Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 9
RíkrarSur Jónssoln og GuSmundur heíl inn Sveinbjörnsson með íslandsbikarinri ur gegn Val og fyrir siðasta leikinn gegn Víking voru Akurnesingar þegar orðnir Islandsmeistarar, en leiknum lauk með jafntefli 2—2 og þótti hann með afbrigðum skemmtilegur. — Að loknum leiknum gegn Víking tók Ríkharður Jónsson við Islandsbikarnum úr hendi Jóns Sigurðssonar formanns KSl. — Að sögn blaða frá þessum atburði, sem átti sér stað á gamla Melavellinum 20. júní 1951, segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti, síðan 1912 er bikarinn var afhent- ur í fyrsta sinn, sem bikarafhendingin ihafi farið fram með virðulegum hátíð- leik, sem til Þessa hafi verið óþekktur. Þá var heimkoma Islandsmeistaranna með bikarinn ekki síður eftirminnileg þeim, sem þar voru viðstaddir. Hundruð bæjarbúa höfðu fylgt liðinu til leiksins i Reykjavík, en þeir sem heima sátu komu niður á bryggju, með bæjarstjóra, bæjarstjórn og karlakórinn í broddi fylk- ingar. Voru haldnar ræður, karlakór- inn söng og síðan var boðið til veislu. — Þannig hafa bæjaryfirvöld og bæjar- búar æ siðan stutt við knattspyrnu- menn sína og Þarf því engan að furða þótt ungir piltar á Akranesi eigi sér þann draum stærstan að verða góðir knattspyrnumenn. Það væri hægt að skrifa langt mál um árangur knattspyrnumanna frá Akra- nesi á áratugnum milli 1950—1960, þar sem þeir á þeim árum unnu marga fræga sigra og skipuðu oftast kjarnann í lands liðinu, en Það verður ekki gert að Þessu sinni. GOTT SUNDFÓLK I Hér að framan hefur aðallega verið minnst á knattspyrnuna, en Akurnes- ingar hafa átt afreksmenn í öðrum íþróttagreinum og þó sérstaklega í sundi. Margir minnast enn Sigurðar Sigurðs- sonar hins fræga bringusundskappa, sem átti velflest metin í bringusundi á sín- , um tíma og baksundmannsins Jóns Helga sonar. Síðar komu þeir Finnur Garðars- son, sem var í fremstu röð skriðsunds- manna um árabil og síðast en ekki sist Guðjón Guðmundsson bringusundsmað- ur, sem allir íþróttaunnendur kannast við og nú nýlega hefur hætt keppni. Þá má nefna Guðrúnu Halldórsdóttur af sundkonum frá Akranesi, sem í dag er í fremstu röð í baksundi. Hún er dóttir hins kunna knattspyrnumanns, Halldórs Sigurbjörnsson (Donna). Sjálfsagt má nefna fleira sundfólk, sem gert hefur garðinn frægann. En ekki er hægt að ljúka þessu spjalli, að ekki sé minnst á Helga Hannesson, sem raunar er kunn- ari sem knattspyrnumaður. Hann var góður sundmaður á sínum tíma, en á síðari árum hefur hann öðrum fremur átt sinn þátt í að skapa það afreksfólk í sundi, sem frá Akranesi hefur komið. Er þáttur hans þeim mun eftirtektar- verðari fyrir það, að aðstaða til iðk- unar sunds á Akranesi er vægast sagt mjög bágborin, þar sem sundlaugin er aðeins 12,5 m. að lengd. En þetta sýnir okkur, að það er ekki alltaf aðstaðan sem skapar afreksfólkið, heldur áhugi og eldmóður þeirra er starfa að og æfa viðkomandi íþrótt. Aðrar íþróttagreinar mætti nefna þar sem Akurnesingar hafa getið sér gott orð og átt afrdksfólk i fremstu röð, en það verður að bíða betri tíma. ÞETTA STARF Á SÉR ENGAN ENDI Ég hef hér að framan aðallega dvalið við liðna tíð og týnt til mola úr langri íþróttasögu á Akranesi. Enn í dag eru það knattspyrnumennirnir, sem hvað mestum Ijóma varpa á bæ sinn með góðum árangri og skemmst er að minn- ast liðins sumars, þar sem Akurnesingar unnu fslandsmeistaratitilinn i knatt- spyrnu í 8 sinn og komust í úrslit í Bik- arkeppni KSt í 6. sinn. Nýlega þegar ég var á ferð á Akranesi hitti ég að máli meðlimi Knatspyrnuráðs Akraness þar sem þeir voru á fundi. Þegar einu keppn- istímabilinu lýkur þarf að fara að hyggja að því næsta, því þetta starf á sér engan endi. Fjármálin eru iþróttahreyfingunni jafnan hvað erfiðust og má þar aldrei slá slöku við, því það er ekki svo lítið fyrirtæki að reka eina knattspyrnudeild, þótt velflest störf séu þar unnin i sjálf- boðavinnu, nema þjálfunin. Starf for- ystumanpanna er því ekki alltaf metin sem skyldi, enda eru þeir ekki eins i sviðsljósinu og iþróttafólkið. Á Akra- nesi er Haraldur Sturlaugsson formaður knattspyrnuráðs en hann er einnig einn af máttarstólpum liðsins. Það má því segja að hlutverk hans sé tviþætt; bar- átta bæði utan vallar sem innan. Ann- ar þáttur þessa starfs, er ærið nóg verk- efni fyrir mann, sem auk þess vinnur langan vinnudag, en Haraldur vílar slíkt ekki fyrir sér. Þá má geta þess, að ann- ar leikmaður, Jón Gunnlaugsson á einn- ig sæti í knattspyrnuráði. -— þeir knatt- spyrnuráðsmenn voru ánægðir með út- komuna eftir sumarið, bæði íþróttalega og einnig hvað fjármálin snerti. Að vísu sögðu þeir, að ekki 'hefði gengið eins vel með yngri flokkana og oft áður, en úr því ætluðu þeir að bæta. Guðjón Guðmundsson gjaldkeri sagði, að tekjur knattspyrnuráðsins hefðu ver- ið um 4 milljónir króna á árinu, en gjöldin um 3% milljón, þannig að nokk- ur tekjuafgangur væri. Kæmi Það sér vel, þvi á næsta ári sæi hann ekki betur Sundlaugin og íþróftahúsiS á Akrajiesi. 9

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.