Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 26
Við bentum á það i siðasta blaði, að ekki er óráðlegt að gera ferðaplön næsta sumars í tima. Þess vegna birtum við ferðagreinar nú, — og það er hreint ekki óráðlegt að gera nú þegar ráðstaf- anir varðandi ferðalög næta sumars, og alveg óhætt að fara að hlakka til. I síðasta blaði tjölduðum við að Mý- vatni og ókum um Þingeyjarsýslurnar, þær tvær sýslur, sem bjóða ferðamann- inum upp á hvað mesta fjölbreyttnina. □ AUSTURLAND En nú höfum við tekið tjaldið niður og pakkað öllu í farangursgeymslu bils- ins okkar, og rykið þyrlast upp á þurr- um vegunum. Möðrudalsöræfin illvigu blasa við. Þessi öræfi eru hin mikli þröskuldur milli tveggja landshluta. Þarna getur maður átt von á að lenda, á slæmum vegi, en á milli afbragðs köfl- um. En látum 'þetta ekki fæla okkur frá hinu dularfulla Austurlandi með sinni síbreytilegu fegurð. Við höfum reyndar valið okkur leið- ina um Sandsheiði til Vopnafjat'ðar, sem er miklu lengri leið frá Mývatni niður á firðina. En hvað um það. Veðr- ið er gott, og við í sumarleyfi. Og þrátt fyrir bensíndýrtíðina (hvað skyldi lítr- inn kosta næsta sumar?', höfum við lagt í þennan aukakostnað og sjáum ekki eftir þvi. Hér komum við að hreint frábærum útsýnisstað, Burstafelli ofan við samnefndan bæ. Við ökum sem leið liggur að „hjarta Austfjarða", Egilsstöðum. Vonandi móðg- um við engan með því að kalla staðinn þessu nafni. Á Egilsstöðum er helsti flugvöllur Austfjarða, talsverður iðnað- ur og verslun hefur þróast þar, og stað- urinn á stuttum tíma orðið einhvers- konar miðdepill. Út frá Fljótsdalshér- aði má gera útrásir norður Hróarstungu að bænum Húsey norður við Héraðs- flóa, en þar er furðumikill sjóndeildar- hringur og selagengd einstök. Önnur ferð og meiri er að fara norð- ur Eiðaþinghá og Útmannasveit yfir Vatnsskarð til Njarðvíkur um Njarðvík- urskriður til Borgarfjarðar eystra. Þetta er falleg sveit, og það vissi meistari Kjarval á sinum tima, enda kom hann sér oft fyrir þarna á æskuslóðunum með málaratrönur sínar og festi mörg ágæt verk á strigann þar. En séu menn farnir að verða uppi- skroppa með tima, fara þeir gjarnan rakleiðis niður á firðina, og til Seyðis- fjarðar er stuttur akstur og skemmti- legur, þó ekki væri nema fyrir útsýnið ofan af Fjarðarheiði yfir fjörðinn. Séu menn enn meir að flýta sér, þá er strikið tekið suður Skriðdalinn niður á Breiðdalsvik. Skemmtilegra má þó ætla að verði að fara leiðina niður á firðina og koma við í kaupstöðunum, og alls ekki ættu menn að sleppa því að heimsækja Neskaupstað, enda þótt lykkja sé gerð á leiðina með ferðinni yfir Oddsskarð. En að sjálfsögðu yfir- gefur enginn Héraðið og Egilsstaði án þess að 'hafa farið i Hallormsstaðaskóg, eða ekið hringveginn umhverfis löginn, þar sem menn héldu á tíma að skrímsl eitt ógurlegt byggi. Austfirsku bæirnir eru hver á sinn hátt aðlaðandi og vinalegir, bera vitni gamalli fátækt og „gullæðisárum" sild- arinnar, sem þar barst á land í miklum mæli fyrir nokkrum árum. Sunnan Breiðdals er um eina leið að velja suður á bóginn, og hana ekki allt- af sem skemmtilegasta. Betra að fara 26

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.