Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 5
Fræknir tvíburabræður
Ekki eru þeir margir íþróttamennirnir okkar, sem betur hafa
kynnt Island fyrir umheiminum en Clausenbræðurnir, Haukur
og Örn. Þeir voru í hópi bestu frjálsíþróttamanna heims á
sínum tíma dáðir og dýrkaðir, hvar sem þeir fóru. 1 dag eru
þeir velmegandi menn, annar lögfræðingur, hinn tannlæknir.
Atli Steinarsson, blaðamaður, heimsótti þá bræður suður í
Arnarnes þar sem þeir búa hlið við hlið. Viðtalið er að finna
á bls. 7
Brá sér úr hempunni til að sigra á Olympíuleikunum
Þeir eru líklega ekki iengur til prestarnir, sem bregða sér úr
'hempu sinni til að gerast sigurvegarar á Olympíuleikum.
Þetta gerðist fyrir hálfri öld eða svo, þegar Skotinn Liddell,
sigraði í 400 metra hlaupinu á Olympíuleikunum í Amster-
dam. Við segjum sögu þessa frækna hlaupara í þessu blaði, —
KR-konurnar renna upp á könnuna
Konurnar og staða þeirra í þjóðfélaginu eru í endurskoðun.
En KR-konurnar telja sig ekki minni af að hjálpa mönnum
sinum við félagsstarfið. Og hjálp þeirra er vel metin. Við rædd-
um við eina KR-kvennanna á dögunum. Sjá bls. 18
Mataræðið og gildi þess fyrir íþróttafólk
Hætt er við að hjá mörgu íþróttafólki hafi ótrúlega oft gleymst
mikilvægt atriði í þjálfuninni, — mataræðið. Þetta atriði er
sérgrein hjá stórum íþróttaþjóðum. Því höfum við skrifað
talsvert í undanfarin blöð um mataræði og fjörefni, sem
íþróttafólki og reyndar öllum er svo nauðsynlegt í dag. í þetta
Iþróttablað skrifar Marteinn Skaftfells um E-vítamín. Hann
telur að Eyjapeyjum hefði tekist *að klífa Kilimanjaro með
aðstoð þessa fjörefnis. Sjá bls. 43
FH — félagið í sviðsljósi
Að þessu sinni er Fimleikafélag Hafnarfjarðar í sviðsljósi
hjá okkur. Það félag hefur náð einna lengst allra félaga ís-
lenskra í alþjóðlegum kappmótum og er nú meðal 8 félaga
í Evrópubikarkeppninni. Sjá tols. 28
Forsiðumyndin okkar:
Jólin eru á næsta leyti. ViO litum
því inn í ýmis fyrirtœki, sem selja
þá vöru, sem margur íþróttaáhuga-
maöurinn mundi óska sér hvaö
heitast í jólaböggulinn sinn. Jóla-
sveinninn sýnir okkur ýmislegt af
því góöa úrvali, sem til er í búö-
um og mundi henta iþróttamann-
inum vel.