Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 51

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 51
sem Harrison Dillard, Andy Stanfield og fleiri eru að hjálpa mér á ýmsan hátt. Og í þessari keppni komst ég- næst Bob Mathias í stigum, sem nokkur mað- ur komst í keppni við hann i tugiþraut. Hann hlaut 7346, ég 7197, og þá hafði hann nýlega sett heimsmet í þrautinni. Annars er af mörgu eftirminnilegu að taka, heldur örn áfram. Það skeði margt skemmtilegt á þessum árum. Ég man t. d. að við Haukur vorum að keppa í Svíþjóð 1948 og á einu móti tóku þeir þátt hinir heimskunnu svörtu hlauparar Lloyd LaBeach, MacKenley og Arthur Wint. Sá fjórði hafði fengið hálsbólgu í Kaupmannahöfn og var skil- inn þar eftir. Ég réðist til Finnlands- farar ásamt þeim þremenningum, en Haukur keppti á mótum í Svíþjóð. 1 Finnlandi var okkur útlendingunum att út i 1000 m boðhlaup og hlupum á móti sveit 10 Finna, sem hlupu 100 m hver. Ég hljóp fyrsta sprettinn (100 m), LaBeach tók við, nýbakaður heimsmet- hafi i 200 m hlaupi, þá McKenley og loks Arthur Wint. Við unnum finnsku sveitina og tíminn var undir gildandi heimsmetstíma, en sveitin að sjálfsögðu ólögleg til slíks. — En Haukur, hver er þín minnis- stæðasta keppni? —. Það er Norðurlandamótið í Stokk- 'hólmi 1947, þ. e. a. s. Svíþjóð — hin Norðurlöndin. Ég var þá 18 ára og yngstur þátttakenda í mótinu. Ég var tippaður síðastur í öllum blöðum um morguninn, nema af Sverker Benson í Idrætsbladet. Við vorum valdir í þessa keppni eftir tímum hérna heima. 1 200 m hlaupinu voru Peter Block frá Nor- egi og Hákon Tranberg sem átti norska metið auk mín og Svíarnir Strandberg, Lundqvist og Sven Hedin. Sverker hafði spáð Islendingnum sigri — en hann var mikill vinur okkar, en varð að athlægi fyrir spá sína. Sven Járring, frægur útvarpsmaður, lýsti þessari keppni til allra Norður- landa og Jakob Möller fyrrum ráðherra heyrði þá lýsingu hér heima. — Hann hringdi í pabba, sem þá var með aðra ráðherra á Þingvöllum, og þangað fékk hann fréttirnar. Svona áhugasamur var Jakob Möller fyrir íþróttunum að hann sat og hlustaði á sænska iþróttalýsingu. Otvarpsþulurinn sagði að ég hefði legið eftir í viðbragðinu, en ég hljóp á 1. braut. Á næstu braut var Strandberg, sem unnið hafði 100 m hlaupið og var spáð sigri, enda átti hann Evrópumet í 100 m hlaupi. Þegar ég finn eftir um 70 m hlaupna að ég er kominn að hlið hans, óx mér ásmegin Ég fékk einhvern aukakraft. Þegar út úr beygjunni er komið erum við nokkurn veginn jafnir, en þá var Hákon Tranberg kominn langt á undan, þetta 2—3 m. En iþá einhvern veginn fékk ég kraft og tók að saxa á bilið og kom meira en metra á undan í mark. — En er þér ekki Norðurlandamet þitt í 200 m hlaupi minnisstætt? — Jú, reyndar, en hin keppnin, sem ég áður lýsti, er mér enn hugstæðari. Norðurlandametið, 21.3, setti ég í Stokk- hólmi 1950. Það var í keppni móti Mac- Kenley. Kenley jafnaði þá heimsmetið í 200 m hlaupi á beygju, 20.6 sek., en ég varð annar i þvi hlaupi á 21.3. Það met var Norðurlandamet i rúm 6 ár og stendur enn sem Islandsmet, elzt is- lenzkra meta, enda komið á 25. aldurs- ár. — Minnisverðir samtímamenn ykkar í íþróttunum? —. Það er fyrst og fremst