Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 15
Sauna sem vilja, geta skvett dálitlu vatni á steinana til að skapa svolitla uppguf- un. Því er haldið fram að þurr hitaböð, eins og milljónir hraustra og harð- gerðra Finna, og raunar milljónir manna um allan heim, fara í, endurnæri lík- amann og fegri húðina, verki yngjandi og gefi nýjan þrótt. Það, sem gerir sauna-baðið svo miklu eftirsóknarverð- ara en venjulegt gufubað er hið lága rakastig, sem er aðeins 3—5%. Við skulum nú líta á nokkra kosti baðstofunnar, sem íþróttafólk þekkir raunar margt af eigin reynslu, en aðrir lesendur e t.v. síður: Heilsusamlegur sviti Eftir nokkurra mínútna dvöl í sauna- baðinu, líklega um 10 mínútur eða svo, er maður í svitakófi. Þetta er heilbrigt og gott, því þurr hitinn opnar allar svita- holur og þannig fær svitinn með öllum sínum óhreinindum og úrgangsefnum, frjálsa útrás. Mátuleg útskolun nýrnanna í grein í blaði ameríska læknafélags- ins árið 1966 segir frá því hvernig sjúkl- ingar með nýrnasjúkdóma í Betel Bent Brigham-sjúkrahúsinu í Boston, fengu 30 mínútna saunabað á dag. Rannsóknir sýndu, að ureanitrogen — þvagefni köfn- unarefni — (úrgangsefni, sem venju- lega skilst úr gegnum nýrun, en hleðst upp í iíkamanum sem eitur í blóðinu, þegar nýrun starfa ekki eins og vera ber), breinsast nú burt með svitanum í tvöföidu magni á við það, sem gerðist án baðsins. Þá dró sauna úr kláðanum, sem oft fylgir sjúkdómi þessum, hvarf jafnvel smátt og smátt hjá nokkrum þeirra. Bætt og aukin blóðrás Fjöldamörgum frásögnum ber saman um að sauna örvi bióðrásina. Með svita- kófinu fær húðin ferskan og ljósrauð- an blæ. Blóðið streymir út í yfirborð líkamans í miklu ríkara mæii en fyrr. Baðið hefur frábæran hæfileika til að vikka út æðarnar og bæta blóðrásina, en það er einmitt lykillinn að góðri heiisu. Gefur bæði örvun og afslöppun Don Dysdaie, kunnur íþróttamaður í Los Angeles sagði: ,,Ég mæli eindregið með saunabaði fyrir alla þá, sem óska þess að vera vel á sig komnir líkamlega, án tillits til þess hvort þeir eru íþrótta- menn eða ekki. Sauna á sinn ríka þátt í að bæta iþróttaafrek og fullkomna af- slöppun eftir á. Þetta hefur nú orðið mikla þýðingu fyrir fjölda bandarísks íþróttafólks". Þá er vert að benda á íþróttaárangur Finna bæði fyrr og síð- ar, sem er hreint frábær, skyldi hann ekki m.a. stafa af saunaböðunum? Róar án nokkurrar devfingar Fólk í öllum stéttum Finnlands litur á saunabað sem kjörið ráð til að róa taugarnar, slaka á spennunni og losna við áhyggjurnar, stressið, sem síaukið álag í störfum manna skapar. Líklega gætu margir hætt að nota ýmsar töflur, sem notaðar eru i sama skyni, ef þeir notfærðu sér saunaböðin reglulega, fengju sér 10 mínútna sauna, og notuðu sér þannig aðferð náttúrunnar sjálfrar til að auka aftur heilbrigði líkama og sálar. Fegrunarlyf líka Þá er enn eitt, sem saunabaðið er tal- jð gera mannslíkamanum til góða. Bað- ið er nefnilega talið ákjósanlegt fegrun- arlyf. Sauna hreinsar húðina og gefur henni nýjan og ferskan blæ. Táningar hafa oft áhyggjur af búð sinni, sem oft er alsett unglingabólum. Konur hafa líka áhyggjur af húð sinni, en hér bætir finnska baðstofan sannarlega og fegrar. Enn aðrir leita til baðsins vegna bak- verkja, sárra og þreyttra vöðva. Yerkar líkt og nudd Saunabaðið hefur svipuð áhrif og örv- andi nudd eða heilnæm hreyfing. Vegna þess hversu endurnært og upplagt fólk er að loknu baði, er það eftirsótt á morgnana áður en starfsdagur hefst, eða á kvöldin að lokinni vinnu, eða jafnvel ef fólk vill verða upplagt til að skemmta sér. Eyðimerkurhiti baðsins verkar líkt og nudd á þreyttan vöðva. Það á sinn þátt í að draga úr áhrifum eða fjarlægja alls konar leiðindi, sem fylgja daglega lif- inu. VARÚÐ — SAUNA! En ekki er hægt að skrifa grein um saunaböð öðruvísi en að benda á það sem varast ber. Finnski læknirinn J.J. Vikerjuuri skrifar um þessi atriði í bók sinni „Finnska saunabaðið". 1 fyrsta lagi á saunabað og fullur magi ekki saman. Þess vegna á aldrei að fá sér saunabað strax að loknum málsverði, það verður að bíða í a.m.k. 1—2 klukku- stundir, helst lengur, eftir stóra máltíð. Maginn þarfnast mikillar blóðsóknar eft- ir máltíðir, en hitinn frá baðinu veitir blóðinu út í yfirborð líkamans. Þannig víkur blóðrásin frá því, sem best hentar undir þessum kringumstæðum, frá mag- anum út í yfirborðsvefina. Afleiðingin verður gjarnan þyngslatilfinning. Af sömu ástæðu ætti að forðast að drekka mikið á undan saunabaði. Fólk með of lágan blóðþrýsting og mjög öran hjaftslátt ætti helst ekki að fara í saunabað án þess að ráðfæra sig við lækni áður. Frekari lækkun blóð- þrýstingsins getur átt sér stað á meðan á baðinu stendur, vegna þess hvað blóð- streymið til húðarinnar eykst. Getur þetta orsakað yfirlið. Framrald á bls. 4 4 15

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.