Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 17
LILLESTRÖM ER ORÐIÐ AÐ SÉRSAMBANDIINNAN NORSKA ÍPRÓTTASAMBANDSINS! á sprettæfingum. Auk þess eru sprett- æfingar góðar til að rífa upp stemmn- ingu á æfingu og koma af stað keppni milli leikmanna og hópa." — Hvenær á æfingum ertu með sprettæfingar? „Um miðbik æfingar þar sem menn eru orðnir vel heitir. Menn fá minna út úr sprettæfingum í lok æf- inga þegar þeir eru þreyttir." Olympia Toppen í Noregi hefur tekið nokkrar íþróttagreinar í gegn undanfarin ár með öflugum stuðn- ingi á margvíslegan hátten þeir riðu á vaðið í skíðaíþróttinni með þeim ár- angri að Norðmenn eignuðust marga heimsmeistara. Síðan studdu þeir róðraríþróttina með sama árangri, skautaíþróttin fékk sömu meðhöndl- un og stuðningogglæsilegurárangur einstakra fjálsíþróttamanna er mikið til Olympia Toppen að þakka. Nægir þar að nefna árangur Geirs Moen sem varð heimsmeistari í 200 metra hlaupi innanhúss á dögunum. „Yfirmenn Olympia Toppen voru orðnir þreyttir á að styðja eingöngu við bakið á íþróttagreinum sem fáir hafa áhuga á og vildu gera bragarbót á því," segir Teitur. „Þeir ákváðu að velja eitt knattspyrnulið til að sjá hversu langt þeir gætu farið með það á 3-5 árum. Lilleström varð fyrir val- inu, m.a. vegna þess að klúbburinn er mjög vel rekinn, virtur og þekktur fyrir að þora að brydda upp á nýjung- um. Sömuleiðis vildi þeir vinna með lið sem átti ekki of mikið af pening- um. Einn af háu herrunum á Ólympia Toppen er róðrarþjálfarinn sem ég fékk til liðs við mig þegar ég þjálfaði Brann. Tengsl okkar gerðu það m.a. að verkum að Lilleström varð fyrir valinu í þetta verkefni. Núna er Lilleström því orðið að sérsambandi innan norska íþrótta- sambandsins og fær að nota íþrótta- miðstöð sambandsins að vild. Við æfum þar fimm sinnum í viku og fá- um að borða þar, hvíla okkur og njót- um í raun allrar þjónustu sem er fyrir hendi. Og ég sem þjálfari fæ reglu- lega aðsitjafundi með landsliðsþjálf- urum allra íþróttagreina í Noregi þar sem menn skiptast á skoðunum um þjálfunaraðferðir og allt sem lýtur að starfi þeirra. Þetta er mjög lærdóms- ríkt og ég nýti mér það hiklaust sem þjálfarar íöðrum íþróttagreinum hafa fram að færa. Olympia Toppen hefur gert sér- samninga við skólana í Noregi þann- ig að þeir, sem njóta stuðnings sem afreksmenn, geta lokið námi á lengri tíma en ella. Þetta auðveldar þeim leikmönnum Lilleström sem eru í skóla að leggja það á sig sem við óskum eftir. Sömuleiðis hafa sumir sagt upp góðum störfum til þess að geta helgað sig þessu verkefni í ein- hverár. Þaðeru þvíallirafviljagerðir til að fá sem mest út úr þessu. Lille- ström fær ekki eina krónu frá Olymp- ia Toppen en hins vegar fáum við allt endurgjaldslaust sem við þurfum á að halda til að búa til topplið. í gegn- um norska íþróttaráðuneytið getum við komist í æfingaaðstöðu í öðrum löndum endurgjaldslaustoger þá um einhvers konar samkomulag milli ráðuneyta í nokkrum löndum að ræða. Vegna þessa átaks skuldbindum viðokkurtil að haldafyrirlestra í Nor- egi þegarOlympiaToppenóskareftir þvf til að fræða aðra um hvað við erum að gera. OlympiaToppen geturekki þving- að okkur til að gera eitt eða neitt en þeir koma hins vegar með tillögur sem við vegum og metum. Þeir eru með aðila í Lilleström sem fylgist með því sem við gerum og sérfræð- ingar í þoli, teygjum, samæfingu, þreki og svo mætti lengi telja koma fram með óskir finnist þeim ástæða til. Færi ég eingöngu að ráðum þess- ara sérfræðinga gæfist aldrei tími til að spila fótbolta þannig að maður þarf að vinsa úr það sem hentar hverju sinni. í samvinnu við alla þessa sérfræð- inga er mikið um allskonar „test" og út frá því breytum við æfingum hikstalaust. Það má ekki gleyma því að þetta hófst ekki fyrr en í haust og því er kannski ekki mikil reynsla komin á þetta. Mjólkursýruna testum við fjórum sinnum á ári — í enda hvers tímabils eins og ég nefndi áð- an." — Á íslandi eru oft gerðar mjólk- ursýrumælingar á sömu leikmönn- um við mismunandi aðstæður — gefur það rétta mynd af ástandi leik- mannsins? „Menn verða að mæla mjólkursýr- una við sömu aðstæður, á hlaupa- bretti með sama halla og áður, til að fá marktækar niðurstöður. Það þýðir ekki að mæla menn í í 10 gráðu frosti Teitur í marktækifæri gegn Manúsi KR markverði um miðjan áttunda áratug- inn. Árni Sveinsson fylgist vel með í fjarska! 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.