Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 7
Kvöldstund með Erni og Hnuki Clousen
Kaffipakkamyndir og
útvarpsfréttir frá OL í
Berlín kveiktu neistann
— Hvernig byrjaöi þetta allt saman?
— Það er eftir því, hvernig á það er
litið. Oftast hefur upphafið verið talið
námskeið IR í Vatnsmýrinni 1944. En
byrjunina má i raun rekja allt til
bernskuáranna er við vorum í sveit að
Apavatni 1936, 8 ára gamlir. Fréttirnar
frá Olympíuleikunum höfðu þau áhrif
á okkur að við fórum að iðka frjálsar
íþróttir baki brotnu. Þar í sveit var eins
og víðast batterís-útvarpstæki, og það
varð ægileg sorg, er búið var af rafhlöð-
unni og ekki komið annað frá kaupfé-
laginu á Selfossi, segir Örn.
— Það var meira að segja farið rið-
andi til Laugarvatns, 2ja stunda reið,
til að láta hlaða, ef Það brást að ný raf-
hlaða kæmi með mjólkurbílnum, skýtur
Haukur inn i.
— Já, við vorum ógurlega spenntir
þá strax, segir örn. Og sumarið eftir
fórum við að safna myndunum, sem
fylgdu Kaabers-kaffipökkunum. Þeim
tókst okkur að safna á endanum. En
áratug síðar gáfum við þær sænska
kúluvarparanum Herbert Vilny, sem
hingað kom — var það ekki, Haukur?
— Nei, nei, svarar Haukur, við eig-
um kaffipokamyndirnar. Það var frí-
merkjasafnið okkar, sem við gáfum
honum. Af þessu má sjá, að þeir bræður
lögðu ungir svipað dýrmætamat á í-
þróttamyndirnar frá OL 1936 og fri-
merkjasafnið, sem þó var flestum ís-
lenzkum drengjum mjög dýrmætt.
— Entist svo þessi neisti, sem OL-
fréttirnar frá Berlín kveikti í brjóstum
ykkar?
— Já, á vissan hátt, segir örn. Þó
var fótboltinn snarari þáttur í lífi okk-
Textis
Atli Steinarsson:
7
Nöfn tvíburabræðranna Arnar og Hauks Clausen eru fræg
í sögu íslenskra íþrótta og þau verða seint afmáð af spjöldum
þeirrar sögu. Þeir urðu víðfrægir fyrir framúrskarandi getu
sína í íþróttum, fyrir einstakan kaft og keppnisvilja og fyrir
ákveðna og djarfmannlega framkomu á velli sem utan vallar.
Þær stundir runnu upp að áhorfendur á stórmótum Evrópu
dáðu þá og afrek þeirra. Fólk táraðist á Haysel leikvanginum
í Brussel 1950 er Örn viðurkenndi ósigur sinn í tugþraut með
því að rétta keppinaut sínum — aðframkomnum af þrevtu —
hönd sína og hlaupa þannig með honum yfir marksnúruna. Þar
lauk einni eftirminnilegustu tugþrautarkeppni, sem sögur fara
af.
Fólk fagnaði innilega er Haukur setti Norðurlandamet í 200
m hlaupi í Stokkhólmi 1950, Norðurlandamet, sem stóð í 6
ár. Þetta met Hauks stendur enn sem íslandsmet, og er elsta
metið á metaskrá íslands, nú á 25. aldursári.
Að rekja glæsilegan íþróttaferil þessara óvenjulegu tvíbura,
verður ekki gert í blaðagrein. Til þess þarf bók. En við hittum
þá tvíbura á heimili Hauks tannlæknis í Arnarnesi kvöld eitl
nú fyrir skömmu, til þess að kanna hvað þeir mvndu helst frá
ferli sínum, hvað það er sem iljar þeim enn helst um hjarta-
ræturnar, er þeir minnast hins óvenjulega ferils. Sú kvöld-
stund var fljót að líða.