Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 4
Stærsti íþróttaviðburður íslands-
sögunnar hefst 7. maí næstkomandi
þegar flautað verður til leiks í
Heimsmeistarakeppninni í
handknattleik. Miklar kröfur eru gerðar
til íslenska landsliðsins, sem vonlegt er,
enda leikur þetta feiknasterka lið á
heimavelli og skartar helstu
skrautfjöðrum íslensks handknattleiks.
Það verður mikió í húfi þegar þjóðirnar
tuttugu og fjórar leiða saman hesta sína
því aðeins sjö efstu sætin tryggja öruggt
sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta á
næsta ári.
TEITUR
TEITUR ÞÓRÐARSON, þjálfari norska
liðsins Lilleström, er sá íslenski
knattspyrnuþjálfari sem hefur náð hvað
lengst á erlendum vettvangi. Um þessar
mundir er hann að vinna ákveðið
brautryðjendastarf hjá Lilleström og er í
raun um mjög vísindalega tilraun aó ræða.
Teitur hefur verið óhræddur við að fara
ótroðnar slóðir þegar þjálfun er
annarsvegar og í skemmtilegu viðtali við
Iþróttablaðið leiðir hann lesendur inn í
spennandi heim þjálfunar. Þetta er lesefni
sem þeir, sem fást við hverskonar þjálfun,
ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Enn og aftur stendur íþróttablaöið
fyrir vali á liði ársins í handbolta
og körfubolta karla og kvenna. Það
eru þjálfarar liðanna sem velja lið
ársins hverju sinni enda fáir betur
til þess fallnir því þeir þekkja kosti
og galla þeirra leikmanna sem þeir
fylgjast svo grannt með. Nú sem og
endranær kemur fjölmargt á óvart
í valinu en leikmönnum er fullljóst
að það er mikil virðing sem felst í
því að vera valinn í lið ársins.