Íþróttablaðið - 01.04.1995, Qupperneq 21
„Ef menn æfa tvisvar á dag, eins og
leikmenn Lilleström gera, verða þeir
að drekka 2-3 lítra af vatni milli æf-
inga. Það er of seint að drekka þegar
maður verður þyrstur því það er ekk-
ert annað en neyðarkall líkamans."
— Hvert er þitt álit á kreatíni sem
er mjög vinsælt á íslandi um þessar
mundir og sumir þjálfarar láta leik-
menn borða á undirbúningstímabil-
inu?
KREATÍN HEFUR
VERIÐ TÍSKUFYRIR-
BRIGÐI í NOREGI
„Kreatín hefur verið tískufyrir-
brigði í Noregi, eins og í mörgum
öðrum löndum, því margir frjáls-
íþróttamenn, sem hafa náð árangri,
hafa notað það. Kreatín nýtist þeim
ágætlega sem stunda ýmsar „krafta-
greinar" svo sem lyftingar og jafnvel
spretthlaup. Ég hafði mikla þörf fyrir
að prófa þetta og ég er ekki frá því að
menn hafi síður átt „downtímabil" á
undirbúningstímabilinu þegar þeir
notuðu kreatín en hins vegar þyngd-
ist hver einasti leikmaður um 1 1/2 til
2 1/2 kíló. Og þau kíló eru í formi
vökva en ekki vöðva. Orka knatt-
spyrnumanna, sem fer í að bera þessi
aukakíló, er töluvert mikil og þess
vegna borgar sigekki að nota kreatín.
Knattspyrna er úthaldsíþrótt en ekki
„mjólkursýruíþrótt" en við höfum
líka gert könnun á því. 85% af því
sem gerist í knattspyrnuleik er loftháð
en sumir þjálfarar eyða 85% af æf-
ingatímanum í æfingar sem eru loft-
firrtar."
— Er eitthvað sem þú bannar þín-
um leikmönnum að gera í sambandi
við mataræði?
„Alls ekki. Leikmenn drekka kók
annað slagið og borða sælgæti en
það er í litlum mæli og algjörlega
viðbót við allt annað. í leikhléi
drekka þeir íþróttadrykki sem eru
blandaðir út í kók. Þegar menn eru
orðnir vel heitir er ágætt að drekka
svoleiðis blöndu því líkaminn notar
sykurinn um leið. Ætli hlutfallið sé
ekki 1/3 kók á móti 2/3 af íþrótta-
drykk. Annars eru fþróttadrykkirnir
dálítið vandmeðfarnir því að menn
megaekki byrja aðdrekka þá klukku-
tíma fyrir leik. Eitt vortímabilið hjá
„Brekkusprettir eru mjög ákjósan-
legir og hluti af æfingaprógraminu
hjá mér," segir Teitur.
okkur gerðist það að við fengum tölu-
vert af mörkum á okkur í upphafi
leiks. Þegar við fórum að kanna hvað
gæti legið að baki kom í Ijós að leik-
menn voru að neyta íþróttadrykkja
um leið og þeir mættu á völlinn.
Þegar líkaminn er kaldur og fær
svona sykraðan vökva verður blóð-
sykurfall í líkamanum og heilinn
missir næringuna. Af þeim sökum
verða menn sljóir þegar leikurinn
hefst og þar með var skýringina á
getuleysinu í upphafi leiks komin.
Fyrst eiga menn að drekka vatn en
eftir upphitunina, þegar líkaminn er
orðinn vel heitur, er hann fyrst til-
búinn til að þola íþróttadrykkina án
þess að blóðsykurfall eigi sér stað."
— Hvert er þitt álit á að sippa sem
þjálfun fyrir knattspyrnumenn?
„Ég nota það mikið. Leikmenn fá
styrk og þol og sömuleiðis ákveðið
jafnvægi. Ég nota sippuband í þjálf-
uninni allt árið um kring."
— Sumirfræðingar halda þvífram
að knattspyrnumenn eigi ekki að
taka spretti upp brekkur og rök-
styðja það þannig að knattspyrnu-
völlurinn sé flatur. En ekki leika
knattspyrnumenn með lóð, sippu-
bönd eða annað þannig að rökin eru
að mínu mati ekki nógu sterk. Hvert
er þitt álit á brekkusprettum?
„Brekkusprettir eru mjög ákjósan-
legir og hluti af æfingaprógraminu
hjá mér. Frjálsíþróttamenn hlaupa
mikið í brekkum, draga fallhlíf á eftir
sér, hlaupa með annan mann í teygju
„Þeir tekjuhæstu fá um 400.000
krónur í laun á mánuði hjá Lille-
ström."
og svo framvegis því það er ekkert
annað en mótstaða. Brekkusprettir
þjálfa ákveðna vöðva, t.d. aftanlæris-
vöðva og vöðva í mjöðmum sem er
erfitt að þjálfa með sprettum á venju-
legum velli."
— Hver eru meðallaun leikmanna
hjá Lilleström?
„Við erum með nokkra unga stráka
sem fá um 50-60.000 krónur á mán-
uði en þeir tekjuhæstu fá um
400.000 krónur. Meðallaunin eru í
kringum 150-200.000 krónur sem
þykir kannski ekki mikill peningur í
boltanum dag."
Eitt helsta vandamál norskra knatt-
spyrnumanna í gegnum tíðina hefur
verið að fá þá til að skilja að til þess
að ná góðum árangri þarf að æfa
meira. Þessu hefur Teiti tekist að
koma til skila hjá leikmönnum Lille-
ström og þess vegna finnst þeim ekki
tiltökumál að æfa tvisvar á dag. „Það
sem leikmenn gera utan æfingatím-
ans er mjög mikilvægt því þeir mega
ekki eyðileggja fyrir sér á nokkurn
hátt. Við viljum helst að þeir séu
skipulagðir frá morgni til kvölds
þannig að allt miði að því að ná góð-
um árangri í knattspyrnu. í þessu
sambandi erég að tala um áhugafyrir
viðfangsefninu, mataræði, hvíld, já-
kvæðni og svo framvegis. Hugar-
þjálfun í íþróttum skiptir gríðarlega
miklu máli og allar breytingar fyrir
leikmenn í dag er viss þjálfun. Til
dæmis það að breyta um mataræði
og drekka mikið vatn. Menn gera
þetta ekki átakalaust. Leikmenn voru
(framhald á bls. 79)
21