Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 23
Vikuna 17.—24. nóvember dvaldi ís- lenska landsliðið i borðtennis í Færeyj- um. Þetta var 15 manna 'hópur. I karla- flokki voru Ólafur H. Ólafsson, Hjálm- ar Aðaisteinsson, Ragnar Ragnarsson, Jón Sigurðsson, Björgvin Jóhannesson og Birkir Þ. Gunnarsson. 1 flokki eldri unglinga: Gunnar Finn- björnsson, Jónas Kristjánsson og Hjört- ur Jóhannsson. 1 flokki unglinga voru Tómas Guðjónsson, Hjálmtýr Hafsteins- son og Guðmundur Jóhannsson. Sveina Sveinbjörnsdóttir keppti í kvennaflokki. Kona Hjálmars, Margrét Björnsdóttir var með í förinni. Flogið var frá Reykjavík í Ijómandi nóvembersól um hádegi sunnudagsins 17. nóvember. Á flugvellinum á Vogey tók Sverrir Midjord formaður borðtenn- isnefndar ISF á móti okkur ásamt Sig- urd Beck og fleirum. Þeir voru með langferðabíl sem flutti okkur þvert yfir Vogey. Ekið var um borð í ferju og er um 20 mín. sigling yfir til Vestmanna, sem er á Straumey. Þaðan er kiukku- tíma bílferð til Þórshafnar. Gist var i farfuglaheimilinu eða „Vallaraheim" eins og Færeyingar kalla það. Mánudaginn 18. nóvember hófst svo landsleikur og var byrjað á keppni yngri og eldri unglinga kl. 18.00 og lauk þeirri keppni með sigri Islendinga 12—1 hjá eldri unglingum og tapaðist þar einung- is einn einliðaleikur, og 7—4 hjá yngri unglingum. Sveina keppti við þrjár fær- eyskar stúlkur og vann þær auðveldlega. Þá hófst keppni í karlaflokki og voru 5 menn í einliðaleik og 3 pör í tvíliða- leik. Þessari viðureign lauk með glæsi- legum sigri fyrir Island 25—3 og töpuð- ust einungis tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur. Að lokinni keppni bauð stjórn ÍSF til hófs í veitingasal íþróttahallarinnar. — Sverri Midjord afhenti þar hinn glæsi- lega farandgrip sem Færeyingar hafa varðveitt frá því þeir komu til Reykja- víkur s.l. 'haust. Formaður ISF færði okkur að gjöf krús eina og mikla, hand- málaða með færeyskri landslagsmynd, „Risinn og kerlingin". Um hádegi á þriðjudag var svo siglt með Smyrli til Tvöreyrar sem er einn stærsti bær á Suðurey. Það má segja að Tvöreyri sé vagga borðtennis í Fær- eyjum og hófust æfingar þar upp úr seinni heimsstyrjöld. Árið 1959 er haldið fyrsta borðtennismeistaramót Færeyja og var meistarinn frá Tvöreyri. Færeyja meistarinn í ár Alec Beck er einnig það- an en hann hefur verið Færeyjameistari í borðtennis sex ár í röð. Miðvikudaginn 20. nóv. var svo opið mót á Tvöreyri. Tómas Guðjónsson sigr- aði í flokki yngri unglinga og var Hjálm- Framhald á bl*. 4 6 Hjálmar AOalsteimson og ajorgwn Jðhannesson leika tviliSaleik i landskeppn- inni viO Færeyinga. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.