Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 32
- rætt við GUÐMUND BJÖRNSSON
aðstoðar póst- og símamálastjóra um stuðn-
ing fyrirtækisins við handknattleik á íslandi
Guðmundur Björnsson aðstoðar
póst- og símamálastjóri.
Texti: Þorgrímur Þráinsson
Síðastliðin sex ár hefur PÓSTUR
og SIMI verið með almennan styrkt-
arsamning við HSÍ sem margfaldast
nú í tengslum við Heimsmeistara-
keppnina í handknattleik. Það segir
sig sjálft að gífurleg fjarskipti munu
eiga sér stað meðan á keppninni
stendur og mikill póstur koma við
sögu en hvorutveggja verður HSÍ
væntanlega útgjaldal ítið. „Þetta
snýst fyrst og fremst um gagnkvæm
viðskipti," segir Guðmundur Björns-
son, aðstoðar póst- og símamála-
stjóri, „og við sjáum í þessu auglýs-
ingu og kynningu á stofnuninni sem
verður þjónustuaðili HSÍ á sviði fjar-
skipta og póstflutninga í Heims-
meistarakeppninni. Með þessum
hætti gefst okkur kostur á að kynna
þjónustu okkar, til að mynda hrað-
flutningsþjónustuna TNT, sem er al-
þjóðlegt fyrirbrigði, auk þess sem
við verðum með ýmsar nýjungar
sem er heppilegt að kynna í tengsl-
um við HM. Nægir þar að nefna
GSM farsímakerfið og ýmsa fjarsk-
iptaþjónustu."
„ÉG VIL FÁ LIÐIÐ
í VERÐLAUNA-
SÆTI“
Póstur og sími hefur stutt við bakið
á íþróttahreyfingunni í gegnum tíð-
ina með margvíslegum hætti auk
þess sem stofnunin hvetur starfsfólk
sitt til að stunda íþróttir reglulega.
„Upphaf samstarfs Pósts og síma og
HSÍ má m.a. rekja til mikils áhuga
Jóns H. Magnússonar, fyrrum for-
manns HSÍ, á að tengja saman hand-
boltaiðkun og Póst og síma. Þetta er
alþekkt erlendis. Póstur og sfmi í
Noregi var einn af helstu bakhjörlum
Ólympíuleikanna í Lillehammer.
Það er ákjósanlegt að ná til almenn-
ings, ekki sísttil ungafólksins, ígegn-
um íþróttirnar. Við höfum t.d. stutt
HSÍ varðandi mót yngstu flokka
stúlkna og drengja til margra ára."
— Finnið þið fyrir einhverri svör-
un frá almenningi vegna þessa
stuðnings?
„Við höfum orðið varir viðað þetta
mælist vel fyrir. Sökum þess að um
ríkisfyrirtæki er að ræða og markaðs-
setning af þessu tagi nýjung bjugg-
umst við upphaflega við neikvæðum
viðbrögðum frá ákveðnum þjóðfé-
lagshópum en við höfum ekki fundið
fyrir slíku eftir að við byrjuðum að
markaðssetja okkur í gegnum íþrótt-
ir."
— Var útgáfa sérstakra HM frí-
merkja hluti af samkomulaginu við
HSÍ?
„Nei, frímerkin eru utan þess sam-
komulags. Við ákveðum sjálfir hve-
nærtilefni ertil frímerkjaútgáfu. Póst-
ur og sími hefur gefið út frímerki af
World Championship in
Hondball lor Men, 1995
ss
I S L A N D
1
G!
ffl
E r*
32