Iþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og við ;það myndi stórum batna starfs- aðstaða sérsambandanna sem nú eru orðin 15 innan ÍSl. * Að i framtíðinni þyrfti að stækka Iþróttamiðstöðina enn meira, ekki síst vegna væntanlegrar tilkomu Grunnskóla Isl. * Að unnið hefði verið markvisst að íþróttaiðkun fyrir fatlaða. * Að margt benti til þess i þróun íþrótt- anna á alþjóðavettvangi, að hætt verði að tala um áhugamenn og atvinnu- menn i íþróttum, aðeins um íþrótta- menn. * Að leggja þyrfti áherslu á að ná til starfsfólks á vinnustöðum og í fyrir- tækjum til þess að auka enn á út- breiðslu íþróttanna. NÁMSEFNI GRUNNSKÓLA ÍSl Á þinginu var kynnt námsefni Grunn- skóla ÍSÍ, sem fræðslunefnd sambands- ins hefur unnið að útgáfu á s.l. 2 ár. Er þar um mikið verk að ræða um 300 bls. í tveimur bindum. Var héraðssambönd- unum og sérsamböndunum afhent ein- tak af Grunnskólanum, en hér er um fjölbreytt námsefni að ræða fyrir þá, sem ætia að taka að sér leiðtogastörf 'hjá íþróttahreyfingunni. annað hvort sem félagslegir eða íþróttalegir leiðbeinend- ur. Verið er nú að undirbúa kynningu námsefnisins meðal sambandsaðila og annara sem vilja færa sér það í nyt. I BOÐI BORGARSTJÓRNAR OG KSl Borgarstjórn Reykjavíkur bauð þing- fulltrúum til hádegisverðar í Höfða síð- ari þingdaginn og KSl bauð þingfull- trúum að sjá landsleikinn ísland—Belgía er fram fór þann sama dag. SÆMDIR GULLMERKI ÍSÍ Á þinginu var þremur mönnum af- hent Gullmerki ÍSl, sem framkvæmda- stjórn sambandsins hafði nokkru áður samþykkt að sæma þá i viðurkenningar- skyni fyrir mikið og gott starf að íþrótta málum. Það voru: Guðmundur Þórar- insson, íþróttakennari Reykjavik, og Valtýr Snæbjörnsson og Ingólfur Arnar- son, Vestmannaeyjum. 1 lok íþróttaþings bauð forseti ISI og frú Margrét kona hans þingfulltrú- um til kvöldverðarboðs að Hótel Esju. Við það tækifæri afhenti Óskar Ágústs- son, form. HSÞ, gjafir frá héraðssam- böndum utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar til forseta og framkvæmdastjóra ISl i tilefni 60 ára afmælis þeirra fyrr á árinu. Þessar gjafir voru hátíðarplattar þjóðhátíðanefndanna úti á landsbyggð- inni. I stjórn ISI næstu 2 árin voru kjörnir: Gísii Halldórsson forseti, Sveinn Björns- son varaforseti, Gunnlaugur J. Briem gjaldkeri, Hannes Þ. Sigurðsson ritari og Þorvarður Árnason, er kom i stjórn- ina í stað Ólafs Jónssonar, sem baðst undan endurkosningu. 35

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.