Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 24
Sjaldan fellur eplic Á því leikur enginn vafi, að lið Akumesinga var vel að ís- landsmeistaratitlinum komið I ár, þar sem liðið tapaði ekki leik .Liðið er skipað gömlum og reyndum leikmönnum, sem eru hertir í baráttueldi liðinna ára, en við hlið þeirra eru ung- ir, efnilegir og lítt reyndir leik- menn, sem þó margir hverjir hafa skipað sér í fremstu röð knattspyrnumanna hér á landi og standa á þröskuldi landsliðs- ins. Það var einhvem tíma í sum- ar, er ég renndi augunum yfir þann 16 manna hóp, sem skipar meistaraflokk eða 1. deildar lið Akurnesinga í dag. Tók ég eftir því, að þeir gömlu, sem lagt hafa skóna á hilluna og gerðu garðinn frægann á sín- um tíma, eru drjúgir í því að leggja liðinu til liðsmenn. Þar á ég við, að synimir hafa fetað í fótspor feðranna, þótt að vísu hafi þeir ekki allir tekið stöðu föðurins í liðinu. Því fannst mér ekki úr vegi, að heimsækja þá gömlu leik- menn, sem eiga syni I hópnum og spjalla lítillega við þá og festa þá á filmu með syninum. Þórður Jónsson: KNATTSPYRNUSONUR — OG STELPA LÍKA! Fyrst heimsótti ég Þórð Jóns- son, en hans sonur er Karl Þórð- arson, sem hvað mesta athygli hefur vakið á liðnu keppnis- tímabili fyrir mikla knattleikni og minnir hann óneitanlega tals vert á föður sinn hér fyrr á árum. Þess má einnig geta, að fremsta knattspyrnustúlka Akra ness og jafnvel landsins, Ragn- heiður, er einnig dóttir Þórðar. Þórður Jónsson á að baki 14 landsleiki, auk fjölda leikja með liði ÍA. — Þórður sagðist hafa séð velflesta leiki ÍA á sumrinu og taldi að það hefði verið vel að sigrínum komið. Sagði hann að andinn innan liðsins væri góður og þar væri hvergi veikur hlekkur. Þá sagðí hann að hann væri hrifnari af þeirri leikaðferð, sem leikin væri í dag, en þegar hann var í þessu. Þórður þakkaði Kirby þjálfara þann góða árangur, sem náðist, sem hefði verið mun betri, en hann hefði reiknað með. Sveinn Teitsson: LAGÐI UL TIL GÓÐAN KRAFT Næsti viðkomustaður var á Garðabrautinni hjá Sveini Teits syni, en hans sonur er Árni, ungur og efnilegur leikmaður aðeins 18 ára sem leikið hefur 7 unglingalandsleiki og 12 leiki með m.fl. ÍA. Jú, ég hef elt flesta leiki liðs- ins í sumar. Það er leikið öðru- vísi, en þegar maður var í þessu, sagði Sveinn og ekki eins skemmtileg knattspyrna, þar sem nú er meira um hlaup og kýlingar. Þá er minna lagt upp úr sókninni en áður en þess meira upp úr vörninni. Það sjald an, sem maður sér stutt spil, minnir það mann á gamla daga og yljar um hjartarætumar. 24 iinen^inii ininfdnm ‘iinufui unnpinuinn i9mu ■nvm

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.