Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 19
ofar á baugi i umræðum fólks en Roos-
velt, Hitler, Stalín og Mussolini til sam-
ans.
Þegar hann tók þátt í Olympíuleikun-
um 1936, var hann aðeins 22 ára að aldri,
en ihafði þó hlotið yfir 400 verðlaun fyrir
spretthlaup, grindahlaup, þrístökk og
langstökk. Hann var hin ósigrandi íþrótta
hetja, og enginn keppendanna, sem tóku
þátt i Olympíuleikunum 1936, var jafn
dáður og hann.
Og Jesse Owens kom, sá og sigraði.
Hann lét engan verða fyrir vonbrigðum
sem vænti mikils af honum. Hann tók
þátt í fjórum keppnisgreinum, sigraði
með glæsilegum yfirburðum í þeim öll-
um, setti heimsmet í þrem þeirra og náði
'heimsmetsárangri í þeirri fjórðu.
Fyrsta dag Olympiuleikanna keppti
Owens í undanrásum í 100 metra hlaupi,
og þegar hann kom inn á leikvanginn,
var eins og kæmi ólga eða ókyrrð á
gervalla áihorfendapallana, því að allir
vildu sjá hlauparann ósigrandi.
Owens keppti í síðustu undanrásinni
(þeirri 12. í röðinni), og meðan hann
beygði sig niður í sprettstöðuna, róleg-
ur og sigurviss, beið mannfjöldinn þess
i geipilegri eftirvæntingu, hvort Owens
væri raunverulega sá undrahlaupari,
sem svo margar og ótrúlegar sögur fóru
af.
Sprettskotið reið af. Sex hlauparar
frá sex löndum spretta úr spori, en at-
ihygli mannfjö'.dans beindist aðeins að
einum þeirra — og þessi maður hljóp
ekki, hann þaut, hann fiaug eftir hlaupa-
brautinni, svo að þeir, sem á eftir komu,
virtust standa kyrrir. Þetta var negrinn
Jesse Owens, og enginn efaðist lengur
um, að allar sögurnar, sem um hann
gengu, voru sannar. Fagnaðarbylgjan,
sem glumdi um allan leikvanginn, þegar
hann kom 8 metrum á undan næsta
keppinaut sínum i mark, líktist ægi-
þrungnum þrumugný, sem náði hámarki,
þegar Olympíukallarinn tilkynnti, að
Owens hefði hlaupið vegalengdina á
heimsmetstíma, — tíma, sem aðeins
tiveir eða þrír menn höfðu áður náð í
heiminum.
Fjórum klukkustundum síðar beygði
Owens sig aftur niður að sprettiínunni,
og nú keppir hann við fimm heimsfræga
hlaupara. Ræsirinn hefur skipað þeim
að vera viðbúnum, þeir lyfta hnjánum
frá jörðunni, halda sér uppi á tánum
og fingurgómunum og bíða skotsins.
Skotið ríður af, og hlaupararnir þjóta
eins og elding af stað. Fyrstur er Jap-
aninn Yoshioka, hann er fljótasti maður
hins gula kynstofns, og fólkið á áhorf-
endabekkjunum heldur niðri i sér and-
ardrættinum af æsingu. Það er helst
útlit fyrir, að guli hlauparinn ætli að
sigra þann svarta, en þegar 40 metrar
eru búnir af hlaupinu, er eins og negr-
anum vaxi ásmegin — hann þýtur sem
ör fram fyrir Japanann, hleypur æ hrað-
ar og hraðar og kemur langt á undan
öllum hinum í endamarkið. Tíminn er
10,2 sek. — Nýtt heimsmet.
Daginn eftir keppir Jesse Owens ásamt
fimm öðrum bestu hlaupurum jarðar-
innar um úrslitin i 100 m 'hlaupi. Og
enn heldur hann velli sem fyrr, sigrar
keppinauta sina með giæsilegum yfir-
burðum og tryggir sér þar með fyrstu
gullorðuna sína á Olympiuieikunum.
Owens kemur varla svo fram á leik-
vanginum, að hann setji ekki ný met,
bandarisk met, olympísk met eða heims-
met. Daginn eftir að hann sigraði í 100
m hlaupinu, hleypur hann undanrás í
200 m hlaupi á nýjum Olympíumettima,
21,1 sek. Hinn 5. ágúst hleypur hann
millirásina og úrslitasprettinn i 200 m
hlaupinu, og ennþá beinir hann athygli
mannfjöldans óskertri að sér. Hann er
maðurinn, sem íþróttaheimurinn lof-
syngur og dáir, hann er töframaðurinn
á sviði spretthlaupa og stökka. í loka-
sprettinum er það svertinginn Robinson
og samlandi Owens, sem er hættulegasti
keppinautur hans. 1 millirásinni hljóp
Robinson á sama tíma og Owens í und-
anrás. Æsing mannfjöldans vex. Og í
upphafi úrsiitahlaupsins er engu líkara
en Robinson ætii að sigra. Áhorfendurn-
ir eru að því komnir að ganga af göfl-
unum að eftirvæntingu, en það stendur
ekki lengi. Owens hinn ósigrandi er kom-
inn fram með hliðinni á Robinson eftir
50 metra og augnabliki síðar fram fyrir
hann. Á vallarbeygjunni lengist bilið
milli þeirra til muna og þó enn meir,
þegar kemur á beinu brautina. Owens
virðist hlaupa því hraðar sem nær dreg-
ur markinu, og með hverju skrefi, sem
hann tekur, lengist bilið milli hans og
hinna hlauparanna. Tíminn er 20,7 sek.
19