Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 17
ur og meS hörkúskoti sendir hann knöttinn í mark Valsmanna við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Færist nú fjör í leikinn og Skaga- menn herða sóknina allt hvað af tekur og má nú segja að.þeir hafi tekið leik- inn að mestu í sínar hendur. Valsmenn þétta vörnina og hrinda hverri sóknar- lotunni á fætur annarri. Völlurinn gjörspillist af rigningunni svo illmögu- legt er að leika. Áhorfendur hvetja leikmenn óspart, en mörkin láta á sér standa. Á 68. mín gera Skagamenn enn eina sóknarlotuna, en Valsmenn hrinda henni og spyrna knettinum langt fram á völlinn, fram undir vallarmiðju. Þar er Dagbjartur Hannesson miðvörður Skagamanna fyrir og sendir hann knött inn rakleiðis til baka að marki Vals- manna. Knötturinn svífur í boga að markinu og áður en nokkur áttar sig er hann I netinu og dómarinn dæmir mark. Áhangendur Skagamanna í hópi á- horfenda kunna sér engin læti fyrir fögnuði, Valsmenn sitja þögulir og virðast ekki átta sig á því hvað hafði skeð. Var það mögulegt, að Dagbjart- ur hafi skorað frá miðju? Sveinn Helgason miðvörður Vals kem ur hlaupandi til Helga Daníelssonar markvarðar og spyr hvernig þetta geti eiginlega skeð. — Helgi biður hann að vera rólegan, því að knötturinn hafi farið yfir markið, svo hann skuli bara hafa sig hægan. Bendir Sveinn þá á knöttinn í marknetinu og Helgi á ekk- ert svar. Leikmenn Vals hópast nú að markinu og sjá að möskvi er rifinn á þaki netsins. Gat það verið að knött- urinn hafi farið í gegnum þetta gat? Þeir neita að afhenda knöttinn til að byrja leikinn á ný, nema dómarinn komi til að sjá rifna möskvann. Eftir dálítið þjark og rifrildi kemur dómarinn loks, tekur knöttinn og still- ir honum sjálfur upp á miðjunni og flautar til leiks. Hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir var leiksins og dómarinn inn- siglar sigur Skagamanna með því að flauta leikinn af. Sigurjón Jónsson formaður KSl af- hendir Ríkharði Islandsbikarinn og næl ir verðlaunapening í hvern leikmann og áhorfendur hylla sigurvegarana. Þannig lauk viðureigninni á Mela- vellmum í það skiptið, en þar með var sagan ekki öll. Strax að leik loknum hópuðust menn saman og deildu ákaft um hið um- deilda mark. Sýndist þar sitt hverjum, eins og gerist og gengur, um hvora leiðina knötturinn hafi farið í mark- ið, án þess að komast að neinni niður- stöðu Voru menn alveg vissir í sinni sök, allt eftir því með hvoru liðinu þeir héldu. Þegar dagblöðin komu út á þriðju- deginum 8. september kom i ljós, að þau voru heldur ekki sammála. Við skulum að lokum líta í blöðin og heyra hvað dómarinn og nokkrir leikmenn liðanna höfðu um þetta mark að segja: Guöjón Einarsson, dómari: „Ég at- hugaði marknetjð áður en leikurinn hófst og var það alveg heilt. Hvernig það hefur rifnað er erfitt að geta sér til um. Linuvörður gerði enga athuga- send við síðasta mark Akurnesinga og sjálfur sá ég ekki betur, en að það væri löglega skorað.“ Hélgi Daníelsson, markvörður Vals, sagði m.a.: „Ég misreiknaði ekki knöttinn, sem Akurnesingar fengu sig- urmark sitt úr. Ég sá að hann fór yfir þverslána." Ríkharöur Jónsson, fyrirliði Akur- nesinga, sagði m.a.: „Ég fullyrði að siðasta mark okkar var algjörlega lög- lega skorað, enda hafði ég góða að- stöðu til að fylgjast með því.“ Einar Hálldórsson, fyrirliði Vals sagði nv.a.: „Ég er viss um það að síð- asta markið var óiöglegt. — Knöttur- inn féll næstum beint niður úr tals- verðri hæð og vegna þess hve hann var háll vegna rigningarinnar reif hann einn möskvann í netinu. Á engan ann- an hátt hefur netið rifnað.“ Já, það sýnist svo sannarlega sitt hverjum og allir eru vissir í sinni sök. En eitt er víst, að aldrei fæst úr því skorið hvort markið var löglegt, eða ekki. Mikið var rætt og ritað um þetta mark og deilur oft harðvítugar. Netið varð meira að segja svo frægt, að eitt blaðið stakk upp á því, að gatið yrði skorið úr því og því komið á safn. Tilgangur minn með því að rifja upp þennan leik, er ekki sá, að vekja um hann deilur á ný, enda eru ár og dagar síðan menn sættu sig við orðinn hlut. En hitt er, að ieikurinn er mér minn- isstæðastur flestra þeirra leikja, sem ég hef leikið um æfina. Og það eru einmitt hin óvæntu atvik, sem gera knattspyrnuna jafn vinsæla og raun ber vitni, jafnt fyrir leikmenn sem á- horfendur. Valsmenn, Jón Þórarinsson, Helgi Dan og Halldór Halldórsson mótmæla markinu. Guöjón Einarsson, dómari leiksins, táldi aö lhér vceri um mark aö ræöa. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.