Finnbjörn, en svo auðvitað margir aðrir, eins og t. d. Torfi Bryngeirsson, Gunnar Huse- by, Guðmundur Lárusson o. fl. sem oft voru með okkur. En utanfararhópurinn í ÍR-ferðinni 1947 verður kannski alltaf minnisstæðastur. Sú ferð var stórkost- leg og kannski munum við hana bezt af því að hún var fyrst i röð margra ferða og opnaði ævintýraheiminn. Það gerðist margt i mörgum ferðum. Það gleymist t. d. seint 1500 m hlaupið hans Óskars Jónssonar er hann sigraði Bandaríkjamanninn Hulse í 1500 m hlaupi í Osló. Eftir það var Óskar aldrei kallaður annað en Óskar Hulse. Hulse var þá einn af beztu hlaupurum heims. Þá kom yfir Óskar, það sem kom yfir fleiri í þessari og næstu ferðum, ein- hver ólýsanlegur kraftur á réttu augna- bliki. Þarna blómstraði margra ára Þjálfun, sem unnið hafði verið að af einstakri alúð. — Og hvernig list ykkur á þjálfunina í dag? —1 Ja, hún er ailt öðru vísi. Nú eru iþeir farnir að trúa því að hltuparar þurfi ekki að hlaupa, nú sé nóg að æfa aflraunir einhvers staðar í leikfimissal. — Hafið þið ekki trú á Því? — Ekki nema takmarkaða og að það sé gert mátulega, segir Haukur. Slíkt eyðileggur á þeim skrokkinn til hlaupa. Ef menn hnýta vöðva sína með aflraun- um, fá þeir allt öðru vísi vöðva en nauð- synlegir eru hlaupurum. Við notuðum lyftingar í okkar æfingum á vissan hátt en ekki eins og gert er í dag. Og ég get ekki séð að æfingar í dag hafi skapað betri hlaupara. Ef svo væri, þá ætti ég ekki 24 ára gamalt met, þrátt fyrir nýj- ar „tartan“-brautir, sem menn nú njóta. —• En hvað finnst ykkur um áhugann í dag? — Þó ha»n sé vaxandi fyrir frjálsum í dag, þá hefur handboltinn og reyndar aliir boltaleikir tekið yfirhöndina. Mér finnst það um of, segir Örn. Ég er ekki á móti knattleikjum og veit að þeir eru erfiðir og krefjast líka mikillar þjálf- unar. En slíkir hópleikir skapa sjaldan einstaka afreksmenn. Það er ekki hægt að vita hvort handknattleiksmaður er betri í dag eða fyrir 15 árum, hvort um raunverulega framför er að ræða. Slíkt er ekki hægt að mæla. Og ég held að við töpum mörgu efninu í þessar hóp- íþróttir. — Ég held að efniviðurinn í frjálsíþróttamenn sé ekki síður fyrir hendi í dag en á okkar ungu árum. Þeir týnast bara í hópana. Þjálfunin á okkar tímum var alltaf leikur — leikur unninn af fullri alvöru þó, en við hlið erfiðisvinnu. Ég held að erfiðisvinnain, sem við unnum hvert sumar, hafi verið snar þáttur í okkar æfingakerfi. Við bræðurnir hættum hins vegar of snemma, eða á 23. aldursári. Kannski náðum við aldrei því, sem við hefðum getað náð að sýna. —- En Það eru þó afreksmenn til enn í dag? — Já, vissulega og það mjög athygl- isverðir, segir Haukur. Sjáið t. d. Er- lend Valdimarsson. Þar er afreksmaður á heimsmælikvarða. Slík efni geta ísl. þjálfarar þjálfað til slíkra afreka sem dæmin sanna. En hann er slíkt efni, að 'hann þyrfti að komast undir hendur lærðustu þjálfara. Þá möguleika þyrfti að opna og Þá hefði átt að opna fyrir áratugum, þó það sé merkilegt hverju íslenzkir þjálfarar hafa getað afrekað í samvinnu við góða íþróttamenn. örn og Haukur viO ndm. Haukur er S0 mínútum „eldri" bróSirinn. Hér lesa þeir á skólaárum sínum. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.