Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 33

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Page 33
ýmsu tilefni og heimsmeistarakeppni á íslandi er stórviðburður sem verður varla endurtekinn í nánustu framtíð." Guðmundur tengist landsliðinu í handknattleik á skemmtilegan hátt því hann er föðurbróðir landsliðsfyr- irliðans, Geirs Sveinssonar, en ætli hann hafi sjálfur verið í íþróttum? „Eg lék með KR í fótbolta og handbolta fram í 3. flokk en gerði þá hlé á íþróttaiðkun minni þar til fyrir 10 ár- um að ég hóf að stunda golf. í kjölfar þess var ég formaður GR á árunum 1989-92 og í raun kemst fátt annað að á sumrin en golf. Forgjöfin er ekk- ert til að hrópa húrra fyrir en hún er 16 — um þessar mundir." — Gastu nokkuð spilað golf á meðan þú varst formaður GR? „Nei, það var nú heila málið. Þegar ég var kominn á teiginn var ég oft meira upptekinn af því hvort búið væri að losa rusladallinn í stað þess að einbeita mér að högginu. Þegar maður er í forystu ífélagsskap eins og Golfklúbbi Reykjavíkur verður mað- ur að leyfa huganum að beinast að öðru en að spila sjálfur. Annars er ég þeirrar skoðunar að menn megi ekki vera of lengi í forystu svona félags- skapar því með nýjum mönnum koma nýjar hugmyndir." — Hvað heldur þú um frammi- stöðu landsliðs okkar á HM? „Ég heftrúáþvíað þaðnái langtog mérfinnst ekki mikill metnaðurfelast í því þegar menn, sem tala fyrir hönd liðsins, segja að 6. sætið sé góður áran- gur. Mér finnst það ekki góður áran- gur. Ásíðustu Ólympíuleikum lentum við í4. sæti en núna erum við með enn öflugra lið og leikum á heimavelli. Handboltinn er í lægð í mörgum lönd- um og vegna þess vil égfá liðið í verð- launasæti. Ég er alltaf hræddur þegar menn fara í mót með ekki meiri metn- að en að stefna á 6. sætið." — Er Póstur og sími búinn að hugsa næsta leik eftir Heimsmeist- arakeppnina hvað stuðningi viðkem- ur? „Það er með þetta eins og ríkis- stjórnarsamstarfið, þegar kjörtíma- bilinu lýkur þurfa ýmsir aðilar að skoða sinn gang. Ég lít svo á að þótt við höfum valið að styrkja hand- boltahreyfinguna í þennan árafjölda sé ekki þar með sagt að svo verði um aldur og ævi. Vissulega kemur margt til greina en yfirstjórn fyrirtækisins tekur ákvörðun um framhaldið." FJALLAREIÐHJOL FYRIR GETSPAKAN LESANDA ÍÞRÓTTABLAÐSINS Fyrir 10. maí næstkomandi gefst lesendum ÍÞRÓTTABLAÐSINS kostur á að hringja í FRÓÐA-LÍN- UNA, í síma 99-1445 og taka þátt í getraun sem tengist heimsmeistara- keppninni í handknattleik. Annars vegar þart' að spá því hverjir verða heimsmeistarar í handknattleik og hins vegar hver verður markahæsti leikmaður íslands í keppninni. Þeir sem rata á rétt svör við BÁÐUM spurningunum eiga möguleika á að vinna sér inn 26 tommu ICEFOX FJALLAREIÐHJÓL frá Hvelli hf. en það er með Shimano gírabúnaði (21 gír - smellugírar) og álgjörðum. Stórglæsilegt og vandað fjallahjól. Verði fleiri en einn keppandi með BÆÐI svörin rétt verður dregið um hver hreppir hjólið. Að auki verða þrír ADIDAS landsliðsbúningar í aukaverðlaun, en landsliðið í handknattleik leikur einmitt í slíkum búningum. Það er skammur tími til stet'nu ef þú ætlar að taka þátt í HM leik Iþróttablaðsins. Hringdu í 99-1445 (mínútan kostar 39,90) og taktu þátt í skemmtilegum leik. Þú gætirdottið í lukkupottinn! ehband ftirtalin landslið í handbolta ann mnasiio i nanaooira með hitahlífar frá Rehband: eppa íslenska Austurríska Danska Egypska Franska Litháenska Króatíska Norska Pólska Rúmenska Rússneska Sænska Svissneska Slóvenska Tékkneska Ungverska og Þýska Trönuhrauni 8 Pósthólf 409 222 Hafnarfirði s Sími: 565 2885 | Bréfsími: 565 1423 |

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.