Íþróttablaðið - 01.12.1974, Side 9

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Side 9
ar sem stráka. En við vorum þó í öllu. Við áttum heima í Vonarstræti rétt við KR-húsið, þar sem Benedikt Jakobsson réð ríkjum. Við vorum þar inni og þar í kring öllum stundum, en fótboltinn var vinsælastur. — Já, eins og pabbi sagði, grípur Haukur fram í. „Þetta var 10 tíma hálf- leikur". Það var sparkað frá morgni til kvölds. —■ Svo fórum við í Fram, eins og pabbi, útskýrir örn. Við urðum „fúllbakk ar" eins og hann. Við kepptum í 4. flokki, 3. flokki og byrjuðum í 2. flokki. Haukur var alltaf „fúllbakk" en ég var kominn í markið. Og þá kom iR-námskeiðið í Vatns- mýrinni undir stjórn Davíðs Sigurðs- sonar, íþróttakennara, nú bílasala. Þá blossaði frjálsíþróttaáhuginn upp að nýju og yfirkeyrði allt Það lifði alltaf vel í neistanum, sem OL-fréttirnar og kaffipokamyndirnar höfðu tendrað. Við höfðum lært af myndunum og reyndum að ná þeim stíl, sem þær höfðu grópað í barnShugann. Eftir námskeiðið hófum við strax að keppa og náðum fljótt góð- um árangri. Svo kom Georg Bergfors til skiða- manna hér. Hann beitti sér fyrir fyrstu heimsókn sænskra frjálsíþróttamanna hingað 1946, og hann þjálfaði svo frjáls- íþróttamenn IR það sumar. Við tókum líka að lesa allar þær íþróttabækur, sem við gátum náð í. Þær voru einkum ame- rískar og ekkert var til sparað að kom- ast yfir þær. Þær voru biblíur okkar. Þær fjölluðu um fræga garpa. — Varð faðir ykkar móðgaður er þið hurfuð frá knattspyrnunni að frjálsum íþróttum ? — Nei, nei, segja báðir. Hann vildi jafnvel heldur að við værum í þeim. Hann hafði í raun meiri áhuga á og mat meira einstaklingsiþróttir en hópíþrótt eins og knattspyrnu. — Og reyndust þær skemmtilegri en knattspyrnan? —• Hvort tveggja hefur sínar ágætu hliðar, segir Haukur. Mér fannst meira gaman að æfa knattspyrnu, en skemmti- legra að keppa í frjálsum. — Já, segir örn, þetta er rétt. Frjáls- íþróttaæfingar t. d. að vetrarlagi eru ekkert annað en þrældómur. Að fara út í hvernig veðri sem er til að auka út- hald sitt, er þrældómur. — Já, og hlaupa marga km. í skíðaskóm, bætir Haukur við. — Gerðuð þið það strax? — Já, mjög fljótlega. I því dreif Berg- fors og Svíarnir, sem komu hingað 1946 og kenndu okkur æfingareglur. Berg- fors innleiddi þrekæfingar á veturna úti hvernig sem aðstæður voru og hafði mikið dálæti á að láta okkur hlaupa á skíðaskóm og á annan ihátt að auka á erfiði æfinganna, t. d. að láta okkur hlaupa í mýrlendi á vorin. Æfingum Bergfors var svo haldið á- fram hér veturinn 1947—48, er Mac Donald Baily kom hingað. Hann var hér um skeið þann vetur, en fór svo utan undir vorið til að fullþjálfa fyrir OL í Lundúnum. Við æfðum svona úti með 'honum um veturinn. — Var Baily mikill kennari? — Nei, í raun og veru fór hann að æfa meira eins og við æfðum. Það er því ekki hægt að segja, að hann hafi í raun verið okkar kennari. Koma hans skapaði gagnkvæman lærdóm og um- ræður. — Aðstæðurnar voru ömurlegar hér á þeim tíma, segir Haukur. Stærsti og bezti íþróttasalurinn var íþróttahús Há- skólans. Við vorum þar aldrei mikið, vorum mest uppi í ÍR-húsi við Túngötu og hlupum þaðan út. Það var eins með námskeið í Vatnsmýrinni. Menn komu í gallanum ofan af Melavelli, eða heim- an að, og fóru svo þangað aftur til baða að loknum æfingum á venjulegu, ís- lenzku, ósléttu mýrartúni. Þetta var að- staðan þá. Berum hana svo saman við aðstöðuna í dag. Æfingasalur undir allri stúku Laugardalsvallarins, þar sem æfa má spretti allan veturinn, öll stökk og allar kastgreinar. Þetta er ólýsanlegur aðstöðumunur — og þó svona hafi verið úr bætt, búa islenzkir frjálsíþróttamenn enn við mun lakari aðstöðu en þeir sem þeir eiga að keppa við erlendis. —• Það er í raun engum getum hægt að leiða að því, hvert þið og ykkar frægi samtímahópur hefðu getað náð með betri aðstöðu — Nei, segir Haukur, slikt er ekki hægt. En við Finnbjörn vorum saman á OL i Miinehen 1972 sem áhorfendur. Finnbjörn er þess fullviss að „tartan"- brautirnar eins og þar eru (og alls stað- ar L heiminum nema hér) gefi % sek- úndu betri tíma í 200 m hlaupi, en mal- 9

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.