Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 8

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 8
Það má með sanni segja að nokkurs konar POX æði sé nú meðal barna og unglinga því enginn þykir maóur né mönnum nema vasarnir séu útroðnir af Pox myndum. í tilefni Heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik sem hefst á íslandi 7. maí hafa verið gefnar út POX myndir af leikmönnum þeirra 24 þjóða sem leika á íslandi. Og hver vill ekki eiga myndir af Staffan Olson, Magnus Wislander og Volker Zerbe, svo einhverjir séu nefndir? Mynd- irnar eru flestar „action" myndir og vitanlega í lit. Mörg Pox í seríunni er sérstök eins og t.d. kristalla Pox sem eru nokkurs konar þrívíddarmyndir. Pær eru mjög sjaldgæfar. HVAÐ GERIR MAÐUR VIÐ POX? Þú safnar myndunum til að eiga sem flest mismunandi Pox. Pað er mjög vinsælt að skiptast á Poxum en ef þú vilt fá meiri spennu í söfnunina skaltu keppa í Poxi. Tveir eða fleiri geta keppt samtímis. Leikmenn ákveða á hvaða Poxum þeir vilja skiptast og leggur hver og einn jafn mörg á borðið. Þeim er síðan raðað í einn stafla. Myndin með handbolta- eða tónlistarmönnunum snýr upp og er sleggjunni síðan kastað flatri beint ofan á staflann. Þau Pox, sem snúast við, eru þín eign. Haldið áfram þar til öllum Poxum hefur verið snúið við. Þá er nýr stafli myndaður og byrjað upp á nýtt. - Landsliðin á HM ’95 komin á POX UPPRUNI POX HM '95 serían er ekki eina Pox serían því þegar er búið að fram- leiða íslenska tónlistarseríu með 90 mismunandi Poxum. Á þeim eru myndir af íslenskum tónlistarmönn- um og helstu hljómsveitunum. Pox hefur náð gríðarlegum vin- sældum í Bandaríkjunum og sér ekki fyrir endann á því. Miðað við þær viðtökur, sem Pox hefur fengið á íslandi, verður Pox æðið engu minna hér. Pox plattarnir voru upprunalega pappainnsigli á mjólkurflöskum á Hawai. Upp úr 1950 tók þarlendur kennari upp á því að safna innsiglunum, teikna á þau myndir og verðlauna nemendur sína með þeim. Nemendurnir fóru að skiptast á innsigiunum og fundu svo leið til að spila með þeim og úr varð leikurinn Pox. Nú eru mjólkur- flöskuinnsiglin þekkt undir nafninu Pox og eru ýmiss konar Pox seríur nú framleiddar í milljarðatali út um allan heim. POX SÖFNUNAR- LEIKURINN Meðan á HM '95 stendur gefst öllum Pox áhugamönnum kostur á að taka þátt í Pox leiknum en hann felst í því að safna Pox myndum af öllum leikmönnum Svíþjóðar og Sviss og skila þeim inn á sérstöku Pox spjaldi. Tekið verður á rnóti spjöldunum í sérstökum Pox básum í Laugar- dalshöllinni og hinum keppnis- stöðunum. Dregið verður úr inn- sendum spjöldum og fyrstu verð- laun verða glæsilegt 24 tommu ICEFOX FjALLAREIÐHjÓL. Það er með 21 gír, Shinano gírabún- aði og álgjörðum. Auk jaess verður fjöldi aukavinninga. Byrjaðu strax að safna Pox myndum. Poxaðu til að vinna! 8

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.