Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 44
Sauna
FramhaW á af Ws. 15
Sé hjartað veilt þarf einnig að gæta
fyllstu varúðar. Saunabaðið er aukaálag
á hjartað. Hjartað verður nú að auka
dælustarfsemina til að örva blóðrásina
til húðarinnar. Fyrir lélegt hjarta get-
ur þetta orðið of erfitt. Rétt er einnig I
Sumarauki
fráOSRAM
vegna gæðanna
■þessu tilfelli að ráðfæra sig við lækni áð-
ur en viðkomandi fer að stunda sauna-
böð.
Þá ráðleegur Vikerjuuri læknir mönn-
um eindree'ð að fara ekki i saunabað
örbrevttir Eftir mikla og langvinna á-
reynslu segir hann rétt að hvíla vel áð-
ur en farið er í baðið. Einnig bendir
hann á að því erfiðari sem vinnan hef-
ur veríð. beim mun styttri tíma skuli
vera í baðinu.
Þurr hitinn í saunabaðmu dregur úr
snennu brevttra vöðva. En -hann getur
líka valdið ertingu og of miklum þurrki
í slímhimnum og 'húð. Þá er ráðlegt að
nota venjuleg húðsmyrsl eða ullarfeiti
(lanólín) og skvetta vatni á heita stein-
ana.
Flestir sem iðka finnska saunabaðið,
eru í því 15—30 mínútur. Hins vegar
er því haldið fram að 10 mínútur komi
að fullu gagni. Gætið iþess vel að sauna
bað;ð sé vel lofthreinsað Venjulega er
loftrás undir ofninum, eða hitatækinu
sem notað er. 1 gegnum loftrásina berst
frískt loft. 1 gegnum aðra loftrás í horn
inu uppi undir loftinu, dregst óhreina
loftið út.
En hvað á að taka sér fyrir hendur
í saunabaðinu? Bara leggjast niður og
láta ,.hita eyðimerkurinnar" leika um
sig? Vikerjjuuri gefur ýmis ráð. Hann
hvetur menn að vera í sem minnstu,
helst engu. Þeim sem finnst það nauð-
synlegt, geta vafið sig handklæði, en
alls ekki að vera í baðfötunum, þau
falla of þétt að líkamanum. Hringi og
aðra skartgripi, úr og gleraugu á að
taka af sér.
Skvettið ekki vökva á steinana í byrj-
un baðsins og farið gætilega að þvi,
svo ekki myndist tyrkneskt gufubað,
því það á að forðast.
Dveljið 15 mínútur eða svo í baðstof-
unni. Farið síðan í kalda sturtu og hvíl-
ist í nokkra stund á eftir. Þetta telur
læknirinn ófrávíkjanlega reglu og mjög
þýðingarmikla, áður en e.t.v. er farið
inn í baðstofuna á ný í 10—15 mínútur.
Menn ættu ekki að ætla sér minna en
hálftíma í loftkælingu og steypubað.
Þurrkið ykkur síðan með handklæði,
Iátið loftið þurrka húðina á meðan hæg-
’fara kæling á sér stað Reynið að vera
máttlaus á meðan á því stendur.
Finnar taka saunabað sitt mjög há-
tíðlega og ætlast til að gestirnir geri það
sömuleiðis. Þeir hafa þá föstu venju að
berja allan líkamann með hrísvendi, til
þess að örva blóðrásina og auka á svit-
ann.
Byggt aö mestu á þýöingu Bjarna
Bjarnasonar læknis úr „Life and Health“
sem birtist í Fréttabréfi um heilbrigö-
ismál.
J