Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 18
Gamlar íþróttakempur: JCSSÍ OWCNS SVARTI MCTHAFIN — eftir Jósepsson anai Árið 1928 bar það við vestur i Banda- ríkjunum, að skólakennari nokkur þurfti að senda nemendur sína til íþróttaleiks, og í því skyni valdi hann úr hæfustu og fræknustu nemendurna. Til þess að velja bestu hlauparana lét kennarinn alla nemendur sína hlaupa í kringum skólahúsið, og fjórir hinir fljótustu áttu að taka þátt í kappleiknum. Hverjir þessir fjórir voru, veit. ég ekki um, þeir voru allir dáðir og hylltir, en sá, sem siðast.ur varð, var laglegur og góðlegur negrastrákur, sem óspart var gert gys að fyrir þá sök, að hann var aftastur allra. Þessi náungi hét fullu nafni Jesse Owens. Frá þeim degi gerðist fátt sögulegt í lifi Jesse Owens. Hann varð stúdent, stundaði síðan nám við tækniháskóla i Cleveland og enn síðar við háskólann i Ohio. Þar var hann enn nemandi Olym- píuárið 1936. Negrar eru ekki i miklum metum í Bandaríkjunum og síst af öllu, ef þeir hafa unnið það eitt til frægðar, að verða síðastir i íþróttakeppni. Jesse Owens var líka óspart hafður að skotspæni, háði og spéi fyrir þetta afrek sitt, en hann tók iþví karlmannlega, og lét það ekki á neinn hátt á sig fá. Honum kom ekki til hugar að reiðast og því síður 18 að afsaka sig. Hann ákvað að leggja iþróttaiðkanir og íþróttakeppni niður ___ svo brosti hann bara að ertni skóla- bræðra sinna, og bros hans var góðlát- legt og vingjarnlegt. En einn góðan veðurdag, nokkuð löngu seinna, var Jesse Owens aftur á kepp- endaskrá á amerísku íþróttamóti. Það var landsmót amerískra stúdenta, og þar er jafnan við ramman reip að draga, því að stúdentar eru yfirleitt meðal færustu iþróttamanna Bandarikjanna. Jesse Owens var þá nýbakaður stúdent og keppti i fjórum iþróttagreinum, 100 og 220 yarda sprett'hlaupum, 220 yarda grindahlaupi og langstökki. 1 öllum þess- um íþróttum keppti hann sama daginn — á einni síðdegisstund — og það var meira en lagt var á nokkurn annan kepp- anda mótsins. Þá var Jesse ekki heldur frægur orðinn — nema hvað hann var frægur meðalo skólabræðra sinna fyrir það að verða síðastur allra, Fyrsta iþróttin, sem hanrí keppti i, var 220 yarda hlaupið. Sprettskotið reið af. I stað þess að húka eins og bjálfi eftir í sprettholunum, þegar hinir hlaup- ararnir þutu af stað, var Jesse hvað viðbragðsfljótastur þeirra allra, og með leifturhröðum, fjaðurmögnuðum skref- um og undraverðum yfirburðum þaut hann fram úr öllum keppinautunum. Það var líkast Því sem þeir stæðu kyrr- ir samanborið við Owens, og með hverju skrefi, sem hann hljóp, lengdi hann bil- ið milli sin og þeirra. Hann kom mörg- um metrum á undan þeim i mark og hljóp vegalengdina á nýjum heimsmets- tíma. En Jesse Owens lét ekki við það sitja. Á þessari einu síðdegistund — dagstund, er ýmsir skólabræðra hans væntu honum háðungar og skammar — sigraði hann í öllum íþróttunum, sem hann tók þátt í. Og meira en það. Hann setti tvö ný heimsmet og vann þriðju íþróttagreinina með þeim árangri, að nákvæmlega nam þáverandi heimsmet. Yfirburðir hans yf- ir alla keppinautana voru svo ótrúlegir og undraverðir, að það líktist fremur ævintýri en veruleikanum sjálfum. Það er mjög sennilegt, að þessi sigur Jesse Owens sé einhver óvæntasti og um leið glæsilegasti iþróttasigur, sem nokkru sinni 'hefur verið unninn í Bandaríkjun- um. Áhorfendurnir stóðu sem sturlaðir af undrun, og Bandaríkin komust öll í uppnám vegna þessara fádæma glæsilegu sigra. Morgunútgáfur fréttablaðanna um gjörvallan heim fluttu fregnir af þess- um afrekum og- ihinu nýja undrabarni iþróttanna. Þann dag var Jesse Owens

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.