Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 45
Sitt af hverju frá ÍSÍ □ ISl-horniÖ í útvarpinu Oröið hefur að samkomulagi milli RikisútVarpsins og íþróttasambandsins, að í íþróttaþáttum útvarpsins á laugar- dögum í vetur, verði ISf með framlag í öðrum hvorum þætti, þar sem greint verði frá og tekin til meðferðar ýmis mál er varða íþróttahreyfinguna al- mennt. Stjórn fSf hefur ákveðið að skipta með sér verkum i þessu sambandi á þann veg, að einstakir stjórnarmenn taki þessa þætti að sér til skiptis og fjalli um þau viðfangsefni, sem þeim eru einkum kunnug og efst eru á baugi hverju sinni. □ Héraðssamband á Seltjarnarnesi íþróttafélagið Grótta og Golfklúbb- ur Ness á Seltjarnarnesi hafa látið í ljósi vilja sinn á því, að stofnað verði sérstakt íþróttahérað (iþróttabandalag) fyrir Seltjarnarnes. Þessi félög heyra nú skipulagslega séð undir UMSK. Samkvæmt Iþróttalögunum frá 1940 annast fiþróttanefnd ríkisins um skipt- ingu landsins i íþróttahéruð í samráði við stjórnir fSf Og UMFI. — Samkvæmt sömu lögum skal Iþróttanefnd og íþrótta fultrúi vinna að því að allir aðilar um •íþróttamál í hverju íþróttahéraði bind- ist samtökum um hagsmuni sína. — Ósk Seltirninga um stofnun eigin iþrótta- héraðs er nú til athugunar hjá Iþrótta- nefnd. □ Iþróttir — Slys, nýr bæklingur frá 1S1 S. 1. sumar gaf ISÍ út bæklinginn fþróttir — Slys. Hann er tekinn saman af Jóni Ásgeirssyni fréttamanni en að mestu saminn eftir hliðstæðum norskum bæklingi. I þessu nauðsynlega og 'hand- hæga hefti er f jallað um allskonar meiðsl og slys, er verða í íþróttum og hvernig þjálfarar og iðkendur sjálfir eiga að bregðast við þegar slys og óhöpp ber að höndum. Þarf ekki að fjölyrða um hversu þýðingarmikið það er fyrir við- komandi íþróttamenn, að rétt sé að stað- ið í þeim efnum. Fræðsluyfirvöld Reykjavíkur keyptu þennan bækling til notkunar í öllum íþróttasölum borgarinnar og áformað er að dreifa honum í íþróttasali og á leik- velli víðs vegar um landið. Allir þjálfarar í hinum ýmsu íþrótta- greinum ættu að eignast bæklinginn fþróttir — Slys. Hann fæst á skrifstofu fSf og kostar aðeins kr. 250.00. Nægjan- legt er að panta hann í gegnum síma og verður hann þá sendur gegn póst- kröfu. □ Iþróttamiöstöö ISI aö Laugarvatni Starfsemi Iþróttamiðstöðvar fSI var í hámarki s.l. sumar og urðu dvalardagar samtals um 3500. Er það um 15% aukn- ing frá árinu áður. Knattspyrnumenn voru þar lang fjölmennastir, en einnig voru þar iðkendur í Judo, handknattleik, körfuknattleik og fimleikum. Iþrótta- hóparnir voru frá Reykjavík, Akranesi, Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík, ým- ist frá félögum eða samböndum. Höskuldur Goði Karlsson kennari, sem verið hefur forstöðumaður fþróttamið- stöðvarinnar frá því hún tók til starfa, er nú í árs leyfi frá störfum og dvelur ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku, og verður því ekki starfandi við Iþrótta- miðstöðina á komandi sumri. fþróttamiðstöðin mun væntanlega starfa með svipuðu sniði næsta sumar og undanfarin ár og er þegar farið að gera fyrirspurnir um aðstöðu. □ Sérsamböndin fá betra húsnæöi. Með tilkomu nýbyggingarinnar í Laugardal, sem er áföst við eldri skrif- stofubygginguna, hefur skapast stórauk- in og bætt starfsaðstaða hjá sérsam- böndunum. fSf er eigandi fyrstu hæðar hinnar nýju byggingar og hefur leigt hana alla til sérsambanda. Með þessu rýmkaðist einnig húsnæði í eldri bygg- ingunni og hafa sum sérsambandanna fengið þar aðstöðu. KSf er hins vegar eigandi að 3. hæð nýbyggingarinnar og er þar með sína bækistöð. Eftir þessar breytingar eru nær öll sér- smaböndin með aðsetur í Iþróttamiðstöð- inni 1 Laugardal. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.