Íþróttablaðið - 01.12.1974, Síða 23

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Síða 23
Vikuna 17.—24. nóvember dvaldi ís- lenska landsliðið i borðtennis í Færeyj- um. Þetta var 15 manna 'hópur. I karla- flokki voru Ólafur H. Ólafsson, Hjálm- ar Aðaisteinsson, Ragnar Ragnarsson, Jón Sigurðsson, Björgvin Jóhannesson og Birkir Þ. Gunnarsson. 1 flokki eldri unglinga: Gunnar Finn- björnsson, Jónas Kristjánsson og Hjört- ur Jóhannsson. 1 flokki unglinga voru Tómas Guðjónsson, Hjálmtýr Hafsteins- son og Guðmundur Jóhannsson. Sveina Sveinbjörnsdóttir keppti í kvennaflokki. Kona Hjálmars, Margrét Björnsdóttir var með í förinni. Flogið var frá Reykjavík í Ijómandi nóvembersól um hádegi sunnudagsins 17. nóvember. Á flugvellinum á Vogey tók Sverrir Midjord formaður borðtenn- isnefndar ISF á móti okkur ásamt Sig- urd Beck og fleirum. Þeir voru með langferðabíl sem flutti okkur þvert yfir Vogey. Ekið var um borð í ferju og er um 20 mín. sigling yfir til Vestmanna, sem er á Straumey. Þaðan er kiukku- tíma bílferð til Þórshafnar. Gist var i farfuglaheimilinu eða „Vallaraheim" eins og Færeyingar kalla það. Mánudaginn 18. nóvember hófst svo landsleikur og var byrjað á keppni yngri og eldri unglinga kl. 18.00 og lauk þeirri keppni með sigri Islendinga 12—1 hjá eldri unglingum og tapaðist þar einung- is einn einliðaleikur, og 7—4 hjá yngri unglingum. Sveina keppti við þrjár fær- eyskar stúlkur og vann þær auðveldlega. Þá hófst keppni í karlaflokki og voru 5 menn í einliðaleik og 3 pör í tvíliða- leik. Þessari viðureign lauk með glæsi- legum sigri fyrir Island 25—3 og töpuð- ust einungis tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur. Að lokinni keppni bauð stjórn ÍSF til hófs í veitingasal íþróttahallarinnar. — Sverri Midjord afhenti þar hinn glæsi- lega farandgrip sem Færeyingar hafa varðveitt frá því þeir komu til Reykja- víkur s.l. 'haust. Formaður ISF færði okkur að gjöf krús eina og mikla, hand- málaða með færeyskri landslagsmynd, „Risinn og kerlingin". Um hádegi á þriðjudag var svo siglt með Smyrli til Tvöreyrar sem er einn stærsti bær á Suðurey. Það má segja að Tvöreyri sé vagga borðtennis í Fær- eyjum og hófust æfingar þar upp úr seinni heimsstyrjöld. Árið 1959 er haldið fyrsta borðtennismeistaramót Færeyja og var meistarinn frá Tvöreyri. Færeyja meistarinn í ár Alec Beck er einnig það- an en hann hefur verið Færeyjameistari í borðtennis sex ár í röð. Miðvikudaginn 20. nóv. var svo opið mót á Tvöreyri. Tómas Guðjónsson sigr- aði í flokki yngri unglinga og var Hjálm- Framhald á bl*. 4 6 Hjálmar AOalsteimson og ajorgwn Jðhannesson leika tviliSaleik i landskeppn- inni viO Færeyinga. 23

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.