Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 9
ar sem stráka. En við vorum þó í öllu. Við áttum heima í Vonarstræti rétt við KR-húsið, þar sem Benedikt Jakobsson réð ríkjum. Við vorum þar inni og þar í kring öllum stundum, en fótboltinn var vinsælastur. — Já, eins og pabbi sagði, grípur Haukur fram í. „Þetta var 10 tíma hálf- leikur". Það var sparkað frá morgni til kvölds. —■ Svo fórum við í Fram, eins og pabbi, útskýrir örn. Við urðum „fúllbakk ar" eins og hann. Við kepptum í 4. flokki, 3. flokki og byrjuðum í 2. flokki. Haukur var alltaf „fúllbakk" en ég var kominn í markið. Og þá kom iR-námskeiðið í Vatns- mýrinni undir stjórn Davíðs Sigurðs- sonar, íþróttakennara, nú bílasala. Þá blossaði frjálsíþróttaáhuginn upp að nýju og yfirkeyrði allt Það lifði alltaf vel í neistanum, sem OL-fréttirnar og kaffipokamyndirnar höfðu tendrað. Við höfðum lært af myndunum og reyndum að ná þeim stíl, sem þær höfðu grópað í barnShugann. Eftir námskeiðið hófum við strax að keppa og náðum fljótt góð- um árangri. Svo kom Georg Bergfors til skiða- manna hér. Hann beitti sér fyrir fyrstu heimsókn sænskra frjálsíþróttamanna hingað 1946, og hann þjálfaði svo frjáls- íþróttamenn IR það sumar. Við tókum líka að lesa allar þær íþróttabækur, sem við gátum náð í. Þær voru einkum ame- rískar og ekkert var til sparað að kom- ast yfir þær. Þær voru biblíur okkar. Þær fjölluðu um fræga garpa. — Varð faðir ykkar móðgaður er þið hurfuð frá knattspyrnunni að frjálsum íþróttum ? — Nei, nei, segja báðir. Hann vildi jafnvel heldur að við værum í þeim. Hann hafði í raun meiri áhuga á og mat meira einstaklingsiþróttir en hópíþrótt eins og knattspyrnu. — Og reyndust þær skemmtilegri en knattspyrnan? —• Hvort tveggja hefur sínar ágætu hliðar, segir Haukur. Mér fannst meira gaman að æfa knattspyrnu, en skemmti- legra að keppa í frjálsum. — Já, segir örn, þetta er rétt. Frjáls- íþróttaæfingar t. d. að vetrarlagi eru ekkert annað en þrældómur. Að fara út í hvernig veðri sem er til að auka út- hald sitt, er þrældómur. — Já, og hlaupa marga km. í skíðaskóm, bætir Haukur við. — Gerðuð þið það strax? — Já, mjög fljótlega. I því dreif Berg- fors og Svíarnir, sem komu hingað 1946 og kenndu okkur æfingareglur. Berg- fors innleiddi þrekæfingar á veturna úti hvernig sem aðstæður voru og hafði mikið dálæti á að láta okkur hlaupa á skíðaskóm og á annan ihátt að auka á erfiði æfinganna, t. d. að láta okkur hlaupa í mýrlendi á vorin. Æfingum Bergfors var svo haldið á- fram hér veturinn 1947—48, er Mac Donald Baily kom hingað. Hann var hér um skeið þann vetur, en fór svo utan undir vorið til að fullþjálfa fyrir OL í Lundúnum. Við æfðum svona úti með 'honum um veturinn. — Var Baily mikill kennari? — Nei, í raun og veru fór hann að æfa meira eins og við æfðum. Það er því ekki hægt að segja, að hann hafi í raun verið okkar kennari. Koma hans skapaði gagnkvæman lærdóm og um- ræður. — Aðstæðurnar voru ömurlegar hér á þeim tíma, segir Haukur. Stærsti og bezti íþróttasalurinn var íþróttahús Há- skólans. Við vorum þar aldrei mikið, vorum mest uppi í ÍR-húsi við Túngötu og hlupum þaðan út. Það var eins með námskeið í Vatnsmýrinni. Menn komu í gallanum ofan af Melavelli, eða heim- an að, og fóru svo þangað aftur til baða að loknum æfingum á venjulegu, ís- lenzku, ósléttu mýrartúni. Þetta var að- staðan þá. Berum hana svo saman við aðstöðuna í dag. Æfingasalur undir allri stúku Laugardalsvallarins, þar sem æfa má spretti allan veturinn, öll stökk og allar kastgreinar. Þetta er ólýsanlegur aðstöðumunur — og þó svona hafi verið úr bætt, búa islenzkir frjálsíþróttamenn enn við mun lakari aðstöðu en þeir sem þeir eiga að keppa við erlendis. —• Það er í raun engum getum hægt að leiða að því, hvert þið og ykkar frægi samtímahópur hefðu getað náð með betri aðstöðu — Nei, segir Haukur, slikt er ekki hægt. En við Finnbjörn vorum saman á OL i Miinehen 1972 sem áhorfendur. Finnbjörn er þess fullviss að „tartan"- brautirnar eins og þar eru (og alls stað- ar L heiminum nema hér) gefi % sek- úndu betri tíma í 200 m hlaupi, en mal- 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.