Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 37

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 37
Að iþessu sinni tökum við fyrir þrjú félagsmerki — eitt frá Keflavík, annað frá Hafnarfirði og það þriðja frá Akur- eyri. En fyrst vil ég svara ungum pilti, sem spurðist fyrir um hvernig hann gæti náð í merki KSÍ, HSl, KKI og fleiri sér- sambanda ÍSÍ. Þvi er til að svara, að þessi merki er mjög vont að ná í, enda aðeins notuð til að heiðra menn og gefa við sérstök tækifæri. Þó hefur komið fyrir að út hafa verið gefin merki þessara sérsam- banda og þau seld til fjáröflunar fyrir viðkomandi samband. Má þar t.d. nefna HSÍ. Þess ber þó að geta, að þessi merki eru ekki hin raunverulegu merki sam- bandanna. Engu að síður er skemmtilegt að hafa þau í safninu, ekki síður en önnur merki úr málmi. I.B K. Merki Iþróttabandalags Keflavikur, er óvenjulegt fyrir það, að stafir sambands- ins eru ekki á þvi, en i stað þess einn stafur ,,K“. Margir hafa því haldið að þarna væri ekki hið raunverulega merki þessa þekkta félags, og margir útlend- ingar spurt sérstaklega um það. Merkið er kringlótt — hvítt á litinn en stafurinn „K“ er blár og breið rönd meðfram því. Inn í þessari rönd eru eru svo aðrar rendur en þær eru silfur- litaðar. KNATTSPYRNUFÉLAG AKUREYRAR Merki KA á Akureyri er skjaldarlagað — rautt á litinn en stafirnir „KA“ og rönd inn á skildinum er silfurlituð. Þá er bolti undir stöfunum og er hann gul- leitur. Tvö félög á Islandi bera stafina KA. Hitt er Knattspyrnufélag Akraness, en merki þeirra Skagamanna er hvítt á litinn þótt það sé að öðru leyti líkt merki þeirra Norðanmanna. HAUKAR Merki Hauka í Hafnarfirði, er skjaldar lagað eins og flest íslensk merki. Það er rautt — eins og búningur félagsins — en á því er letrað nafnið Haukar með silfuriituðum stöfum á bláum grunni. Þetta er eitt af fáum íslenskum íþrótta- merkjum, þar sem nafn félagsins kem- ur greinilega fram, en slík merki eru mjög vinsæl meðal safnara erlendis. — klp ■—• MARGAR SAMÞYKKTIR Iþróttaþingið fjallaði um mörg mál og gerði margar samþykktir, og verður hér getið þeirra flestra: * Skorað var á Alþingi og ríkisstjórn að verða við umsókn ISl um aukna fjáhhagsaðstoð við iþróttahreyfing- una. Þingið áréttaði það sem fram kom í setningarræðu forseta ISÍ, að eðlileg fjármögnun íþróttastarfsins gæti talist: Ríkisvaldið 30%, sveitar- félög 30% og íþróttahreyfingin sjálf 40%. * Skorað var á ALþingi að samþykkja framkomið frumvarp varðandi slysa- tryggingar iþróttamanna. * Samþykkt voru tilmæli til mennta- málaráðuneytisins og Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi stærð og gerð íþróttamannvirkja. * Framkvæmdastjórn ÍSl var falið að ihefja nú þegar undirbúning að því að kynna námsefni Grunnskóla ISl í sam- starfi við héraðssamböndidn og sér- samböndin. * Skorað var á Alþingi að veita fé til framhaldsframkvæmda við uppbygg- ingu íþróttakennaraskóla Islands að Laugarvatni. * Þingið frestaði að taka afstöðu til inngöngu hestamannafélaga í ISl og taldi nánari skilgreiningar þörf á þess- ari íþróttagrein. * Þingið hvatti alla aðila innan íþrótta- hreyfingarinnar til að beita sér gegn áfengisveitingum og áfengisnotkun og lýsti ánægju sinni með fordæmi ný- skipaðs Menntamálaráðherra í þess- um efnum. * Framkvæmdastjórn ISl var falið að hefja undirbúning að Iþróttahátið 1980. * Samþykkt var að ISl í samvinnu við UMFl efndi til árlegs íþróttadags í því skyni að kynna starf hreyfingar- innar og örfa þátttöku almennings i íþróttum. * Samþykkt var einnig að fela fram- kvæmdastjóra ÍSl að koma á sam- starfsnefnd við UMFl, fræðsluyfirvöld- um og íþróttakennarafélagið til að kanna möguleika á allsherjarmóti barna og unglinga. * Kjörin var milliþinganefnd til að end- urskoða lög ISl og þingið beindi jafn- framt þeim tilmælum til stjórnar sam- bandsins að hún léti fara fram endur- skoðun á móta- og keppnisreglum ISl. * Iþróttaþingið lýsti fullum stuðningi sínum við framkvæmdastjórn ISl til að haga útgáfu Iþróttablaðsins á þann veg, sem hagkvæmast er hverju sinni og mestur sómi að fyrir iþróttahreyf- inguna. 37

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.