Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 5
Fræknir tvíburabræður Ekki eru þeir margir íþróttamennirnir okkar, sem betur hafa kynnt Island fyrir umheiminum en Clausenbræðurnir, Haukur og Örn. Þeir voru í hópi bestu frjálsíþróttamanna heims á sínum tíma dáðir og dýrkaðir, hvar sem þeir fóru. 1 dag eru þeir velmegandi menn, annar lögfræðingur, hinn tannlæknir. Atli Steinarsson, blaðamaður, heimsótti þá bræður suður í Arnarnes þar sem þeir búa hlið við hlið. Viðtalið er að finna á bls. 7 Brá sér úr hempunni til að sigra á Olympíuleikunum Þeir eru líklega ekki iengur til prestarnir, sem bregða sér úr 'hempu sinni til að gerast sigurvegarar á Olympíuleikum. Þetta gerðist fyrir hálfri öld eða svo, þegar Skotinn Liddell, sigraði í 400 metra hlaupinu á Olympíuleikunum í Amster- dam. Við segjum sögu þessa frækna hlaupara í þessu blaði, — KR-konurnar renna upp á könnuna Konurnar og staða þeirra í þjóðfélaginu eru í endurskoðun. En KR-konurnar telja sig ekki minni af að hjálpa mönnum sinum við félagsstarfið. Og hjálp þeirra er vel metin. Við rædd- um við eina KR-kvennanna á dögunum. Sjá bls. 18 Mataræðið og gildi þess fyrir íþróttafólk Hætt er við að hjá mörgu íþróttafólki hafi ótrúlega oft gleymst mikilvægt atriði í þjálfuninni, — mataræðið. Þetta atriði er sérgrein hjá stórum íþróttaþjóðum. Því höfum við skrifað talsvert í undanfarin blöð um mataræði og fjörefni, sem íþróttafólki og reyndar öllum er svo nauðsynlegt í dag. í þetta Iþróttablað skrifar Marteinn Skaftfells um E-vítamín. Hann telur að Eyjapeyjum hefði tekist *að klífa Kilimanjaro með aðstoð þessa fjörefnis. Sjá bls. 43 FH — félagið í sviðsljósi Að þessu sinni er Fimleikafélag Hafnarfjarðar í sviðsljósi hjá okkur. Það félag hefur náð einna lengst allra félaga ís- lenskra í alþjóðlegum kappmótum og er nú meðal 8 félaga í Evrópubikarkeppninni. Sjá tols. 28 Forsiðumyndin okkar: Jólin eru á næsta leyti. ViO litum því inn í ýmis fyrirtœki, sem selja þá vöru, sem margur íþróttaáhuga- maöurinn mundi óska sér hvaö heitast í jólaböggulinn sinn. Jóla- sveinninn sýnir okkur ýmislegt af því góöa úrvali, sem til er í búö- um og mundi henta iþróttamann- inum vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.