Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 25
langt frá eikinni Halldór Sigurbjörnsson: UL-MAÐUR OCx SUNDSTJARNA I gamla Iþróttahúsinu við Laugarbraut hitti ég Halldór Sigurbjörnsson, sem betur er þekktur undir nafninu Donni. Þar var einnig sonur hans, Sig- urður, aðeins 17 ára gamall, sem segist hafa komist í 16 manna hópinn síðla sumars. Sigurður var hins vegar valinn í unglíngalandsliðið í haust og lék báða leikina gegn Irum. Auk þess er dóttir Halldórs, Guð rún, með bestu sundkonum landsins í dag. Ég fylgdist nokkuð með lið- inu í sumar, sagði Donni og fannst knattspyrnan í heildina tekið betri en oft áður. Að vísu verð ég að segja það, að sú taktík, sem leikin er í dag, býð- ur ekki uppá eins skemmtilega knattspyrnu og í gamla daga, þegar fimm voru í framlínunni og sóknin var aðalsmerki hvers góðs liðs. Hins vegar eru ein- staklingar nú ekki síðri en áður var, hvað knattmeðferð og aðra leikni snertir. En það ég best veit, var góður andi í liði Akur- nesinga í sumar og var sigur þeirra í 1. deild að mínu viti fyllilega verðskuldaður, enda vann Kirby þjálfari þeirra mjög gott starf og hafði mikið vald yfir leikmönnum. Þórður Þórðarson: TEITUR FETAR I FÓTSPOR FÖÐURINS Þórður Þórðarson er störfum hlaðinn maður, en hann ekur sem kunnugt er vöruflutninga bifreið milli Akraness og Reykja víkur og vinnur langan og ó- reglulegan vinnudag. Mér tókst því ekki að ná samtali við hann, en sonur hans Teitur hefur tek- ið stöðu föðurins í liðinu og þykir mörgum að hann líkist honum á vellinum. Allavega er hann marksækinn, eins og Þórð- ur var. Teitur varð markakóng- ur 1. deildar í ár og hefur skip- að sér fastan sess í landsliðínu. Þótt ég næði ekki að spjalla við Þórð tókst ljósmyndaranum að ná mynd af þeim feðgum sam- an og leynir sér ekki, að þeir eru mjög áþekkir í útliti ekki síður en á vellinum. Teitur á sér þann draum stærstan í sam- bandí við knattspyiriu að fá að spreyta sig í atvinnu- mennsku með einhverju erlendu liði, en hvað úr því verður, er ekki vitað þegar þetta er skrif- að. nesi fyrir tveim árum, en á Akranesi býr 20 ára sonur hans Steinn. Steinn hefur að mestu velgt varamannabekkina í sum- ar, en hann er varnarleikmað- ur og því ekki auðveldur róð- urinn fyrir hann, enn sem kom- ið er, að hljóta fasta stöðu í lið- inu, þar sem sterkir menn eru þar fyrir. — En vonandi tekst mér það innan tíðar, sagði hann, en til þess þarf að æfa og aftur að æfa, þar sem margir eru um hituna. 25

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.