Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 27
Hluti þátttakenda l þjdlfaranámskeiöi Juaosamoandsins, f.v.: Michael Vachun kennari, össur Torfason, Anna Hjaltadóttir,
Sig. H. Jðhannsson, Jóhannes Haraldsson, Sigurjón Kristjánsson 0g Eysteinn Þnrvdldsson. — AÖ loknu þjálfaranámskeiðinu
hlutu þátttakendur réttindi ýmist sem félaga-, héraða- eða la ndsþjálfarar.
dregur mjög mikið úr öllum hreyfi-
möguleikum líkamans. Ég held að það
sé vonlaust að um nokkrar framfarir
geti orðið að ræða meðan ekki er hlust-
að á það, að það þurfi að þróa glím-
una eins og aðrar íþróttir, þar sem alltaf
eru einhverjar nýjungar á ferðinni.
— Hvað er að frétta af Judosam-
bandinu og starfsemi þess?
Stuttu eftir stofnun Judosambands-
ins fyrir tæpur tveimur árum, gerðum
við einskonar úttekt á stöðu íþróttar-
innar. Þá var judo iðkað hjá þrem fé-
lögum. Jafnframt gerðum við áætlun
um hvernig mætti auka útbreiðsluna.
Við ýmis vandamál er að fást. Judo er
mjög teknisk íþrótt og mikil vöntun hef-
ur verið á þjálfurum og dómurum.
Þess vegna efndum við á þessu ári
bæði til þjálfara- og dómaranámskeiðs
og það skilar mjög góðum árangri. For-
maður breska dómarasambandsins, Ray
Mitchell stjórnaði dómaranámskeiðinu,
og að því loknu höfum við fengið 6
iandsdómara og 8 héraðsdómara. Tékk-
inn Vaohun stjórnaði hins vegar þjálf-
aranámskeiðinu og höfum við nú fengið
þjálfara af þremur gráðum ,þ.e. félaga-
þjálfara, héraðsþjálfara og landsþjálf-
ara. Þessi tvö námskeið og árangurinn
sem þau skila, gjörbreytir aðstöðu okk-
ar til eflingar íþróttinni. Judoiðkendum
fjölgar líka stöðugt og i vetur hefjast
sennilega æfingar á Akureyri, Selfossi
og í Mosfellssveit.
MIKIL SAMSKIPTI VIÐ ÚTLÖND. —
SILFURVERÐLAUN Á NORÐUR-
LANDAMÓTI
Strax i upphafi tókum við þá ákvörð-’
un að eiga mikil samskipti við önnur
lönd, alveg ákveðið og hiklaust. Á þessu
ári höfum við t.d. háð 4 landskeppnir
og sendum í fyrsta sinn sveit til þátttöku
í Norðurlandameistaramótinu í judo. ís-
lenska sveitin náði þeim prýðisgóða ár-
angri að hljóta silfurverðlaun á mót-
inu. En á Norðurlandameistaramótinu
1973 var Svavar Carlsen aðeins hárs-
breidd frá því að verða meistari. Judo-
menn okkar hafa hlotið ómetanlega
reynslu með þátttöku sinni i þessari
keppni og öðrum og frammistaða þeirra
hefur verið mjög örvandi fyrir aðra
Judoiðkendur og Judosambanddið.
— Mörg verkefni framundan?
Við eigum mikið verkefni framundan,
þar sem er framkvæmd Norðurlanda-
meistaramótsins i Judo hér í Reykjavík
í aprilmánuði n.k. — Leggjum við metn-
að okkar í það að standa sem best að
framkvæmd þess og eins að ná góðum
árangri í sjálfri keppninni. Þátttakend-
ur verða væntanlega alls um 70.
Evrópumeistaramótið i Judo verður
haldið í París á næsta ári og svo stytt-
ist óðum 1 Olympíuleikana í Montreal
1976 og Moskvu 1980, en Judo er meðal
þeirra greina sem keppt er í á Olympíu-
leikunum.
Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið,
segir formaður Judosambandsins, um
leið og við sláum botninn í spjallið.
SM.
Landsliðsþjálfarinn Michael Vachun sýnir
þátttakendum á þjálfaranámskeiði bragð
á Sigurði Jóhannssyni, einum reyndasta
judomanni islendinga.
27