Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 7
Kvöldstund með Erni og Hnuki Clousen Kaffipakkamyndir og útvarpsfréttir frá OL í Berlín kveiktu neistann — Hvernig byrjaöi þetta allt saman? — Það er eftir því, hvernig á það er litið. Oftast hefur upphafið verið talið námskeið IR í Vatnsmýrinni 1944. En byrjunina má i raun rekja allt til bernskuáranna er við vorum í sveit að Apavatni 1936, 8 ára gamlir. Fréttirnar frá Olympíuleikunum höfðu þau áhrif á okkur að við fórum að iðka frjálsar íþróttir baki brotnu. Þar í sveit var eins og víðast batterís-útvarpstæki, og það varð ægileg sorg, er búið var af rafhlöð- unni og ekki komið annað frá kaupfé- laginu á Selfossi, segir Örn. — Það var meira að segja farið rið- andi til Laugarvatns, 2ja stunda reið, til að láta hlaða, ef Það brást að ný raf- hlaða kæmi með mjólkurbílnum, skýtur Haukur inn i. — Já, við vorum ógurlega spenntir þá strax, segir örn. Og sumarið eftir fórum við að safna myndunum, sem fylgdu Kaabers-kaffipökkunum. Þeim tókst okkur að safna á endanum. En áratug síðar gáfum við þær sænska kúluvarparanum Herbert Vilny, sem hingað kom — var það ekki, Haukur? — Nei, nei, svarar Haukur, við eig- um kaffipokamyndirnar. Það var frí- merkjasafnið okkar, sem við gáfum honum. Af þessu má sjá, að þeir bræður lögðu ungir svipað dýrmætamat á í- þróttamyndirnar frá OL 1936 og fri- merkjasafnið, sem þó var flestum ís- lenzkum drengjum mjög dýrmætt. — Entist svo þessi neisti, sem OL- fréttirnar frá Berlín kveikti í brjóstum ykkar? — Já, á vissan hátt, segir örn. Þó var fótboltinn snarari þáttur í lífi okk- Textis Atli Steinarsson: 7 Nöfn tvíburabræðranna Arnar og Hauks Clausen eru fræg í sögu íslenskra íþrótta og þau verða seint afmáð af spjöldum þeirrar sögu. Þeir urðu víðfrægir fyrir framúrskarandi getu sína í íþróttum, fyrir einstakan kaft og keppnisvilja og fyrir ákveðna og djarfmannlega framkomu á velli sem utan vallar. Þær stundir runnu upp að áhorfendur á stórmótum Evrópu dáðu þá og afrek þeirra. Fólk táraðist á Haysel leikvanginum í Brussel 1950 er Örn viðurkenndi ósigur sinn í tugþraut með því að rétta keppinaut sínum — aðframkomnum af þrevtu — hönd sína og hlaupa þannig með honum yfir marksnúruna. Þar lauk einni eftirminnilegustu tugþrautarkeppni, sem sögur fara af. Fólk fagnaði innilega er Haukur setti Norðurlandamet í 200 m hlaupi í Stokkhólmi 1950, Norðurlandamet, sem stóð í 6 ár. Þetta met Hauks stendur enn sem íslandsmet, og er elsta metið á metaskrá íslands, nú á 25. aldursári. Að rekja glæsilegan íþróttaferil þessara óvenjulegu tvíbura, verður ekki gert í blaðagrein. Til þess þarf bók. En við hittum þá tvíbura á heimili Hauks tannlæknis í Arnarnesi kvöld eitl nú fyrir skömmu, til þess að kanna hvað þeir mvndu helst frá ferli sínum, hvað það er sem iljar þeim enn helst um hjarta- ræturnar, er þeir minnast hins óvenjulega ferils. Sú kvöld- stund var fljót að líða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.